Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. nóvember 2025 14:01 Katrín Anna kastar boltanum á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn síðar í dag. Níu af átján leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta munu spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn þegar Ísland mætir Þýskalandi síðdegis. Ísland er að taka þátt á HM í þriðja sinn en engin er enn í hópnum sem fór til Brasilíu 2011 og mikil endurnýjun hefur átt sér stað síðan í Noregi 2023. Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Dana Björg Guðmundsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Lovísa Thompson, Matthildur Lilja Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir munu allar þreyta frumraun sína á heimsmeistaramóti í dag. Dana Björg, Elín Klara og Katrín Anna voru í hópnum sem fór á EM í fyrra en hinar eru að spreyta sig í fyrsta sinn á stórmóti. Elín Klara var reyndar líka í HM hópnum 2023 en meiddist rétt fyrir mót. Meðalaldur hópsins er aðeins um 24 ár. Aldursforsetinn og leikjahæsta kona hópsins, Thea Imani Sturludóttir, er ekki nema 28 ára gömul. Hún hefur spilað 92 landsleiki. Samanlagt hefur um sjö hundruð landsleikja reynsla horfið á braut. Tveir máttarstólpar verða svo ekki með í leik kvöldsins. Andrea Jacobsen og Elísa Elíasdóttir hafa ekki jafnað sig að fullu af ökkla- og axlarmeiðslum sínum, og verða utan hóps í opnunarleiknum í kvöld. Andrea er raunar ekki skráð í HM hópinn, sem HSÍ skilaði formlega inn í dag. Hún gæti þó dottið inn á seinni stigum mótsins en það er alls óvíst hvort, hvenær og hvernig hún verður eftir að hafa slitið liðband í ökkla. Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Hornamenn Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Línumenn Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Leikstjórnendur Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Skyttur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Andrea Jacobsen*, Blomberg-Lippe (66/116) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) *Er utan hóps eins og er vegna meiðsla Mikið mun mæða á reynslumeiri leikmönnum liðsins, eins og Theu Imani, fyrirliðanum Söndru Erlingsdóttur, markmanninum Hafdísi Renötudóttur og skyttunni Díönu Dögg Magnúsdóttur. Elín-urnar tvær, Klara og Rósa, eru þrátt fyrir ungan aldur að komast hratt á þann stall líka enda lykilleikmenn í landsliðinu síðustu ár og eiga báðar eftir að vera í stóru hlutverki á HM. Lovísa Thompson gæti gert sig gildandi en hún er mætt aftur í landsliðið eftir langa fjarveru og erfiðleika eftir krefjandi meiðsli. Katrín Tinna Jensdóttir fær stórt hlutverk á línunni í fjarveru Elísu Elíasdóttur, og deilir stöðunni með Alexöndru Líf Arnarsdóttur sem er mætt á sitt fyrsta stórmót eftir að hafa spilað fyrsta landsleikinn í vor. Áhugavert verður samt hvernig íslenska liðið mun tækla þýska liðið sem spilar oft án línumanns. Spennandi verður svo að sjá hverjar stíga upp á, stærsta sviði handboltans, í opnunarleik HM undir skærum ljósum í stútfullri höll í Stuttgart. Afar ólíklegt er að þó sigur skili sér gegn ógnarsterkum þýsku liði en stefnan er sett á að sýna góða frammistöðu og stríða þeim sem mest. Leikurinn mun því vonandi nýtast liðinu til uppbyggingar fyrir næstu leiki gegn Serbíu og Úrúgvæ, þar sem stefnan er sett á sigur og áframhald í milliriðil. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. 26. nóvember 2025 10:00 „Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. 25. nóvember 2025 13:01 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Sjá meira
Ísland er að taka þátt á HM í þriðja sinn en engin er enn í hópnum sem fór til Brasilíu 2011 og mikil endurnýjun hefur átt sér stað síðan í Noregi 2023. Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Dana Björg Guðmundsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Lovísa Thompson, Matthildur Lilja Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir munu allar þreyta frumraun sína á heimsmeistaramóti í dag. Dana Björg, Elín Klara og Katrín Anna voru í hópnum sem fór á EM í fyrra en hinar eru að spreyta sig í fyrsta sinn á stórmóti. Elín Klara var reyndar líka í HM hópnum 2023 en meiddist rétt fyrir mót. Meðalaldur hópsins er aðeins um 24 ár. Aldursforsetinn og leikjahæsta kona hópsins, Thea Imani Sturludóttir, er ekki nema 28 ára gömul. Hún hefur spilað 92 landsleiki. Samanlagt hefur um sjö hundruð landsleikja reynsla horfið á braut. Tveir máttarstólpar verða svo ekki með í leik kvöldsins. Andrea Jacobsen og Elísa Elíasdóttir hafa ekki jafnað sig að fullu af ökkla- og axlarmeiðslum sínum, og verða utan hóps í opnunarleiknum í kvöld. Andrea er raunar ekki skráð í HM hópinn, sem HSÍ skilaði formlega inn í dag. Hún gæti þó dottið inn á seinni stigum mótsins en það er alls óvíst hvort, hvenær og hvernig hún verður eftir að hafa slitið liðband í ökkla. Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Hornamenn Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Línumenn Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Leikstjórnendur Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Skyttur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Andrea Jacobsen*, Blomberg-Lippe (66/116) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) *Er utan hóps eins og er vegna meiðsla Mikið mun mæða á reynslumeiri leikmönnum liðsins, eins og Theu Imani, fyrirliðanum Söndru Erlingsdóttur, markmanninum Hafdísi Renötudóttur og skyttunni Díönu Dögg Magnúsdóttur. Elín-urnar tvær, Klara og Rósa, eru þrátt fyrir ungan aldur að komast hratt á þann stall líka enda lykilleikmenn í landsliðinu síðustu ár og eiga báðar eftir að vera í stóru hlutverki á HM. Lovísa Thompson gæti gert sig gildandi en hún er mætt aftur í landsliðið eftir langa fjarveru og erfiðleika eftir krefjandi meiðsli. Katrín Tinna Jensdóttir fær stórt hlutverk á línunni í fjarveru Elísu Elíasdóttur, og deilir stöðunni með Alexöndru Líf Arnarsdóttur sem er mætt á sitt fyrsta stórmót eftir að hafa spilað fyrsta landsleikinn í vor. Áhugavert verður samt hvernig íslenska liðið mun tækla þýska liðið sem spilar oft án línumanns. Spennandi verður svo að sjá hverjar stíga upp á, stærsta sviði handboltans, í opnunarleik HM undir skærum ljósum í stútfullri höll í Stuttgart. Afar ólíklegt er að þó sigur skili sér gegn ógnarsterkum þýsku liði en stefnan er sett á að sýna góða frammistöðu og stríða þeim sem mest. Leikurinn mun því vonandi nýtast liðinu til uppbyggingar fyrir næstu leiki gegn Serbíu og Úrúgvæ, þar sem stefnan er sett á sigur og áframhald í milliriðil. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Hornamenn Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Línumenn Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Leikstjórnendur Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Skyttur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Andrea Jacobsen*, Blomberg-Lippe (66/116) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) *Er utan hóps eins og er vegna meiðsla
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. 26. nóvember 2025 10:00 „Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. 25. nóvember 2025 13:01 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Sjá meira
„Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ „Við erum allar rosa spenntar, loksins komið að þessu“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik HM gegn Þýskalandi í dag. 26. nóvember 2025 10:00
„Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. 25. nóvember 2025 13:01