Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar 29. nóvember 2025 09:30 Á þingi er kynjajafnréttisáætlun til afgreiðslu. Það er sláandi að af 40 aðgerðum eru einungis 2 sem snúna beint að körlum, eða 5%. Í umsögnum um frumvarpið koma karlar fyrir sem samanburðarhópur eða sýndir sem ofbeldismenn. Karlar sem standa höllum fæti í Íslensku samfélagi hafa verið afskiptir og staða þeirra í mætir afgangi. Tölfræðin segir okkur t.d. að karlar: Lendi ekkert síður í ofbeldi Eru 75% þeirra sem taka sitt eigið líf og eru 88% af þeim deyja í umferðinni Standi efnahagslega verr eftir skilnaði og umgengi við börn sín stundum skert Eru mun oftar heimilislausir og eru meginþorri fanga Eru verr læsir og eru 23% fleiri en stúlkur, sem ekki eru í skóla og án vinnu Lifa 3-4 árum skemur en konur Það skýtur því skökku við að ekki séu t.d. til sambærileg úrræði fyrir heimillausa karla og konur s.s. Konukot og Kvennaathvarf eins og margir t.a.m. lögreglan hefur ítrekað bent á. Rannsóknir hérlendis benda til að drengir verði fyrir meira líkamlegu- og andlegu ofbeldi en stúlkur verði fyrir meira kynferðislegu ofbeldi og vanrækslu, fyrir 18 ára aldur. Þetta er þó alls ekki bara bundið við Ísland, þetta er alheimsvírus: Fyrir stuttu var 303 þremur nemendum, stúlkum og drengjum, rænt í Nígeríu. Hátt settur embættismaður Sameinuðuþjóðanna (SÞ), Amina Mohammed, fordæmdi eðlilega verknaðinn en beindi bara sjónum sínum að stúlkunum. Árið 2014 réðist Boko Haram inn í drengjaskóla og myrti 59 drengi. Sá atburður fékk litla sem enga umfjöllun. Mánuði síðar gerðis sá hörmulegi atburður að rúmlega 250 stúlkum var rænt af sama hópi manna. Sá atburður var í heimsfréttum og fréttum hérlendis mánuðum saman og Michelle Obama lét sig málið varða, sem var gott. SÞ halda ágætis dag gegn ofbeldi kvenna, engin slíkur er fyrir karla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birtir skýrslu um ofbeldi gegn konum, ekki körlum. Konur eru stór meirihluti í valdastöðum hérlendis hvað kynjajafnrétti varðar. Eftir að hafa fjallað um kynjajafnréttisáætlun ríkisins í allsherjar- og menntamálanefnd er mín tilfinning, eftir samtöl við fjölda kvenna en fáa karla sem komu fyrir nefndina, þessi: Því miður skipti kyn máli hvað aðgerðir, fjármagn og áætlanagerð varðar. Jafnréttislög og erindisbréf mega sín lítils. Öll elskum við einhvern karlkyns og við getum ekki boðið drengjum og körlum upp á þessa stöðu. Hver veit hvenær þeir þurfa að styrkjandi hönd að halda einhvern tímann í lífinu? Sem betur fer er staðan skárri hjá konum hvað úrræðin varðar en líf karla eiga ekki að hafa lægri verðmiða en líf kvenna. Drögum fólk ekki í dilka eftir t.d. kyni, aldri eða efnahag. Við skiptum öll máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á þingi er kynjajafnréttisáætlun til afgreiðslu. Það er sláandi að af 40 aðgerðum eru einungis 2 sem snúna beint að körlum, eða 5%. Í umsögnum um frumvarpið koma karlar fyrir sem samanburðarhópur eða sýndir sem ofbeldismenn. Karlar sem standa höllum fæti í Íslensku samfélagi hafa verið afskiptir og staða þeirra í mætir afgangi. Tölfræðin segir okkur t.d. að karlar: Lendi ekkert síður í ofbeldi Eru 75% þeirra sem taka sitt eigið líf og eru 88% af þeim deyja í umferðinni Standi efnahagslega verr eftir skilnaði og umgengi við börn sín stundum skert Eru mun oftar heimilislausir og eru meginþorri fanga Eru verr læsir og eru 23% fleiri en stúlkur, sem ekki eru í skóla og án vinnu Lifa 3-4 árum skemur en konur Það skýtur því skökku við að ekki séu t.d. til sambærileg úrræði fyrir heimillausa karla og konur s.s. Konukot og Kvennaathvarf eins og margir t.a.m. lögreglan hefur ítrekað bent á. Rannsóknir hérlendis benda til að drengir verði fyrir meira líkamlegu- og andlegu ofbeldi en stúlkur verði fyrir meira kynferðislegu ofbeldi og vanrækslu, fyrir 18 ára aldur. Þetta er þó alls ekki bara bundið við Ísland, þetta er alheimsvírus: Fyrir stuttu var 303 þremur nemendum, stúlkum og drengjum, rænt í Nígeríu. Hátt settur embættismaður Sameinuðuþjóðanna (SÞ), Amina Mohammed, fordæmdi eðlilega verknaðinn en beindi bara sjónum sínum að stúlkunum. Árið 2014 réðist Boko Haram inn í drengjaskóla og myrti 59 drengi. Sá atburður fékk litla sem enga umfjöllun. Mánuði síðar gerðis sá hörmulegi atburður að rúmlega 250 stúlkum var rænt af sama hópi manna. Sá atburður var í heimsfréttum og fréttum hérlendis mánuðum saman og Michelle Obama lét sig málið varða, sem var gott. SÞ halda ágætis dag gegn ofbeldi kvenna, engin slíkur er fyrir karla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birtir skýrslu um ofbeldi gegn konum, ekki körlum. Konur eru stór meirihluti í valdastöðum hérlendis hvað kynjajafnrétti varðar. Eftir að hafa fjallað um kynjajafnréttisáætlun ríkisins í allsherjar- og menntamálanefnd er mín tilfinning, eftir samtöl við fjölda kvenna en fáa karla sem komu fyrir nefndina, þessi: Því miður skipti kyn máli hvað aðgerðir, fjármagn og áætlanagerð varðar. Jafnréttislög og erindisbréf mega sín lítils. Öll elskum við einhvern karlkyns og við getum ekki boðið drengjum og körlum upp á þessa stöðu. Hver veit hvenær þeir þurfa að styrkjandi hönd að halda einhvern tímann í lífinu? Sem betur fer er staðan skárri hjá konum hvað úrræðin varðar en líf karla eiga ekki að hafa lægri verðmiða en líf kvenna. Drögum fólk ekki í dilka eftir t.d. kyni, aldri eða efnahag. Við skiptum öll máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun