„Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. nóvember 2025 12:32 Sandra Erlingsdóttir er fyrirliði Íslands á HM. Tom Weller/Getty Images Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur tekið vel utan um hópinn, og Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur alveg sérstaklega, eftir sársvekkjandi tap gegn Serbíu í gær. „Auðvitað var maður ótrúlega svekktur, en á sama tíma ótrúlega stoltur af liðinu, þannig að þetta voru mjög blendnar tilfinningar“ sagði Sandra þegar hún var spurð út í leikinn gegn Serbíu í gær. Sem fyrirliði er hún í ábyrgðarmiklu hlutverki á svona stundum og Sandra ætlar að nýta daginn í dag til að þjappa hópnum saman. „Fyrst hélt ég að allir væru ótrúlega stoltir, sem ég held að allir séu, en svo þegar maður fór upp í stúku sá maður margar detta í faðmlög við mömmu sína og pabba og fara að gráta. Þá hugsaði maður líka að dagurinn í dag væri ótrúlega mikilvægur, til að þjappa okkur saman aftur.“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var gráti næst í gærkvöldi eftir að hafa klikkað á tveimur færum sem hefðu getað jafnað leikinn, en Sandra segir enga betri í þessum færum en Þóreyju. „Við erum alveg búin að spjalla saman og það sem ég sagði við hana er bara að hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi, ef við hefðum fengið að velja einhvern leikmann, þannig að ég vona að hún sé búin að átta sig á því og við erum allar búnar að peppa hana mjög mikið.“ Úrúgvæ er næsti andstæðingur en þær suðamerísku hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum stórt og ættu ekki að reynast þessu eldspræka íslenska liði mikil fyrirstaða. „Jú, þær kunna alveg handbolta sko, en ef við bara spilum eins og við erum búnar spila þá eigum við að geta unnið þær. En við þurfum þá að sýna okkar besta og gera þetta vel“ sagði fyrirliðinn Sandra sem nýtur góðs stuðnings fjölskyldu sinnar um helgina, eins og hún sagði í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sandra huggar hópinn og hristir saman HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
„Auðvitað var maður ótrúlega svekktur, en á sama tíma ótrúlega stoltur af liðinu, þannig að þetta voru mjög blendnar tilfinningar“ sagði Sandra þegar hún var spurð út í leikinn gegn Serbíu í gær. Sem fyrirliði er hún í ábyrgðarmiklu hlutverki á svona stundum og Sandra ætlar að nýta daginn í dag til að þjappa hópnum saman. „Fyrst hélt ég að allir væru ótrúlega stoltir, sem ég held að allir séu, en svo þegar maður fór upp í stúku sá maður margar detta í faðmlög við mömmu sína og pabba og fara að gráta. Þá hugsaði maður líka að dagurinn í dag væri ótrúlega mikilvægur, til að þjappa okkur saman aftur.“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var gráti næst í gærkvöldi eftir að hafa klikkað á tveimur færum sem hefðu getað jafnað leikinn, en Sandra segir enga betri í þessum færum en Þóreyju. „Við erum alveg búin að spjalla saman og það sem ég sagði við hana er bara að hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi, ef við hefðum fengið að velja einhvern leikmann, þannig að ég vona að hún sé búin að átta sig á því og við erum allar búnar að peppa hana mjög mikið.“ Úrúgvæ er næsti andstæðingur en þær suðamerísku hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum stórt og ættu ekki að reynast þessu eldspræka íslenska liði mikil fyrirstaða. „Jú, þær kunna alveg handbolta sko, en ef við bara spilum eins og við erum búnar spila þá eigum við að geta unnið þær. En við þurfum þá að sýna okkar besta og gera þetta vel“ sagði fyrirliðinn Sandra sem nýtur góðs stuðnings fjölskyldu sinnar um helgina, eins og hún sagði í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sandra huggar hópinn og hristir saman
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira