Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar 29. nóvember 2025 12:01 Ég hef áður leyft ykkur lesendum að stíga inn í sögur úr mínu lífi, sögur sem hafa kennt mér æðruleysi, hugrekki og þolinmæði. Nú langar mig að bjóða upp á aðra sýn eða þá sem fæstir telja sig þurfa að skilja. Hvernig það er að vera sakborningur og hvernig það er að standa í landinu á milli sakleysis og sektar á meðan réttlætið hangir óséð í loftinu? Það er skrýtið hvernig eitt orð getur breytt öllu. Það þarf ekki að vera dómur, ekki opinber yfirlýsing, ekki ályktun um sekt eða sakleysi. Stundum er nóg að verða kallaður sakborningur. Það er ekki dómsorð, heldur réttarstaða, hugtak sem á að vera hlutlaust, en í samfélaginu lifir það sínu eigið lífi. Það er eins og orðið sjálft dragi upp skugga, jafnvel áður en nokkuð hefur verið rannsakað eða niðurstaða liggi fyrir. Sakborningur á að vera manneskja í ferli, en hjá mörgum verður sakborningur manneskjan sjálf. Flestir Íslendingar hugsa sjaldan út í þetta hugtak. Þetta er eitthvað sem heyrist oftast í fréttum eða í dómasamantektum. En þegar maður lendir sjálfur í þessari stöðu finnur maður hversu þungt þetta getur verið þrátt fyrir að enginn hafi sagt mann sekan. Þetta er staða sem á að byggja á sakleysisreglunni, því að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð. En óskrifuð regla samfélagsins er stundum önnur og hún er sú að sakborningur er oft sá sem almenningur telur vera seka aðilann í rannsókninni, og í huga margra er það nóg. Það er eins og manneskjan sjálf fjari út og eftir standi aðeins lagaleg skilgreining. Samt er þetta bara staða, svona eins og að bíða eftir niðurstöðu úr prófi. Enginn veit svarið, ekkert er ákveðið og engin niðurstaða liggur fyrir. En á meðan stendur maður milli tveggja heima, hvorki saklaus í almennri skynjun né sekur fyrir réttarkerfið. Þessi milliheimur getur verið ótrúlega óþægilegur. Hann kennir manni margt, sérstaklega það að þögn getur haft meiri þyngd en flest orð. Ég man augnablikið þegar ég fékk símtalið sem breytti stöðu minni úr borgara í sakborning. Það var eins og lífið væri enn í gangi, en ég sjálfur var settur á pásu. Sama dag var ég með börnunum mínum, sinnti vinnunni minni og hló að einhverju sem einhver sagði. En innan í mér var sett fram ný staða, þú ert nú sakborningur. Þú ert hluti af ferli sem þú hafðir ekki hugsað mikið um áður en það bankaði upp á hjá þér. Það tekur ekki frá manni heiðarleikann eða karakterinn, ekkert frekar en það breytir ekki hvernig maður elskar eða vinnur. En það breytir því hvernig sumir horfa á mann. Það er ekki alltaf illvilji sem knýr fram þessa breytingu. Stundum er það bara ótti, forvitni eða jafnvel skortur á skilningi. Fólk á erfitt með að aðgreina lagalega stöðu frá persónunni sjálfri. Það er eins og hugtakið sakborningur setji mann inn á svið sem maður bað ekki um að vera settur á. Svið þar sem horft er á mann í gegnum gleraugu tortryggni án þess að maður hafi fengið tækifæri til að útskýra nokkuð. Það er ótrúlega mannlegt en samt svo ótrúlega ósanngjarnt. Á árunum mínum í lögreglunni sátu hundruð sakborninga fyrir framan mig. Ég vissi hvað hugtakið þýddi, vissi hver lagaramminn var og ferlið, en ég hugsaði lítið sem ekkert um manneskjuna sem sat þarna. Það var miður, og það geri ég mér ljóst í dag. Að vera sakborningur er líka staða sem skapar djúpa einsemd. Það er ekki samúðareinsemd, heldur sú sem kemur þegar fólk veit ekki hvernig það á að nálgast mann. Sumir forðast mann af kurteisi, aðrir af ótta. Svo eru þeir sem taka sér það vald að mynda sér skoðun áður en þeir þekkja staðreyndir. Þannig getur sakborningur orðið manneskja sem þarf að koma sér gegnum daginn með tvískipta vitund, maður starfar, lifir og býr til minningar á meðan ferlið hangir yfir öllu eins og þunnur skýjabakki sem enginn sér nema maður sjálfur. Ferlið sjálft getur verið langt og flókið. Það er skrýtið að nota lögfræðilegt tungumál um eigið líf. Skjöl, skýrslur, kerfi, upplýsingar, mat… Allt verður að hlutum sem eru ekki lengur hluti af manni sjálfum, heldur hluti af þessari stöðu. Og þó að maður sé að reyna að halda ró sinni þá fylgir taugaóstyrkurinn manni hvert skref. Ekki vegna þess að maður viti að maður hafi gert eitthvað rangt, heldur vegna þess að maður veit ekki hvernig ferlið mun líta út að lokum. Óvissan er það sem nagar mest. Hún getur étið upp sjálfstraust, frið og stundum mannlega hlýju sem maður hafði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Það er mikilvægt að segja þetta, því það er hægt að lifa það af að vera sakborningur. Það er hægt að halda áfram að vinna, elska, hlæja og horfa á lífið halda áfram. En í bakgrunni er alltaf þessi ósagða spurning, hversu mikið veistu í raun um sjálfan þig fyrr en þú ert settur í stöðu sem þú valdir ekki? Stundum er það í þessari stöðu sem maður uppgötvar hvað maður stenst og hvað maður þolir. Ég uppgötvaði hlut sem kom mér á óvart, að jafnvel þó að ferlið væri erfitt, þá var það ekki réttarkerfið sem reyndist mér verst. Það var viðhorfið sem sumir tóku upp gagnvart mér áður en þeir þekktu staðreyndir. Að vera sakborningur er ekki dómur. Það er ekki lýsing á persónu. Það er ekki spá, mat eða próf. Það er lagaleg staða sem hefur að geyma sakleysi. En í samfélagi sem stundum ruglar saman orðum og merkingu, getur hún orðið að einhverju öðru. Þess vegna þurfum við að tala um þessa stöðu, ekki til að vorkenna okkur eða öðrum, heldur til að draga upp mynd af því hvernig við viljum bregðast við þegar einhver í kringum okkur lendir í slíku ferli. Enginn stendur eftir ósnortinn eftir að hafa verið með stöðu sakbornings. Maður lærir að treysta innra jafnvægi sínu, ekki álitum annarra. Maður lærir að bíða. Maður lærir að þegja, jafnvel þegar maður vill hrópa. Og maður lærir að meta hvað það þýðir að hafa gildi, vera trúr sjálfum sér og að standa þó stormurinn leiki um mann. Að lokum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að orðið sakborningur segir í raun mest um kerfið, en lítið um manneskjuna. Hún stendur áfram eftir, þó að allt annað hafi riðlast. Ef það er eitthvað sem ég vil að fólk taki með sér úr þessari hugleiðingu, þá er það þetta. Sakborningur er staða, ekki maður. Og staðan þarf ekki að skilgreina lífið, ekki nema við leyfum henni það. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég hef áður leyft ykkur lesendum að stíga inn í sögur úr mínu lífi, sögur sem hafa kennt mér æðruleysi, hugrekki og þolinmæði. Nú langar mig að bjóða upp á aðra sýn eða þá sem fæstir telja sig þurfa að skilja. Hvernig það er að vera sakborningur og hvernig það er að standa í landinu á milli sakleysis og sektar á meðan réttlætið hangir óséð í loftinu? Það er skrýtið hvernig eitt orð getur breytt öllu. Það þarf ekki að vera dómur, ekki opinber yfirlýsing, ekki ályktun um sekt eða sakleysi. Stundum er nóg að verða kallaður sakborningur. Það er ekki dómsorð, heldur réttarstaða, hugtak sem á að vera hlutlaust, en í samfélaginu lifir það sínu eigið lífi. Það er eins og orðið sjálft dragi upp skugga, jafnvel áður en nokkuð hefur verið rannsakað eða niðurstaða liggi fyrir. Sakborningur á að vera manneskja í ferli, en hjá mörgum verður sakborningur manneskjan sjálf. Flestir Íslendingar hugsa sjaldan út í þetta hugtak. Þetta er eitthvað sem heyrist oftast í fréttum eða í dómasamantektum. En þegar maður lendir sjálfur í þessari stöðu finnur maður hversu þungt þetta getur verið þrátt fyrir að enginn hafi sagt mann sekan. Þetta er staða sem á að byggja á sakleysisreglunni, því að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð. En óskrifuð regla samfélagsins er stundum önnur og hún er sú að sakborningur er oft sá sem almenningur telur vera seka aðilann í rannsókninni, og í huga margra er það nóg. Það er eins og manneskjan sjálf fjari út og eftir standi aðeins lagaleg skilgreining. Samt er þetta bara staða, svona eins og að bíða eftir niðurstöðu úr prófi. Enginn veit svarið, ekkert er ákveðið og engin niðurstaða liggur fyrir. En á meðan stendur maður milli tveggja heima, hvorki saklaus í almennri skynjun né sekur fyrir réttarkerfið. Þessi milliheimur getur verið ótrúlega óþægilegur. Hann kennir manni margt, sérstaklega það að þögn getur haft meiri þyngd en flest orð. Ég man augnablikið þegar ég fékk símtalið sem breytti stöðu minni úr borgara í sakborning. Það var eins og lífið væri enn í gangi, en ég sjálfur var settur á pásu. Sama dag var ég með börnunum mínum, sinnti vinnunni minni og hló að einhverju sem einhver sagði. En innan í mér var sett fram ný staða, þú ert nú sakborningur. Þú ert hluti af ferli sem þú hafðir ekki hugsað mikið um áður en það bankaði upp á hjá þér. Það tekur ekki frá manni heiðarleikann eða karakterinn, ekkert frekar en það breytir ekki hvernig maður elskar eða vinnur. En það breytir því hvernig sumir horfa á mann. Það er ekki alltaf illvilji sem knýr fram þessa breytingu. Stundum er það bara ótti, forvitni eða jafnvel skortur á skilningi. Fólk á erfitt með að aðgreina lagalega stöðu frá persónunni sjálfri. Það er eins og hugtakið sakborningur setji mann inn á svið sem maður bað ekki um að vera settur á. Svið þar sem horft er á mann í gegnum gleraugu tortryggni án þess að maður hafi fengið tækifæri til að útskýra nokkuð. Það er ótrúlega mannlegt en samt svo ótrúlega ósanngjarnt. Á árunum mínum í lögreglunni sátu hundruð sakborninga fyrir framan mig. Ég vissi hvað hugtakið þýddi, vissi hver lagaramminn var og ferlið, en ég hugsaði lítið sem ekkert um manneskjuna sem sat þarna. Það var miður, og það geri ég mér ljóst í dag. Að vera sakborningur er líka staða sem skapar djúpa einsemd. Það er ekki samúðareinsemd, heldur sú sem kemur þegar fólk veit ekki hvernig það á að nálgast mann. Sumir forðast mann af kurteisi, aðrir af ótta. Svo eru þeir sem taka sér það vald að mynda sér skoðun áður en þeir þekkja staðreyndir. Þannig getur sakborningur orðið manneskja sem þarf að koma sér gegnum daginn með tvískipta vitund, maður starfar, lifir og býr til minningar á meðan ferlið hangir yfir öllu eins og þunnur skýjabakki sem enginn sér nema maður sjálfur. Ferlið sjálft getur verið langt og flókið. Það er skrýtið að nota lögfræðilegt tungumál um eigið líf. Skjöl, skýrslur, kerfi, upplýsingar, mat… Allt verður að hlutum sem eru ekki lengur hluti af manni sjálfum, heldur hluti af þessari stöðu. Og þó að maður sé að reyna að halda ró sinni þá fylgir taugaóstyrkurinn manni hvert skref. Ekki vegna þess að maður viti að maður hafi gert eitthvað rangt, heldur vegna þess að maður veit ekki hvernig ferlið mun líta út að lokum. Óvissan er það sem nagar mest. Hún getur étið upp sjálfstraust, frið og stundum mannlega hlýju sem maður hafði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Það er mikilvægt að segja þetta, því það er hægt að lifa það af að vera sakborningur. Það er hægt að halda áfram að vinna, elska, hlæja og horfa á lífið halda áfram. En í bakgrunni er alltaf þessi ósagða spurning, hversu mikið veistu í raun um sjálfan þig fyrr en þú ert settur í stöðu sem þú valdir ekki? Stundum er það í þessari stöðu sem maður uppgötvar hvað maður stenst og hvað maður þolir. Ég uppgötvaði hlut sem kom mér á óvart, að jafnvel þó að ferlið væri erfitt, þá var það ekki réttarkerfið sem reyndist mér verst. Það var viðhorfið sem sumir tóku upp gagnvart mér áður en þeir þekktu staðreyndir. Að vera sakborningur er ekki dómur. Það er ekki lýsing á persónu. Það er ekki spá, mat eða próf. Það er lagaleg staða sem hefur að geyma sakleysi. En í samfélagi sem stundum ruglar saman orðum og merkingu, getur hún orðið að einhverju öðru. Þess vegna þurfum við að tala um þessa stöðu, ekki til að vorkenna okkur eða öðrum, heldur til að draga upp mynd af því hvernig við viljum bregðast við þegar einhver í kringum okkur lendir í slíku ferli. Enginn stendur eftir ósnortinn eftir að hafa verið með stöðu sakbornings. Maður lærir að treysta innra jafnvægi sínu, ekki álitum annarra. Maður lærir að bíða. Maður lærir að þegja, jafnvel þegar maður vill hrópa. Og maður lærir að meta hvað það þýðir að hafa gildi, vera trúr sjálfum sér og að standa þó stormurinn leiki um mann. Að lokum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að orðið sakborningur segir í raun mest um kerfið, en lítið um manneskjuna. Hún stendur áfram eftir, þó að allt annað hafi riðlast. Ef það er eitthvað sem ég vil að fólk taki með sér úr þessari hugleiðingu, þá er það þetta. Sakborningur er staða, ekki maður. Og staðan þarf ekki að skilgreina lífið, ekki nema við leyfum henni það. Höfundur er mannvinur og kennari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun