Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar 2. desember 2025 17:31 „Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og við höfum ekki efni á framtíð þar sem einn af hverjum fimm fullorðnum er útilokaður einfaldlega vegna þess að vinnustaðir eru ekki hannaðir fyrir fjölbreyttar þarfir,“ segir í ályktun norrænu lesblindusamtakanna en árlegur fundur þeirra var haldinn í Helsinki í Finnlandi fyrir skömmu. Undir þetta rituðu fulltrúar lesblindufélaga Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Íslands og Færeyja en ég sat fundinn fyrir hönd Félags lesblindra á Íslandi. Alþjóðlegt starf er samtökum eins og okkar mikilvægt og erlendis verður maður var við vitundarvakningu þegar kemur að lesblindum og aðstæðum þeirra. Á Norðurlöndunum upplifir um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Vinnustaður framtíðarinnar Fundurinn í Helsinki var mjög gagnlegur og mikil umræða var um það hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að líta út með tilliti til þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Vinnustaður sem viðurkennir að námsörðugleikar eru eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannsins ætti að vera fyrirmynd annarra. Hann viðurkennir að fullorðnir vinni úr upplýsingum, eiga samskipti og læri á einstaklingsbundinn hátt. Vinnustaður sem er vinsamlegur þeim sem eru með námsörðugleika krefst ekki flókinna gátlista eða íþyngjandi ferla. Þess í stað byggir hann á einfaldri meginreglu: Þegar allir skilja upplýsingar í raun verður vinnan öruggari, greiðari og jafnari. Í ályktun fundarins í Helsinki segir að vinnustaðir geti stutt þetta með því að tryggja að innri samskipti og nauðsynlegar leiðbeiningar, þar á meðal innleiðingarefni, öryggisleiðbeiningar og verklagsreglur, séu aðgengilegar öllum. „Skýrt tungumál og vel uppbyggðar upplýsingar hjálpa starfsmönnum að skilja hvað skiptir máli. Það er einnig gagnlegt að bjóða upp á möguleikann á að hlusta á efni, til dæmis með texta-í-tal lausnum. Hugulsöm samskipti gagnast öllum, ekki aðeins þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða,“ segir í ályktuninni. Styrkir vinnustaðamenningu Þar er einnig bent á að það að viðurkenna námsmun styrki einnig vinnustaðamenningu. Þegar starfsmenn finna að fjölbreytt vinnubrögð eru viðurkennd eykst öryggistilfinningin. Öryggi myndar grunninn að sköpunargáfu, lausn vandamála og nýsköpun. Þetta gæti virkað augljóst en það er nauðsynlegt að segja það. Nú má spyrja af hverju þurfi að vekja athygli á þessu máli núna? Jú, vinnulífið er að ganga í gegnum eina mikilvægustu breytingu sína í áratugi. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Á sama tíma er ólík nálgun þegar kemur að námi mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta sér möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og við höfum ekki efni á framtíð þar sem einn af hverjum fimm fullorðnum er útilokaður einfaldlega vegna þess að vinnustaðir eru ekki hannaðir fyrir fjölbreyttar þarfir,“ segir í ályktun norrænu lesblindusamtakanna en árlegur fundur þeirra var haldinn í Helsinki í Finnlandi fyrir skömmu. Undir þetta rituðu fulltrúar lesblindufélaga Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Íslands og Færeyja en ég sat fundinn fyrir hönd Félags lesblindra á Íslandi. Alþjóðlegt starf er samtökum eins og okkar mikilvægt og erlendis verður maður var við vitundarvakningu þegar kemur að lesblindum og aðstæðum þeirra. Á Norðurlöndunum upplifir um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Vinnustaður framtíðarinnar Fundurinn í Helsinki var mjög gagnlegur og mikil umræða var um það hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að líta út með tilliti til þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Vinnustaður sem viðurkennir að námsörðugleikar eru eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannsins ætti að vera fyrirmynd annarra. Hann viðurkennir að fullorðnir vinni úr upplýsingum, eiga samskipti og læri á einstaklingsbundinn hátt. Vinnustaður sem er vinsamlegur þeim sem eru með námsörðugleika krefst ekki flókinna gátlista eða íþyngjandi ferla. Þess í stað byggir hann á einfaldri meginreglu: Þegar allir skilja upplýsingar í raun verður vinnan öruggari, greiðari og jafnari. Í ályktun fundarins í Helsinki segir að vinnustaðir geti stutt þetta með því að tryggja að innri samskipti og nauðsynlegar leiðbeiningar, þar á meðal innleiðingarefni, öryggisleiðbeiningar og verklagsreglur, séu aðgengilegar öllum. „Skýrt tungumál og vel uppbyggðar upplýsingar hjálpa starfsmönnum að skilja hvað skiptir máli. Það er einnig gagnlegt að bjóða upp á möguleikann á að hlusta á efni, til dæmis með texta-í-tal lausnum. Hugulsöm samskipti gagnast öllum, ekki aðeins þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða,“ segir í ályktuninni. Styrkir vinnustaðamenningu Þar er einnig bent á að það að viðurkenna námsmun styrki einnig vinnustaðamenningu. Þegar starfsmenn finna að fjölbreytt vinnubrögð eru viðurkennd eykst öryggistilfinningin. Öryggi myndar grunninn að sköpunargáfu, lausn vandamála og nýsköpun. Þetta gæti virkað augljóst en það er nauðsynlegt að segja það. Nú má spyrja af hverju þurfi að vekja athygli á þessu máli núna? Jú, vinnulífið er að ganga í gegnum eina mikilvægustu breytingu sína í áratugi. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Á sama tíma er ólík nálgun þegar kemur að námi mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta sér möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun