„Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Kári Mímisson skrifar 30. nóvember 2025 17:16 Germany v Iceland - 27th IHF Women's Handball World Championship STUTTGART, GERMANY - NOVEMBER 26: Coach Arnar Pétursson of Iceland reacts during the 27th IHF Women's Handball World Championship match between Germany and Iceland at Porsche-Arena on November 26, 2025 in Stuttgart, Germany. (Photo by Tom Weller/Getty Images) Tom Weller/Getty Images Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, segist vera sáttur með frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ. „Ég er sáttur með það hvernig við komum inn í þennan leik og hvernig við spiluðum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við kláruðum þetta nokkurn veginn þar og vorum á plani og pari.“ Spurður að því hvort að honum hafi þótt liðinu ná að takast að halda ákefðinni gangandi allan leikinn segir Arnar að það hafi vissulega verið kaflar þar sem leikur liðsins datt niður. Hann segist þó ekki ætla að dvelja við það. Hann sé ánægður með að liðið hafi náð markmiði sínu um að komast í milliriðil. „Kannski ekki alveg en eins og ég segi þá hrósa ég þeim fyrir hvernig þær mættu í leikinn og hvernig heilt yfir við spiluðum þetta. Það eru kaflar í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað gert betur en ég ætla ekki að horfa of mikið í þá. Ég er mjög ánægður að við höfum náð okkar markmiðum og gerðum það nokkuð sannfærandi. Við áttum tvo hörku leiki við tvær mjög góðar þjóðir í riðlinum sem eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu.“ Það er ærið verkefni sem býður liðsins í milliriðli en þar verða andstæðingar liðsins, Spánn, Færeyjar og Svartfellingar. Hvernig leggst það í þjálfarann? „Við vitum það að þetta eru allt sama þrælgóðar þjóðir og öflugar. Við þurfum að halda helst í það að horfa áfram á að læra, þroskast og stíga skref fram á við. Það sem við vildum var að komast áfram í milliriðla í fyrsta skipti og fá þessa leiki sem að við vorum að sækjast eftir til þess að halda áfram að læra og þróast... ...Við eigum eftir að skoða þessi lið en strákarnir heima, Grétar, Halli og Anton eru búnir að klippa þetta fyrir okkur. Nú förum við á fullu að skoða þessa andstæðinga sem við vitum að eru mjög góðir en okkur hlakkar til að takast á við þá. Við ferðumst á morgun og svo er strax leikur á þriðjudaginn. Stelpurnar fá smá tíma núna til að vera með fólkinu sínu. Svo er bara kvöldmatur klukkan hálf níu og við byrjum undirbúning fyrir þessa þrjá leiki.“ Klippa: Arnar ánægður með stórsigur gegn Úrúgvæ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
„Ég er sáttur með það hvernig við komum inn í þennan leik og hvernig við spiluðum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við kláruðum þetta nokkurn veginn þar og vorum á plani og pari.“ Spurður að því hvort að honum hafi þótt liðinu ná að takast að halda ákefðinni gangandi allan leikinn segir Arnar að það hafi vissulega verið kaflar þar sem leikur liðsins datt niður. Hann segist þó ekki ætla að dvelja við það. Hann sé ánægður með að liðið hafi náð markmiði sínu um að komast í milliriðil. „Kannski ekki alveg en eins og ég segi þá hrósa ég þeim fyrir hvernig þær mættu í leikinn og hvernig heilt yfir við spiluðum þetta. Það eru kaflar í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað gert betur en ég ætla ekki að horfa of mikið í þá. Ég er mjög ánægður að við höfum náð okkar markmiðum og gerðum það nokkuð sannfærandi. Við áttum tvo hörku leiki við tvær mjög góðar þjóðir í riðlinum sem eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu.“ Það er ærið verkefni sem býður liðsins í milliriðli en þar verða andstæðingar liðsins, Spánn, Færeyjar og Svartfellingar. Hvernig leggst það í þjálfarann? „Við vitum það að þetta eru allt sama þrælgóðar þjóðir og öflugar. Við þurfum að halda helst í það að horfa áfram á að læra, þroskast og stíga skref fram á við. Það sem við vildum var að komast áfram í milliriðla í fyrsta skipti og fá þessa leiki sem að við vorum að sækjast eftir til þess að halda áfram að læra og þróast... ...Við eigum eftir að skoða þessi lið en strákarnir heima, Grétar, Halli og Anton eru búnir að klippa þetta fyrir okkur. Nú förum við á fullu að skoða þessa andstæðinga sem við vitum að eru mjög góðir en okkur hlakkar til að takast á við þá. Við ferðumst á morgun og svo er strax leikur á þriðjudaginn. Stelpurnar fá smá tíma núna til að vera með fólkinu sínu. Svo er bara kvöldmatur klukkan hálf níu og við byrjum undirbúning fyrir þessa þrjá leiki.“ Klippa: Arnar ánægður með stórsigur gegn Úrúgvæ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira