Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar 1. desember 2025 11:33 Forsætisráðherra var gestur í Sprengisandi á liðnum sunnudegi þar sem hún lét að því liggja, með beinum og óbeinum hætti, að ferðaþjónustan væri ekki lengur sú atvinnugrein sem Íslendingar ættu að byggja framtíð sína á. Af orðræðu hennar mátti ráða að ferðaþjónustan væri nær eins konar samfélagsmein, haldið uppi með almannafé, og að réttara væri að beina kröftum þjóðarinnar að nýsköpun, lyfjaframleiðslu og hugbúnaði þar sem laun væru hærri og „alvöru verðmæti“ yrðu til. Þessi tónn er ekki nýr. Hann endurspeglar viðhorf sem lengi hafa heyrst úr röðum Samfylkingarinnar. Það sem vekur athygli er hins vegar að þessi málflutningur er endurtekinn aftur og aftur þrátt fyrir að staðreyndirnar segi annað. Ferðaþjónustan er ekki dragbítur á íslenskt efnahagslíf, heldur ein af meginstoðum þess. Þrátt fyrir að hluti starfa teljist almenn þjónustustörf eru meðallaun í greininni langt yfir lágmarkslaunum, og störfin eru fjölbreytt, sérhæfð og dreifð víða um landið. Þúsundir fjölskyldna byggja afkomu sína á ferðaþjónustu, ekki bara af hugsjón, heldur vegna þess að hún skapar raunveruleg verðmæti og raunverulegar tekjur. Ferðaþjónustan er jafnframt stærsta atvinnugreinin í Reykjavík. Það er því nánast með ólíkindum að sá stjórnmálaflokkur sem hefur stýrt borginni áratugum saman skuli leggja sig fram um að gera lítið úr þeirri atvinnugrein sem heldur uppi stærstum hluta atvinnulífs borgarinnar. Á sama tíma er kallað eftir því að horfa til „annarra greina fyrir hámenntað fólk“ eins og ferðaþjónusta og nýsköpun geti ekki farið saman. Slík annaðhvort–eða hugsun er bæði gamaldags og hættuleg. Samhliða er óþarfi að fórna einni sterkustu tekjugrein þjóðarinnar. Fullyrðingar um að ferðaþjónustan hafi hamlað vexti annarra atvinnugreina standast heldur enga skoðun. Þvert á móti hefur hún verið drifkraftur í vexti fjölda annarra greina: samgangna, byggingariðnaðar, verslunar, veitingareksturs, fjármála- og tækniþjónustu. Á landsbyggðinni er ferðaþjónustan víða forsenda byggðar og grunnþjónustu, hvort sem um ræðir verslanir, eldsneytisstöðvar, samgöngur eða veitingarekstur. Án ferðamanna væri þessi þjónusta víða einfaldlega ekki til staðar. Þá stenst heldur ekki sú fullyrðing að ferðaþjónustan hafi sogað til sín erlent vinnuafl umfram aðrar atvinnugreinar. Tölur sýna að byggingariðnaður, ýmis iðnaðarstörf, umönnun og heilbrigðisþjónusta hafa til dæmis laðað að sér ekki síður og oft meira erlent vinnuafl en ferðaþjónustan. Ferðaþjónustan hefur hins vegar gert eitt sem engar aðrar atvinnugreinar hafa gert í sama mæli: hún hefur fjölgað neytendum og þar með skattgreiðendum á Íslandi stórlega. Að meðaltali eru um 40.000 erlendir ferðamenn á landinu á hverjum degi allt árið sem samsvarar íbúafjölda í stóru sveitafélagi á íslenskan mælikvarða. Þetta fólk greiðir virðisaukaskatt, eldsneytisskatta, gistináttaskatt og fjölmörg önnur gjöld í gegnum daglega neyslu. Þetta eru rauntekjur sem renna beint í ríkissjóð, en teljast ekki alltaf með þegar stjórnvöld tala um „skattspor ferðaþjónustunnar“. Ferðaþjónustan byggir á því sem Ísland á dýrmætast: náttúru, menningu, sögu og orðspori þjóðarinnar. Hún laðar að skattgreiðendur án þess að þeir fái aðgang að velferðarkerfi, heilbrigðisþjónustu eða innviðum til langs tíma. Ríkið innheimtir skattana, en ber aðeins takmarkaðan kostnað. Engin önnur atvinnugrein skilar slíkri samsetningu tekna með jafn litlum beinum skuldbindingum. Þá má ekki gleyma grundvallarmun á ferðaþjónustu og mörgum þeim útflutningsgreinum sem forsætisráðherra virðist telja „betri kost“. Ferðaþjónustan er staðbundin. Hún fer ekki úr landi. Hægt er að loka verksmiðju. Hægt er að flytja hugbúnaðarteymi milli landa. Eignarhald á hátæknifyrirtækjum helst ekki endilega hérlendis. Það hefur sagan margoft sýnt, meðal annars á sviði lyfjaframleiðslu og matvælatækni. En ekki er hægt að flytja Gullfoss, Geysir, Jökulsárlón eða norðurljósin. Að tala niður ferðaþjónustuna ber því ekki merki um framsýni, frekar um skammsýni. Hún er ekki fullkomin, hún þarfnast stöðugrar uppbyggingar og skynsamlegrar stýringar, en hún er og getur verið áfram ein sterkasta undirstaða íslensks efnahagslífs. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra var gestur í Sprengisandi á liðnum sunnudegi þar sem hún lét að því liggja, með beinum og óbeinum hætti, að ferðaþjónustan væri ekki lengur sú atvinnugrein sem Íslendingar ættu að byggja framtíð sína á. Af orðræðu hennar mátti ráða að ferðaþjónustan væri nær eins konar samfélagsmein, haldið uppi með almannafé, og að réttara væri að beina kröftum þjóðarinnar að nýsköpun, lyfjaframleiðslu og hugbúnaði þar sem laun væru hærri og „alvöru verðmæti“ yrðu til. Þessi tónn er ekki nýr. Hann endurspeglar viðhorf sem lengi hafa heyrst úr röðum Samfylkingarinnar. Það sem vekur athygli er hins vegar að þessi málflutningur er endurtekinn aftur og aftur þrátt fyrir að staðreyndirnar segi annað. Ferðaþjónustan er ekki dragbítur á íslenskt efnahagslíf, heldur ein af meginstoðum þess. Þrátt fyrir að hluti starfa teljist almenn þjónustustörf eru meðallaun í greininni langt yfir lágmarkslaunum, og störfin eru fjölbreytt, sérhæfð og dreifð víða um landið. Þúsundir fjölskyldna byggja afkomu sína á ferðaþjónustu, ekki bara af hugsjón, heldur vegna þess að hún skapar raunveruleg verðmæti og raunverulegar tekjur. Ferðaþjónustan er jafnframt stærsta atvinnugreinin í Reykjavík. Það er því nánast með ólíkindum að sá stjórnmálaflokkur sem hefur stýrt borginni áratugum saman skuli leggja sig fram um að gera lítið úr þeirri atvinnugrein sem heldur uppi stærstum hluta atvinnulífs borgarinnar. Á sama tíma er kallað eftir því að horfa til „annarra greina fyrir hámenntað fólk“ eins og ferðaþjónusta og nýsköpun geti ekki farið saman. Slík annaðhvort–eða hugsun er bæði gamaldags og hættuleg. Samhliða er óþarfi að fórna einni sterkustu tekjugrein þjóðarinnar. Fullyrðingar um að ferðaþjónustan hafi hamlað vexti annarra atvinnugreina standast heldur enga skoðun. Þvert á móti hefur hún verið drifkraftur í vexti fjölda annarra greina: samgangna, byggingariðnaðar, verslunar, veitingareksturs, fjármála- og tækniþjónustu. Á landsbyggðinni er ferðaþjónustan víða forsenda byggðar og grunnþjónustu, hvort sem um ræðir verslanir, eldsneytisstöðvar, samgöngur eða veitingarekstur. Án ferðamanna væri þessi þjónusta víða einfaldlega ekki til staðar. Þá stenst heldur ekki sú fullyrðing að ferðaþjónustan hafi sogað til sín erlent vinnuafl umfram aðrar atvinnugreinar. Tölur sýna að byggingariðnaður, ýmis iðnaðarstörf, umönnun og heilbrigðisþjónusta hafa til dæmis laðað að sér ekki síður og oft meira erlent vinnuafl en ferðaþjónustan. Ferðaþjónustan hefur hins vegar gert eitt sem engar aðrar atvinnugreinar hafa gert í sama mæli: hún hefur fjölgað neytendum og þar með skattgreiðendum á Íslandi stórlega. Að meðaltali eru um 40.000 erlendir ferðamenn á landinu á hverjum degi allt árið sem samsvarar íbúafjölda í stóru sveitafélagi á íslenskan mælikvarða. Þetta fólk greiðir virðisaukaskatt, eldsneytisskatta, gistináttaskatt og fjölmörg önnur gjöld í gegnum daglega neyslu. Þetta eru rauntekjur sem renna beint í ríkissjóð, en teljast ekki alltaf með þegar stjórnvöld tala um „skattspor ferðaþjónustunnar“. Ferðaþjónustan byggir á því sem Ísland á dýrmætast: náttúru, menningu, sögu og orðspori þjóðarinnar. Hún laðar að skattgreiðendur án þess að þeir fái aðgang að velferðarkerfi, heilbrigðisþjónustu eða innviðum til langs tíma. Ríkið innheimtir skattana, en ber aðeins takmarkaðan kostnað. Engin önnur atvinnugrein skilar slíkri samsetningu tekna með jafn litlum beinum skuldbindingum. Þá má ekki gleyma grundvallarmun á ferðaþjónustu og mörgum þeim útflutningsgreinum sem forsætisráðherra virðist telja „betri kost“. Ferðaþjónustan er staðbundin. Hún fer ekki úr landi. Hægt er að loka verksmiðju. Hægt er að flytja hugbúnaðarteymi milli landa. Eignarhald á hátæknifyrirtækjum helst ekki endilega hérlendis. Það hefur sagan margoft sýnt, meðal annars á sviði lyfjaframleiðslu og matvælatækni. En ekki er hægt að flytja Gullfoss, Geysir, Jökulsárlón eða norðurljósin. Að tala niður ferðaþjónustuna ber því ekki merki um framsýni, frekar um skammsýni. Hún er ekki fullkomin, hún þarfnast stöðugrar uppbyggingar og skynsamlegrar stýringar, en hún er og getur verið áfram ein sterkasta undirstaða íslensks efnahagslífs. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar