Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2025 21:20 Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fimm mörk gegn Serbum og spilaði vel í seinni hálfleik. getty/Marijan Murat Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Serbíu, 27-26, í öðrum leik sínum í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland er án stiga og þarf að fá stig gegn Úrúgvæ á sunnudaginn til að komast áfram í milliriðil. Ísland var sex mörkum undir í hálfleik, 19-13, og lenti mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik. En íslenska liðið kom eftirminnilega til baka með Hafdísi Renötudóttur í miklum ham í markinu. Ísland fékk þrjú tækifæri til að jafna metin og það síðasta í lokasókninni. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór þá inn úr hægra horninu en Jovana Risovic varði og tryggði Serbíu sigurinn. Íslenska liðið getur borið höfuðið hátt eftir frábæra endurkomu. Ísland vann síðustu átján mínútur leiksins, 9-3, og komst í stöðu til að sækja stig en Serbía slapp með skrekkinn. Sandra Erlingsdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir íslenska liðið og Þórey fjögur. Hafdís varði sextán skot (43 prósent), þar af þrettán í seinni hálfleik þar sem hún fór á kostum. Gaf á bátinn Góður bragur var á sóknarleik íslenska liðsins framan af leik og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin og svo var markvarslan sama og engin. Liðin héldust í hendur framan af leik og Þórey jafnaði í 9-9 eftir fjórtán mínútur. Serbar svöruðu með þremur mörkum í röð, náðu yfirhöndinni og eftir það var róðurinn þungur. Íslenska liðið tapaði boltanum ekki jafn oft og gegn Þýskalandi, en samt of oft, en skotnýtingin var góð (68 prósent). Það dugði þó skammt því serbneska liðið var með lygilega góða 86 prósenta skotnýtingu í fyrri hálfleik. Risovic varði lítið í serbneska markinu en Gordana Petkovic átti fína innkomu. Markverðir íslenska liðsins, Hafdís og Sara Sif Helgadóttir, vörðu aðeins samtals fimm skot í fyrri hálfleik en eftir þrjú þeirra var vítakast dæmt. Díana Dögg Magnúsdóttir minnkaði muninn í 13-11 á 19. mínútu en Serbía skoraði sex mörk gegn tveimur á síðustu ellefu mínútum fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 19-13. Framan af seinni hálfleik var íslensk endurkoma ekki í kortunum. Serbar voru áfram með góð tök á leiknum, Petkovic varði vel í markinu og þegar átján mínútur voru eftir af leiknum var munurinn sjö mörk, 24-17. En þá breyttist allt. Dró tennurnar úr Serbunum Hafdís hrökk heldur betur í gang, varði allt hvað af tók og íslenska vörnin efldist. Matthildur Lilja Jónsdóttir átti góða innkomu í varnarleikinn og Elín Klara dró vagninn í sóknarleiknum. Díana Dögg kom einnig sterk inn bæði í vörn og sókn. Íslendingar minnkuðu muninn og eftir því sem þeir færðust nær urðu Serbarnir stressaðri. Eftir mark Jovönu Skrobic á 47. mínútu, 25-19, skoraði Serbía ekki næstu níu mínúturnar. Ísland skoraði fimm mörk í röð og fékk tvö tækifæri til að jafna metin sem fóru forgörðum. Skrobic skoraði tvö mörk en þá hafði Matthildur fengið rauða spjaldið sem hafði sitt að segja. Serbar gátu komist þremur mörkum yfir en Hafdís varði, Katrín Tinna Jensdóttir skoraði með skoti yfir allan völlinn og minnkaði muninn í eitt mark, 27-26. Serbar töpuðu því næst boltanum og Íslendingar fengu boltann þegar hálf mínúta var eftir. Íslendingar stilltu upp í góða sókn og opnuðu hægra hornið fyrir Þóreyju. Hún er frábær í að klára færin sín en Risovic sá við henni og Serbar fögnuðu tveimur stigum. Sýndu karakter Svekkelsið er mikið en eftir stendur stórgóð frammistaða íslenska liðsins seinni hluta seinni hálfleiks. Margt hefði mátt betur fara seinni hluta fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni en Íslendingar hengdu ekki haus og sýndu mikinn styrk með því að koma til baka og eiga tækifæri til að ná í allavega eitt stig. Fram undan er leikur gegn Úrúgvæ sem er langslakasta liðið í C-riðlinum. Það er leikur sem Ísland á að vinna alla daga mánaðarins og gerir það með nokkuð eðlilegri frammistöðu á sunnudaginn. Frammistaðan á löngum köflum í kvöld gefur allavega góð fyrirheit fyrir framhaldið. Íslenska liðið er búið að prófa Forsetabikarinn; nú er að reyna sig í milliriðli. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Serbíu, 27-26, í öðrum leik sínum í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland er án stiga og þarf að fá stig gegn Úrúgvæ á sunnudaginn til að komast áfram í milliriðil. Ísland var sex mörkum undir í hálfleik, 19-13, og lenti mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik. En íslenska liðið kom eftirminnilega til baka með Hafdísi Renötudóttur í miklum ham í markinu. Ísland fékk þrjú tækifæri til að jafna metin og það síðasta í lokasókninni. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór þá inn úr hægra horninu en Jovana Risovic varði og tryggði Serbíu sigurinn. Íslenska liðið getur borið höfuðið hátt eftir frábæra endurkomu. Ísland vann síðustu átján mínútur leiksins, 9-3, og komst í stöðu til að sækja stig en Serbía slapp með skrekkinn. Sandra Erlingsdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir íslenska liðið og Þórey fjögur. Hafdís varði sextán skot (43 prósent), þar af þrettán í seinni hálfleik þar sem hún fór á kostum. Gaf á bátinn Góður bragur var á sóknarleik íslenska liðsins framan af leik og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin og svo var markvarslan sama og engin. Liðin héldust í hendur framan af leik og Þórey jafnaði í 9-9 eftir fjórtán mínútur. Serbar svöruðu með þremur mörkum í röð, náðu yfirhöndinni og eftir það var róðurinn þungur. Íslenska liðið tapaði boltanum ekki jafn oft og gegn Þýskalandi, en samt of oft, en skotnýtingin var góð (68 prósent). Það dugði þó skammt því serbneska liðið var með lygilega góða 86 prósenta skotnýtingu í fyrri hálfleik. Risovic varði lítið í serbneska markinu en Gordana Petkovic átti fína innkomu. Markverðir íslenska liðsins, Hafdís og Sara Sif Helgadóttir, vörðu aðeins samtals fimm skot í fyrri hálfleik en eftir þrjú þeirra var vítakast dæmt. Díana Dögg Magnúsdóttir minnkaði muninn í 13-11 á 19. mínútu en Serbía skoraði sex mörk gegn tveimur á síðustu ellefu mínútum fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 19-13. Framan af seinni hálfleik var íslensk endurkoma ekki í kortunum. Serbar voru áfram með góð tök á leiknum, Petkovic varði vel í markinu og þegar átján mínútur voru eftir af leiknum var munurinn sjö mörk, 24-17. En þá breyttist allt. Dró tennurnar úr Serbunum Hafdís hrökk heldur betur í gang, varði allt hvað af tók og íslenska vörnin efldist. Matthildur Lilja Jónsdóttir átti góða innkomu í varnarleikinn og Elín Klara dró vagninn í sóknarleiknum. Díana Dögg kom einnig sterk inn bæði í vörn og sókn. Íslendingar minnkuðu muninn og eftir því sem þeir færðust nær urðu Serbarnir stressaðri. Eftir mark Jovönu Skrobic á 47. mínútu, 25-19, skoraði Serbía ekki næstu níu mínúturnar. Ísland skoraði fimm mörk í röð og fékk tvö tækifæri til að jafna metin sem fóru forgörðum. Skrobic skoraði tvö mörk en þá hafði Matthildur fengið rauða spjaldið sem hafði sitt að segja. Serbar gátu komist þremur mörkum yfir en Hafdís varði, Katrín Tinna Jensdóttir skoraði með skoti yfir allan völlinn og minnkaði muninn í eitt mark, 27-26. Serbar töpuðu því næst boltanum og Íslendingar fengu boltann þegar hálf mínúta var eftir. Íslendingar stilltu upp í góða sókn og opnuðu hægra hornið fyrir Þóreyju. Hún er frábær í að klára færin sín en Risovic sá við henni og Serbar fögnuðu tveimur stigum. Sýndu karakter Svekkelsið er mikið en eftir stendur stórgóð frammistaða íslenska liðsins seinni hluta seinni hálfleiks. Margt hefði mátt betur fara seinni hluta fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni en Íslendingar hengdu ekki haus og sýndu mikinn styrk með því að koma til baka og eiga tækifæri til að ná í allavega eitt stig. Fram undan er leikur gegn Úrúgvæ sem er langslakasta liðið í C-riðlinum. Það er leikur sem Ísland á að vinna alla daga mánaðarins og gerir það með nokkuð eðlilegri frammistöðu á sunnudaginn. Frammistaðan á löngum köflum í kvöld gefur allavega góð fyrirheit fyrir framhaldið. Íslenska liðið er búið að prófa Forsetabikarinn; nú er að reyna sig í milliriðli.