Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar 25. nóvember 2025 09:31 Stjórnarformaður RÚV skrifaði nýverið grein þar sem hann sagði að fjölmiðlar á Íslandi væru í kreppu. Það er hverju orði sannara og til viðbótar fullyrði ég hún mun ekki lagast með tímanum eða af sjálfu sér. Þróun samskiptatækni frá aldarmótum hefur stóraukið framboð af fjölmiðlaefni allsstaðar frá í heiminum með þeim afleiðingum að innlent efni sem fjallar um okkur og okkar samfélag er að verða undir í baráttunni um hug og hjörtu fólks á Íslandi. Mér hefur komið á óvart hversu fáir láta sig þessa þróun varða og þá ekki síst stjórnmála- og áhrifamenn. Sá grunur læðist að manni að íslensk fjölmiðlun sé ekki talin nauðsynleg, að hún sé aðeins ánægjuleg viðbót við erlendar streymisveitur og fjölmiðla. Aukum fyrirferð á íslensku efni, sérstaklega því fréttatengda Þarna stöndum við þegar á þunnum ís og höfum gert of lengi. Fjölmiðlar eru fjórða valdið sem veitir valdastofnunum aðhald, jafnt þeim sem fara með opinbert vald eins Alþingi, ríkisstjórn, sveitastjórnir og dómstólum eða öðrum valdastofnunum á borð við stórfyrirtæki, lífeyrissjóði og verkalýðsfélög. Erlendar streymisveitur og fjölmiðlar munu aldrei gera það. Í mínum huga eru innlendir fjölmiðlar nauðsynlegir til þess að leiða samtal og umræðu um öll þau mál sem við eigum sameiginleg og hvernig við viljum móta framtíðina fyrir okkur og börnin okkar hér í landi. Þegar formaður stjórnar RÚV segir einnig í ofannefndri grein að mikil fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði sé ekki vandamálið þá er ég einnig sammála honum. Styrkur RÚV sem fjölmiðill, bæði í umræðu og á auglýsingamarkaði, er ekki vandamálið. Vandamálið er að við þurfum fleiri fjölmiðla sem hafa styrk á við RÚV og við þurfum sterkara RÚV. Við þurfum að auka fyrirferð á íslensku efni og þá sérstaklega vönduðu, tímafreku fréttatengdu efni Á undanförnum misserum hefur RÚV sýnt í verki oftar en einu sinni hversu mikilvægu hlutverki fjölmiðlar gegna í okkar samfélaga. Nú síðast í umfjöllun um meðferð opinberra fjármuna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem er nauðsynlegt að njóti trausts og tiltrúar. RÚV dróg fram í dagsljósið staðreyndir sem rýrðu orðspor embættisins sem varð til þess að ábyrgðarmaðurinn hætti störfum til að skapa frið svo hægt væri að endurheimta traustið. Ef fjölmiðill dregur ekki slíka hluti fram, hver gerir það þá? Við styrkjum ekki þann veika með því að veikja þann sterka Í mínum huga eru íslenskir fjölmiðlar í kreppu því þá skortir aðstöðu og afl til að vinna þá vinnu sem þarf til að veita þeim stóru í samfélaginu aðhald, til að ganga erinda og gæta hagsmuna almennings, neytenda, viðskiptavina eða kjósenda hér á landi. RÚV er okkar öflugasti fjölmiðill um þessar mundir. Við styrkjum ekki þann veika með því að veikja þann sterka. Verði hugmyndir um að taka RÚV af auglýsingamarkaði að veruleika mun það gera lítið fyrir íslenska fjölmiðla í heild. Einhver hluti mun fara til annarra miðla innan lands, stærsti hlutinn í erlenda miðla eða nýttur í annað. Hið augljósa er að RÚV mun veikjast og ekki batna aðrir fjölmiðlar við það. Að þessu sögðu er einnig mikilvægt að minna á að RÚV þarf sjálft á aðhaldi og aga að halda. Þar er víða pottur brotinn í meðferð fjár og eins skortir gagnsæi ákvarðana þegar kemur að dagskrárstefnu, skipulagi og ráðstöfun mannauðs. Það er verkefni sem bíður nýs stjórnarformanns að auka skilvirkni og gagnsæi í starfi stofnunarinnar til þess að hún eigi möguleika á að öðlast tiltrú og traust hjá öllum almenningi líkt og hún gerði á árum áður. Fjölmiðlar eru innviðir Á Íslandi þurfa að vera til öflugir fjölmiðlar. Öflugir fjölmiðlar eru lykill að betri nýtingu á almannafé, upplýstari og betri ákvörðunum og ræktun menningar okkar og sálar. Eftir að hafa búið erlendis í 15 ár þá sé ég, óhjákvæmilega, með örlitlu gestauga að við erum ekki á góðri leið. Við verðum að spyrna við fótum nú þegar innlend miðlun er á miklu undanhaldi. Ef við viljum að samfélag okkar eflist og verði betra verða fjölmiðlarnir að vera í lagi, alveg eins og vegirnir, skólarnir, rafmagnið, hafnirnar og heilsugæslan. Þetta eru innviðir og fyrir þá þurfum við að finna leið til að efla. Allar hugmyndir eru vel þegnar en ég bendi á hlaðvarpsþáttinn Ein Pæling #477 sem birtist á Spotify 14. október sem innlegg. Það ætti að vera flestum ljóst að við þurfum að efla okkar fjölmiðla og styrkja. Við þurfum að styðja við rannsóknarblaðamennsku eins og aðrar rannsóknir og við þurfum að finna fjármagn og leiðir til að einkamiðlar – útvarp, sjónvarp, netmiðlar, tímarit, hlaðvörp og hvað sem ný tækni kann að búa til eigi sér einhverja framtíðarvon. Við þurfum sterka og sjálfstæða fjölmiðla – við þurfum líka sterkt RÚV. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Ra. Kristjánsson Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Stjórnarformaður RÚV skrifaði nýverið grein þar sem hann sagði að fjölmiðlar á Íslandi væru í kreppu. Það er hverju orði sannara og til viðbótar fullyrði ég hún mun ekki lagast með tímanum eða af sjálfu sér. Þróun samskiptatækni frá aldarmótum hefur stóraukið framboð af fjölmiðlaefni allsstaðar frá í heiminum með þeim afleiðingum að innlent efni sem fjallar um okkur og okkar samfélag er að verða undir í baráttunni um hug og hjörtu fólks á Íslandi. Mér hefur komið á óvart hversu fáir láta sig þessa þróun varða og þá ekki síst stjórnmála- og áhrifamenn. Sá grunur læðist að manni að íslensk fjölmiðlun sé ekki talin nauðsynleg, að hún sé aðeins ánægjuleg viðbót við erlendar streymisveitur og fjölmiðla. Aukum fyrirferð á íslensku efni, sérstaklega því fréttatengda Þarna stöndum við þegar á þunnum ís og höfum gert of lengi. Fjölmiðlar eru fjórða valdið sem veitir valdastofnunum aðhald, jafnt þeim sem fara með opinbert vald eins Alþingi, ríkisstjórn, sveitastjórnir og dómstólum eða öðrum valdastofnunum á borð við stórfyrirtæki, lífeyrissjóði og verkalýðsfélög. Erlendar streymisveitur og fjölmiðlar munu aldrei gera það. Í mínum huga eru innlendir fjölmiðlar nauðsynlegir til þess að leiða samtal og umræðu um öll þau mál sem við eigum sameiginleg og hvernig við viljum móta framtíðina fyrir okkur og börnin okkar hér í landi. Þegar formaður stjórnar RÚV segir einnig í ofannefndri grein að mikil fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði sé ekki vandamálið þá er ég einnig sammála honum. Styrkur RÚV sem fjölmiðill, bæði í umræðu og á auglýsingamarkaði, er ekki vandamálið. Vandamálið er að við þurfum fleiri fjölmiðla sem hafa styrk á við RÚV og við þurfum sterkara RÚV. Við þurfum að auka fyrirferð á íslensku efni og þá sérstaklega vönduðu, tímafreku fréttatengdu efni Á undanförnum misserum hefur RÚV sýnt í verki oftar en einu sinni hversu mikilvægu hlutverki fjölmiðlar gegna í okkar samfélaga. Nú síðast í umfjöllun um meðferð opinberra fjármuna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem er nauðsynlegt að njóti trausts og tiltrúar. RÚV dróg fram í dagsljósið staðreyndir sem rýrðu orðspor embættisins sem varð til þess að ábyrgðarmaðurinn hætti störfum til að skapa frið svo hægt væri að endurheimta traustið. Ef fjölmiðill dregur ekki slíka hluti fram, hver gerir það þá? Við styrkjum ekki þann veika með því að veikja þann sterka Í mínum huga eru íslenskir fjölmiðlar í kreppu því þá skortir aðstöðu og afl til að vinna þá vinnu sem þarf til að veita þeim stóru í samfélaginu aðhald, til að ganga erinda og gæta hagsmuna almennings, neytenda, viðskiptavina eða kjósenda hér á landi. RÚV er okkar öflugasti fjölmiðill um þessar mundir. Við styrkjum ekki þann veika með því að veikja þann sterka. Verði hugmyndir um að taka RÚV af auglýsingamarkaði að veruleika mun það gera lítið fyrir íslenska fjölmiðla í heild. Einhver hluti mun fara til annarra miðla innan lands, stærsti hlutinn í erlenda miðla eða nýttur í annað. Hið augljósa er að RÚV mun veikjast og ekki batna aðrir fjölmiðlar við það. Að þessu sögðu er einnig mikilvægt að minna á að RÚV þarf sjálft á aðhaldi og aga að halda. Þar er víða pottur brotinn í meðferð fjár og eins skortir gagnsæi ákvarðana þegar kemur að dagskrárstefnu, skipulagi og ráðstöfun mannauðs. Það er verkefni sem bíður nýs stjórnarformanns að auka skilvirkni og gagnsæi í starfi stofnunarinnar til þess að hún eigi möguleika á að öðlast tiltrú og traust hjá öllum almenningi líkt og hún gerði á árum áður. Fjölmiðlar eru innviðir Á Íslandi þurfa að vera til öflugir fjölmiðlar. Öflugir fjölmiðlar eru lykill að betri nýtingu á almannafé, upplýstari og betri ákvörðunum og ræktun menningar okkar og sálar. Eftir að hafa búið erlendis í 15 ár þá sé ég, óhjákvæmilega, með örlitlu gestauga að við erum ekki á góðri leið. Við verðum að spyrna við fótum nú þegar innlend miðlun er á miklu undanhaldi. Ef við viljum að samfélag okkar eflist og verði betra verða fjölmiðlarnir að vera í lagi, alveg eins og vegirnir, skólarnir, rafmagnið, hafnirnar og heilsugæslan. Þetta eru innviðir og fyrir þá þurfum við að finna leið til að efla. Allar hugmyndir eru vel þegnar en ég bendi á hlaðvarpsþáttinn Ein Pæling #477 sem birtist á Spotify 14. október sem innlegg. Það ætti að vera flestum ljóst að við þurfum að efla okkar fjölmiðla og styrkja. Við þurfum að styðja við rannsóknarblaðamennsku eins og aðrar rannsóknir og við þurfum að finna fjármagn og leiðir til að einkamiðlar – útvarp, sjónvarp, netmiðlar, tímarit, hlaðvörp og hvað sem ný tækni kann að búa til eigi sér einhverja framtíðarvon. Við þurfum sterka og sjálfstæða fjölmiðla – við þurfum líka sterkt RÚV. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun