Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2025 19:04 Andrea Jacobsen sleit liðband í ökkla skömmu fyrir mót. vísir / hulda margrét Stelpurnar okkar eru mættar til Dortmund þar sem milliriðillinn á HM í handbolta fer fram en dagurinn gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Ferðalagið gekk vel, liðið tók lest frá Stuttgart og var mætt til Dortmund um hádegisbil. Eftir hádegismat skelltu þær sér á æfingu í Westfalen höllinni, fyrir leik morgundagsins gegn Svartfjallalandi. Þar var vonast til að Andrea Jacobsen myndi mæta til leiks, eftir að hafa misst af öllum þremur leikjum mótsins hingað til, en hún mun ekki geta tekið þátt. „Við testuðum hana á æfingunni í dag og, því miður, kom það ekki nógu vel út. Smá bakslag í þessu en það var búið að vera fram að þessu góður stígandi. Við vorum farin að láta okkur dreyma um að þetta væri að verða gott en hún verður ekki með á morgun að minnsta kosti“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á hóteli liðsins í kvöld en Andrea veitti ekki viðtal. „Hún er auðvitað hundsvekkt og leið yfir þessu, sem er skiljanlegt. Þetta er mót sem hún er búin að bíða eftir lengi og við líka, við söknum hennar. En við höldum í vonina, við eigum þrjá leiki eftir og sjáum hvernig þetta þróast“ bætti Arnar við en hljómaði ekki bjartsýnn um að Andrea myndi spila á mótinu. Andrea er lykilleikmaður hjá landsliðinu og með þeim reynslumeiri, hennar er því sárt saknað og sérstaklega í vörninni. „Andrea er lykilmanneskja í þessu liði, alveg sama hvar við lítum á það, vörn eða sókn. 5-1 vörnin hefur aðeins verið að trufla okkur, hún og Berglind [Þorsteinsdóttir, sem er í fríi frá handbolta vegna hnémeiðsla] hafa í gegnum árin verið að skipta þeirri stöðu með sér en við höfum þurft að leggja meiri áherslu á 6-0 vörnina. Þannig að þetta bitnar helst á okkur þar“ sagði Arnar. Klippa: Arnar mættur í milliriðilinn í Dortmund Aðrir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir fyrsta leik í milliriðlinum, gegn Svartfjallalandi á morgun. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
Ferðalagið gekk vel, liðið tók lest frá Stuttgart og var mætt til Dortmund um hádegisbil. Eftir hádegismat skelltu þær sér á æfingu í Westfalen höllinni, fyrir leik morgundagsins gegn Svartfjallalandi. Þar var vonast til að Andrea Jacobsen myndi mæta til leiks, eftir að hafa misst af öllum þremur leikjum mótsins hingað til, en hún mun ekki geta tekið þátt. „Við testuðum hana á æfingunni í dag og, því miður, kom það ekki nógu vel út. Smá bakslag í þessu en það var búið að vera fram að þessu góður stígandi. Við vorum farin að láta okkur dreyma um að þetta væri að verða gott en hún verður ekki með á morgun að minnsta kosti“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á hóteli liðsins í kvöld en Andrea veitti ekki viðtal. „Hún er auðvitað hundsvekkt og leið yfir þessu, sem er skiljanlegt. Þetta er mót sem hún er búin að bíða eftir lengi og við líka, við söknum hennar. En við höldum í vonina, við eigum þrjá leiki eftir og sjáum hvernig þetta þróast“ bætti Arnar við en hljómaði ekki bjartsýnn um að Andrea myndi spila á mótinu. Andrea er lykilleikmaður hjá landsliðinu og með þeim reynslumeiri, hennar er því sárt saknað og sérstaklega í vörninni. „Andrea er lykilmanneskja í þessu liði, alveg sama hvar við lítum á það, vörn eða sókn. 5-1 vörnin hefur aðeins verið að trufla okkur, hún og Berglind [Þorsteinsdóttir, sem er í fríi frá handbolta vegna hnémeiðsla] hafa í gegnum árin verið að skipta þeirri stöðu með sér en við höfum þurft að leggja meiri áherslu á 6-0 vörnina. Þannig að þetta bitnar helst á okkur þar“ sagði Arnar. Klippa: Arnar mættur í milliriðilinn í Dortmund Aðrir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir fyrsta leik í milliriðlinum, gegn Svartfjallalandi á morgun. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira