Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar 1. desember 2025 13:33 Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025. Þetta eru reglur sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun um jólagjöfina er tekin, sérstaklega þar sem breytingar síðustu ára hafa haft áhrif á hvað telst skattfrjálst og hvað ekki. Peningagjafir Það fyrsta sem vert er að hafa í huga er að peningagjafir teljast alltaf til skattskyldra tekna hjá starfsfólki, óháð fjárhæð. Þetta á við um reiðufé, innborganir inn á bankareikninga og afhendingu á bankakortum eða fyrirframgreiddum kortum sem virka eins og debetkort. Slíkar gjafir eru skattlagðar eins og laun og teljast ekki til tækifærisgjafa. Þetta hefur breytt þeirri framkvæmd sem áður tíðkaðist víða, þegar bankakort voru vinsæl jólagjöf til starfsfólks. Efnislegar gjafir Gjafir sem eru ekki í formi peninga geta hins vegar verið bæði skattfrjálsar hjá starfsfólki og frádráttarbærar hjá fyrirtækinu. Hér er um að ræða efnislegar gjafir, eins og gjafabréf í verslun, matarkörfur, gjafakassa og aðrar vörur eða þjónustu. Slíkar gjafir teljast tækifærisgjafir svo lengi sem þær eru hóflegar og tengjast skýru tilefni eins og jólunum. Þetta er sú leið sem flest fyrirtæki kjósa þegar markmiðið er að gleðja starfsfólk án þess að skapa óhagstæðar skattalegar afleiðingar. Að sama skapi er rétt að minna á regluna um frádrátt. Fyrirtæki má draga frá kostnað vegna tækifærisgjafa ef þær eru í formi vöru eða þjónustu og innan eðlilegra marka. Peningagjafir eru hins vegar ekki frádráttarbærar, enda teljast þær til launa. Ekki er heldur heimilt að draga frá kostnað vegna óhóflegra eða mjög verðmætra gjafa sem fara langt út fyrir það sem telst venjubundið á slíkum tímamótum. Hvenær verður gjöf að tekjum? Sú regla sem skiptir hvað mestu máli við skipulagningu jólagjafa árið 2025 er þó árlega 185.000 kr. hámarkið. Þar eru allar upplyftingar og viðburðir ársins teknir saman: árshátíð, starfsmannaferðir, jólahlaðborð, jólagleði og gjafir. Þessi kostnaður er skattfrjáls svo lengi sem heildarfjárhæðin á hvern starfsmann fer ekki yfir 185.000 kr. á árinu og viðburðir standa öllu starfsfólki til boða. Ef samanlagður kostnaður ársins fer yfir þessi mörk telst umframhlutinn til tekna hjá starfsmanninum. Þetta þýðir í reynd að vegleg árshátíð eða starfsmannaferð fyrr á árinu getur minnkað það svigrúm sem fyrirtækið hefur fyrir jólagjöf án þess að sú gjöf verði skattskyld. Gott er því að hafa yfirsýn yfir allan glaðning ársins áður en jólagjöfin er ákveðin. Ef ætlunin er að halda sig innan skattfrjálsra marka þarf að gæta þess að heildarkostnaður á mann fari ekki yfir árlega hámarkið. Ef fyrirtækið kýs að veita starfsfólki verðmætari gjöf eða bjóða upp á viðburði sem fara yfir mörkin, er ekkert því til fyrirstöðu svo lengi sem gert er ráð fyrir að hluti upphæðarinnar verði skattskyldur hjá starfsfólki. Höfundur er sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólagjafir fyrirtækja Jól Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025. Þetta eru reglur sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun um jólagjöfina er tekin, sérstaklega þar sem breytingar síðustu ára hafa haft áhrif á hvað telst skattfrjálst og hvað ekki. Peningagjafir Það fyrsta sem vert er að hafa í huga er að peningagjafir teljast alltaf til skattskyldra tekna hjá starfsfólki, óháð fjárhæð. Þetta á við um reiðufé, innborganir inn á bankareikninga og afhendingu á bankakortum eða fyrirframgreiddum kortum sem virka eins og debetkort. Slíkar gjafir eru skattlagðar eins og laun og teljast ekki til tækifærisgjafa. Þetta hefur breytt þeirri framkvæmd sem áður tíðkaðist víða, þegar bankakort voru vinsæl jólagjöf til starfsfólks. Efnislegar gjafir Gjafir sem eru ekki í formi peninga geta hins vegar verið bæði skattfrjálsar hjá starfsfólki og frádráttarbærar hjá fyrirtækinu. Hér er um að ræða efnislegar gjafir, eins og gjafabréf í verslun, matarkörfur, gjafakassa og aðrar vörur eða þjónustu. Slíkar gjafir teljast tækifærisgjafir svo lengi sem þær eru hóflegar og tengjast skýru tilefni eins og jólunum. Þetta er sú leið sem flest fyrirtæki kjósa þegar markmiðið er að gleðja starfsfólk án þess að skapa óhagstæðar skattalegar afleiðingar. Að sama skapi er rétt að minna á regluna um frádrátt. Fyrirtæki má draga frá kostnað vegna tækifærisgjafa ef þær eru í formi vöru eða þjónustu og innan eðlilegra marka. Peningagjafir eru hins vegar ekki frádráttarbærar, enda teljast þær til launa. Ekki er heldur heimilt að draga frá kostnað vegna óhóflegra eða mjög verðmætra gjafa sem fara langt út fyrir það sem telst venjubundið á slíkum tímamótum. Hvenær verður gjöf að tekjum? Sú regla sem skiptir hvað mestu máli við skipulagningu jólagjafa árið 2025 er þó árlega 185.000 kr. hámarkið. Þar eru allar upplyftingar og viðburðir ársins teknir saman: árshátíð, starfsmannaferðir, jólahlaðborð, jólagleði og gjafir. Þessi kostnaður er skattfrjáls svo lengi sem heildarfjárhæðin á hvern starfsmann fer ekki yfir 185.000 kr. á árinu og viðburðir standa öllu starfsfólki til boða. Ef samanlagður kostnaður ársins fer yfir þessi mörk telst umframhlutinn til tekna hjá starfsmanninum. Þetta þýðir í reynd að vegleg árshátíð eða starfsmannaferð fyrr á árinu getur minnkað það svigrúm sem fyrirtækið hefur fyrir jólagjöf án þess að sú gjöf verði skattskyld. Gott er því að hafa yfirsýn yfir allan glaðning ársins áður en jólagjöfin er ákveðin. Ef ætlunin er að halda sig innan skattfrjálsra marka þarf að gæta þess að heildarkostnaður á mann fari ekki yfir árlega hámarkið. Ef fyrirtækið kýs að veita starfsfólki verðmætari gjöf eða bjóða upp á viðburði sem fara yfir mörkin, er ekkert því til fyrirstöðu svo lengi sem gert er ráð fyrir að hluti upphæðarinnar verði skattskyldur hjá starfsfólki. Höfundur er sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG Law.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun