Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson og Eva María Jónsdóttir skrifa 22. nóvember 2025 11:00 Aukin umræða um gildi íslenskunnar og flókna varnarstöðu hennar hefur glatt stjórnarmenn í Íslenskri málnefnd mikið. Um þetta höfum við sent frá okkur margar ályktanir undanfarin 18 ár sem allar finnast á vef málnefndar. Stundum hefur okkur þótt við tala fyrir daufum eyrum bæði ráðamanna og samfélags. Hin afar mikilvægu lög um tungumálið voru samþykkt árið 2011 en fyrst árið 2018 fundum við að farið var að taka verulegt mark á ábendingum okkar. Munar þar mest um fjármagnaða máltækniáætlun, nýja styrki til bókmennta og menningar og hina mikilvægu ályktun um stöðu tungunnar sem samþykkt var árið 2019 og fylgt var eftir með aðgerðaáætlun árið 2023. Allt frá því að Ísland varð aðili að EES með frjálsu flæði vinnuafls milli landa hefur legið fyrir að auka þyrfti til muna fjármagn til íslenskukennslu fyrir nýja landsmenn en það er ekki fyrr en vandinn var orðinn verulegur fyrir um fimm árum að stjórnvöld tóku við sér, einkum árin 2023-2024. Því miður blasir samt aftur við niðurskurður til þessa afar mikilvæga málaflokks. Hér þyrfti ný ríkisstjórn að feta í fótspor hinnar fyrri. Það er von okkar og ákall að hætt verði við boðaðan niðurskurð til málaflokksins. Þetta er þó fjarri að vera eini eða stærsti vandinn sem stafar að tungumálinu. Öflugt skólakerfi er forsenda þess að tungumálið fái þrifist og því miður eru þar ákveðnar brotalamir eins og alþjóðleg samanburðarpróf hafa sýnt og nær sú þróun þrjátíu ár aftur í tímann. Skólakerfið hefur í tímans rás verið helsti bjargvættur tungumálsins og þar þarf að herða mjög á íslenskukennslu og nota til þess þekkingu sérfræðinga. Einu sinni var sagt að allir kennarar væru íslenskukennarar og það á enn við. Íslenska er ekki aðeins ein námsgrein í skóla heldur forsenda alls annars náms og veik íslenskukunnátta stendur öll öðru námi fyrir þrifum. Þó að örum vexti landsmanna með annað móðurmál en íslensku, snjalltækjavæðingu og flóði erlends skemmtiefnis fylgi óneitanlega umtalsverðar áskoranir ræður öflugt menntakerfi sem býr til sterka og sjálfstæða nemendur við slíkan og annan eins vanda. Það er því mikilvægt að menntun og menning verði nú sett í forgang hjá stjórnvöldum ef snúa á vörn í sókn í málefnum íslenskunnar. Íslensk málnefnd vill gjarnan heyra meira um fjármagnaðar aðgerðir í þágu íslenskunnar í skólakerfinu á komandi árum. Staða íslenskrar tungu snýst alls ekki eingöngu um fjölda íbúa sem hafa annað móðurmál heldur ekki síður um afstöðu þjóðarinnar sjálfrar til málsins eins og Íslensk málnefnd hefur bent á. Fjölga þarf til muna vönduðu íslensku efni á netinu með þjóðarátaki. Þá ætti að setja á laggirnar aðgerðaáætlun sem eflir bóklestur bæði barna og fullorðinna. Auk þess þarf að styrkja áfram myndarlega við bókaútgáfu og aðra menningu á íslensku. Langmikilvægast er þó að efla sérstaklega íslenskukennslu á öllum skólastigum. Um allt þetta hefur Íslensk málnefnd fjallað í sínum ályktunum og er sem fyrr fús til að veita stjórnvöldum góð ráð um efnið. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ármann Jakobsson Eva María Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Aukin umræða um gildi íslenskunnar og flókna varnarstöðu hennar hefur glatt stjórnarmenn í Íslenskri málnefnd mikið. Um þetta höfum við sent frá okkur margar ályktanir undanfarin 18 ár sem allar finnast á vef málnefndar. Stundum hefur okkur þótt við tala fyrir daufum eyrum bæði ráðamanna og samfélags. Hin afar mikilvægu lög um tungumálið voru samþykkt árið 2011 en fyrst árið 2018 fundum við að farið var að taka verulegt mark á ábendingum okkar. Munar þar mest um fjármagnaða máltækniáætlun, nýja styrki til bókmennta og menningar og hina mikilvægu ályktun um stöðu tungunnar sem samþykkt var árið 2019 og fylgt var eftir með aðgerðaáætlun árið 2023. Allt frá því að Ísland varð aðili að EES með frjálsu flæði vinnuafls milli landa hefur legið fyrir að auka þyrfti til muna fjármagn til íslenskukennslu fyrir nýja landsmenn en það er ekki fyrr en vandinn var orðinn verulegur fyrir um fimm árum að stjórnvöld tóku við sér, einkum árin 2023-2024. Því miður blasir samt aftur við niðurskurður til þessa afar mikilvæga málaflokks. Hér þyrfti ný ríkisstjórn að feta í fótspor hinnar fyrri. Það er von okkar og ákall að hætt verði við boðaðan niðurskurð til málaflokksins. Þetta er þó fjarri að vera eini eða stærsti vandinn sem stafar að tungumálinu. Öflugt skólakerfi er forsenda þess að tungumálið fái þrifist og því miður eru þar ákveðnar brotalamir eins og alþjóðleg samanburðarpróf hafa sýnt og nær sú þróun þrjátíu ár aftur í tímann. Skólakerfið hefur í tímans rás verið helsti bjargvættur tungumálsins og þar þarf að herða mjög á íslenskukennslu og nota til þess þekkingu sérfræðinga. Einu sinni var sagt að allir kennarar væru íslenskukennarar og það á enn við. Íslenska er ekki aðeins ein námsgrein í skóla heldur forsenda alls annars náms og veik íslenskukunnátta stendur öll öðru námi fyrir þrifum. Þó að örum vexti landsmanna með annað móðurmál en íslensku, snjalltækjavæðingu og flóði erlends skemmtiefnis fylgi óneitanlega umtalsverðar áskoranir ræður öflugt menntakerfi sem býr til sterka og sjálfstæða nemendur við slíkan og annan eins vanda. Það er því mikilvægt að menntun og menning verði nú sett í forgang hjá stjórnvöldum ef snúa á vörn í sókn í málefnum íslenskunnar. Íslensk málnefnd vill gjarnan heyra meira um fjármagnaðar aðgerðir í þágu íslenskunnar í skólakerfinu á komandi árum. Staða íslenskrar tungu snýst alls ekki eingöngu um fjölda íbúa sem hafa annað móðurmál heldur ekki síður um afstöðu þjóðarinnar sjálfrar til málsins eins og Íslensk málnefnd hefur bent á. Fjölga þarf til muna vönduðu íslensku efni á netinu með þjóðarátaki. Þá ætti að setja á laggirnar aðgerðaáætlun sem eflir bóklestur bæði barna og fullorðinna. Auk þess þarf að styrkja áfram myndarlega við bókaútgáfu og aðra menningu á íslensku. Langmikilvægast er þó að efla sérstaklega íslenskukennslu á öllum skólastigum. Um allt þetta hefur Íslensk málnefnd fjallað í sínum ályktunum og er sem fyrr fús til að veita stjórnvöldum góð ráð um efnið. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun