Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar 1. desember 2025 11:00 Það er mikilvægt að skoða hver sé reynsla Dana af uppbyggingu gagnavera til að forðast að sömu mistök séu gerð í uppbyggingu gagnavera hér á landi. Það er upplýsandi að hlusta á Bo Nørregaard Jørgensen tala um þessi mál en hann er prófessor hjá Syddansk Universitet og yfirmaður SDU Center for Energy Informatics, sem er rannsóknarsetur við Mærsk Mc-Kinney Møller Institute. Bo Nørregaard var hér á landi nýlega og tók þátt í umræðum um þessi mál. Þegar uppbygging gagnavera hófst í Danmörku var þrennt jákvætt sem gagnaver áttu að færa dönsku samfélagi: (a) hærra verð væri greitt fyrir orkuna, (b) fjöldi nýrra hátt launaðra tæknistarfa myndu skapast og (c) einnig ætluðu gagnaver að hita vatn upp í 65°C sem væri hægt að nýta til húshitunar. Eftir margra ára uppbyggingu yfir 20 gagnavera segir Bo Nørregaard að reynsla Dana sé sú að starfsemi gagnavera færi Danmörku engan ávinning. Sá ábati sem danskt samfélag átti að njóta hafi reynst innantómt loforð, án efnda. „Mörg störf munu skapast“ Bo Nørregaard nefnir sem dæmi gagnaver Meta (Facebook) í Óðinsvéum og það sem Apple starfrækir í Foulum. Lofað hafi verið um 1500 hátt launuðum tæknistörfum en reynslan hafi sýnt að þessi tæknifyrirtæki geti stýrt öllu miðlægt frá höfuðstöðvum í Kaliforníu, með nemum og myndavélum og því sé mannaflsþörf lítil. 20-40 störf séu algeng tala pr. meðalstórt gagnaver sem er langt í þau 1500 störf sem lofað var. Að auki eru störfin aðallega fyrirbyggjandi viðhald og öryggisvarsla því hálaunuðu tæknistörfin eru í miðlægu stýringunni, í fjarlægu landi. „Munu greiða háa skatta“ Reynslan hefur sýnt það bæði í Danmörku og Írlandi er kjarninn í viðskiptamódeli gagnavera er að greiða eins lága skatta til þjóðfélagsins eins og hægt er, helst enga. Gagnaver eru nefnilega í kjörstöðu til að stilla af frá móðurfélagi hverjar tekjurnar eru og geta því þannig gætt þess að skattgreiðslur séu sem næst núlli. Í Danmörku er einnig sérstakur orkuskattur sem notaður er til að fjármagna frekari grænorku innviði. Þennan skatt greiða flestir nema aðilar í sértækri framleiðslu skv. dönskum lögum. Gagnaverin hafi þó, þegar á reyndi, gert það að skilyrði að þurfa ekki að greiða þennan sértæka orkuskatt og að stjórnmálafólk hafi gefið það eftir. Skattgreiðslur frá meðalstóru gagnaveri í Danmörku séu því svipaðar og frá meðalstórum barnaskóla, koma frá launagreiðslum starfsmanna. „Greiða hæsta verð fyrir raforku“ Reynsla Dana hefur verið sú að gagnaver lofa háu verði í byrjun, til að komast í samningsstöðu og gera svo samninga til skamms tíma. Eftir að starfsemi hefur hafist séu gagnaver hins vegar í kjörstöðu til að sýna meiri hörku í samningum um verð. Að ákveðnum tíma liðnum sé vaxandi krafa um að greiða einfaldlega sama verð og aðrir, kannski með næfurþunnu álagi, til að geta sagst vera hæstu greiðendur orkuverðs. Nú sé staðan þannig í Danmörku að gagnaver greiði ekki nema um 10-20% hærra verð en aðrir stórnotendur og fer þessi munur minnkandi. Meta fékk einnig að kaupa verðmætt land á 133 DKK/m2 af sveitarfélaginu í Óðinsvéum á svæði þar sem fermetraverð lands er yfirleitt um 300 DKK/m2. Um helmingsafsláttur var gefinn í trausti þess að gagnaverið myndi skila miklu til samfélagsins með öðrum hætti og að vatn til heimila yrði hitað. „Munu útvega sveitarfélögum heitt vatn“ Upphaflega hugmyndin var að hiti gagnavera yrði notaður til að hita upp volgt vatn sem sveitarfélög gætu nýtt til húshitunar. Í upphafi tóku gagnaver jákvætt í að greiða fyrir innviði til að þetta yrði að raunveruleika. Reynslan Dana varð hinsvegar önnur: Af 20 gagnaverum í Danmörku hafa öll nema eitt annaðhvort sagst vera hætt við þessi áform eða frestað þeim ítrekað. Í einu tilviki er þessi hitun vatns komin á, í Óðinsvéum, þar sem volgt vatn frá gagnaveri Meta er nýtt. Loforð voru þó ekki efnd eins og til stóð því Meta neitaði á endanum að taka þátt í að fjármagna innviði og lenti allur kostnaður á vatnsorkufyrirtækinu Fjernvarme Fyn sem er í eigu nágrannasveitarfélaga. Meta neitaði einnig að taka þátt í kostnaði við að hita upp vatnið og því skilar Meta aðeins 25-30°C volgu vatni sem Fjernvarme Fyn þarf að sjá um að hita upp í 65°-70°C á eigin kostnað. „Efla dreifikerfi raforku“ Gagnaver þurfa margfallt meira öryggi á afhendingu raforku heldur en t.d. ál- og kísilver (oft 500-1000 sinnum meira) og því munu gagnaver á endanum kalla á að hér þurfi að byggja upp mun dýrara dreifikerfi, allt á kostnað ríkissjóðs. Sveiflur í viðskiptum við gagnaver geta líka verið miklar, t.d. minnkuðu kaup gagnavera á raforku á Íslandi um nærri helming á einu ári, 2023. Að selja allt að 30% af orku landsmanna, eins og áætlanir eru um, til gagnavera sem geta sveiflast niður í orkunotkun um 50% mun á endanum kalla fram neikvæðar hagsveiflur á Íslandi. Nóg er að horfa til áfallanna sem breytingar (vonandi tímabundnar) í framleiðslu hjá PCC og Norðuráli hafa á þjóðarbúið. Meginskilaboð Það eru því skýr skilaboð sem Bo Nørregaard Jørgensen vill flyta Íslendingum: Takið loforðum gagnavera með varúð og takið ákvarðanir hvert takmörkuð orka Íslands á að fara út frá því hvaða starfsemi skilar þjóðarbúinu mestum ávinningi í heild. Hafið einnig í huga að upplifun almennings á gagnaverum getur leitt til þess að fólk verði afhuga grænum orkuverkefnum þegar fólk sér ekki ávinning birtast innan samfélagsins. Margir spyrja sig í Danmörku nú: Af hverju að framleiða alla þessa grænu orku ef allur ávinningurinn fer til billjónera í Kaliforníu? Sætta Íslendingar sig við að nota okkar dýrmætu orku í frumvinnslu þegar allur ábati af orkunni lendir hjá örfáum aðilum í 7000 km fjarlægð? Veljum frekar að setja grænu orkuna í orkuskiptaverkefni sem gefa íslensku samfélagi margþættan ávinning, byggja upp mannmarga atvinnustaði sem ætla sér að halda úti starfsemi í áratugi, ætla sér raunverulega að gefa af sér til samfélagsins, skila skattspori upp á 11-14 milljarða og spara ríkissjóði 14-18 milljarða í kaup á losunarheimildum. Yfir þriggja ára tímabil væri ávinningur fyrir þjóðarbú af gagnaverum sem nota 300 MW af orku undir 1 milljarði króna. Ávinningur af orkuskiptaverkefni sem notar sömu orku í þrjú ár yrði yfir 50 milljarðar króna í heild. Til að hægt sé að koma þessum ávinningi í vinnu þurfa stjórnvöld að marka orkunýtingarstefnu sem felur í sér orðalagið: Forgangur raforku fer í orkuskiptaverkefni og þau verkefni sem hafa mestan heildarábata í för með sér fyrir þjóðfélagið. Lærum af Dönum, íhugum skynsama nálgun í þessum efnum. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Óskarsson Gagnaver Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að skoða hver sé reynsla Dana af uppbyggingu gagnavera til að forðast að sömu mistök séu gerð í uppbyggingu gagnavera hér á landi. Það er upplýsandi að hlusta á Bo Nørregaard Jørgensen tala um þessi mál en hann er prófessor hjá Syddansk Universitet og yfirmaður SDU Center for Energy Informatics, sem er rannsóknarsetur við Mærsk Mc-Kinney Møller Institute. Bo Nørregaard var hér á landi nýlega og tók þátt í umræðum um þessi mál. Þegar uppbygging gagnavera hófst í Danmörku var þrennt jákvætt sem gagnaver áttu að færa dönsku samfélagi: (a) hærra verð væri greitt fyrir orkuna, (b) fjöldi nýrra hátt launaðra tæknistarfa myndu skapast og (c) einnig ætluðu gagnaver að hita vatn upp í 65°C sem væri hægt að nýta til húshitunar. Eftir margra ára uppbyggingu yfir 20 gagnavera segir Bo Nørregaard að reynsla Dana sé sú að starfsemi gagnavera færi Danmörku engan ávinning. Sá ábati sem danskt samfélag átti að njóta hafi reynst innantómt loforð, án efnda. „Mörg störf munu skapast“ Bo Nørregaard nefnir sem dæmi gagnaver Meta (Facebook) í Óðinsvéum og það sem Apple starfrækir í Foulum. Lofað hafi verið um 1500 hátt launuðum tæknistörfum en reynslan hafi sýnt að þessi tæknifyrirtæki geti stýrt öllu miðlægt frá höfuðstöðvum í Kaliforníu, með nemum og myndavélum og því sé mannaflsþörf lítil. 20-40 störf séu algeng tala pr. meðalstórt gagnaver sem er langt í þau 1500 störf sem lofað var. Að auki eru störfin aðallega fyrirbyggjandi viðhald og öryggisvarsla því hálaunuðu tæknistörfin eru í miðlægu stýringunni, í fjarlægu landi. „Munu greiða háa skatta“ Reynslan hefur sýnt það bæði í Danmörku og Írlandi er kjarninn í viðskiptamódeli gagnavera er að greiða eins lága skatta til þjóðfélagsins eins og hægt er, helst enga. Gagnaver eru nefnilega í kjörstöðu til að stilla af frá móðurfélagi hverjar tekjurnar eru og geta því þannig gætt þess að skattgreiðslur séu sem næst núlli. Í Danmörku er einnig sérstakur orkuskattur sem notaður er til að fjármagna frekari grænorku innviði. Þennan skatt greiða flestir nema aðilar í sértækri framleiðslu skv. dönskum lögum. Gagnaverin hafi þó, þegar á reyndi, gert það að skilyrði að þurfa ekki að greiða þennan sértæka orkuskatt og að stjórnmálafólk hafi gefið það eftir. Skattgreiðslur frá meðalstóru gagnaveri í Danmörku séu því svipaðar og frá meðalstórum barnaskóla, koma frá launagreiðslum starfsmanna. „Greiða hæsta verð fyrir raforku“ Reynsla Dana hefur verið sú að gagnaver lofa háu verði í byrjun, til að komast í samningsstöðu og gera svo samninga til skamms tíma. Eftir að starfsemi hefur hafist séu gagnaver hins vegar í kjörstöðu til að sýna meiri hörku í samningum um verð. Að ákveðnum tíma liðnum sé vaxandi krafa um að greiða einfaldlega sama verð og aðrir, kannski með næfurþunnu álagi, til að geta sagst vera hæstu greiðendur orkuverðs. Nú sé staðan þannig í Danmörku að gagnaver greiði ekki nema um 10-20% hærra verð en aðrir stórnotendur og fer þessi munur minnkandi. Meta fékk einnig að kaupa verðmætt land á 133 DKK/m2 af sveitarfélaginu í Óðinsvéum á svæði þar sem fermetraverð lands er yfirleitt um 300 DKK/m2. Um helmingsafsláttur var gefinn í trausti þess að gagnaverið myndi skila miklu til samfélagsins með öðrum hætti og að vatn til heimila yrði hitað. „Munu útvega sveitarfélögum heitt vatn“ Upphaflega hugmyndin var að hiti gagnavera yrði notaður til að hita upp volgt vatn sem sveitarfélög gætu nýtt til húshitunar. Í upphafi tóku gagnaver jákvætt í að greiða fyrir innviði til að þetta yrði að raunveruleika. Reynslan Dana varð hinsvegar önnur: Af 20 gagnaverum í Danmörku hafa öll nema eitt annaðhvort sagst vera hætt við þessi áform eða frestað þeim ítrekað. Í einu tilviki er þessi hitun vatns komin á, í Óðinsvéum, þar sem volgt vatn frá gagnaveri Meta er nýtt. Loforð voru þó ekki efnd eins og til stóð því Meta neitaði á endanum að taka þátt í að fjármagna innviði og lenti allur kostnaður á vatnsorkufyrirtækinu Fjernvarme Fyn sem er í eigu nágrannasveitarfélaga. Meta neitaði einnig að taka þátt í kostnaði við að hita upp vatnið og því skilar Meta aðeins 25-30°C volgu vatni sem Fjernvarme Fyn þarf að sjá um að hita upp í 65°-70°C á eigin kostnað. „Efla dreifikerfi raforku“ Gagnaver þurfa margfallt meira öryggi á afhendingu raforku heldur en t.d. ál- og kísilver (oft 500-1000 sinnum meira) og því munu gagnaver á endanum kalla á að hér þurfi að byggja upp mun dýrara dreifikerfi, allt á kostnað ríkissjóðs. Sveiflur í viðskiptum við gagnaver geta líka verið miklar, t.d. minnkuðu kaup gagnavera á raforku á Íslandi um nærri helming á einu ári, 2023. Að selja allt að 30% af orku landsmanna, eins og áætlanir eru um, til gagnavera sem geta sveiflast niður í orkunotkun um 50% mun á endanum kalla fram neikvæðar hagsveiflur á Íslandi. Nóg er að horfa til áfallanna sem breytingar (vonandi tímabundnar) í framleiðslu hjá PCC og Norðuráli hafa á þjóðarbúið. Meginskilaboð Það eru því skýr skilaboð sem Bo Nørregaard Jørgensen vill flyta Íslendingum: Takið loforðum gagnavera með varúð og takið ákvarðanir hvert takmörkuð orka Íslands á að fara út frá því hvaða starfsemi skilar þjóðarbúinu mestum ávinningi í heild. Hafið einnig í huga að upplifun almennings á gagnaverum getur leitt til þess að fólk verði afhuga grænum orkuverkefnum þegar fólk sér ekki ávinning birtast innan samfélagsins. Margir spyrja sig í Danmörku nú: Af hverju að framleiða alla þessa grænu orku ef allur ávinningurinn fer til billjónera í Kaliforníu? Sætta Íslendingar sig við að nota okkar dýrmætu orku í frumvinnslu þegar allur ábati af orkunni lendir hjá örfáum aðilum í 7000 km fjarlægð? Veljum frekar að setja grænu orkuna í orkuskiptaverkefni sem gefa íslensku samfélagi margþættan ávinning, byggja upp mannmarga atvinnustaði sem ætla sér að halda úti starfsemi í áratugi, ætla sér raunverulega að gefa af sér til samfélagsins, skila skattspori upp á 11-14 milljarða og spara ríkissjóði 14-18 milljarða í kaup á losunarheimildum. Yfir þriggja ára tímabil væri ávinningur fyrir þjóðarbú af gagnaverum sem nota 300 MW af orku undir 1 milljarði króna. Ávinningur af orkuskiptaverkefni sem notar sömu orku í þrjú ár yrði yfir 50 milljarðar króna í heild. Til að hægt sé að koma þessum ávinningi í vinnu þurfa stjórnvöld að marka orkunýtingarstefnu sem felur í sér orðalagið: Forgangur raforku fer í orkuskiptaverkefni og þau verkefni sem hafa mestan heildarábata í för með sér fyrir þjóðfélagið. Lærum af Dönum, íhugum skynsama nálgun í þessum efnum. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Carbon Iceland.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun