Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 4. desember 2025 08:03 Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun