Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Kári Mímisson skrifar 22. nóvember 2025 20:31 Thea Imani Sturludóttir skoraði sex mörk á móti Færeyjum í kvöld og var markahæst í íslenska liðinu. Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætti Færeyjum í æfingarleik fyrir HM sem hefst í næstu viku og fer fram í Þýskalandi og Hollandi. Leikið var Þórshöfn þar sem Ísland sigraði 25-28 eftir fínan leik hjá liðinu. Ísland byrjaði leikinn betur í kvöld og komst snemma leiks þremur mörkum yfir en sóknarleikur Færeyja var vissulega ekki beittur þessar upphafsmínútur. Heimakonum tókst þó að skerpa á sínum leik þegar líða fór á fyrri hálfleikinn og tókst að jafna leikinn eftir um 20 mínútur. Jafnræði var á milli liðanna eftir það en góður kafli íslenska liðsins á lokamínútum fyrri hálfleiks skilaði þó liðinu tveggja marka forystu þegar haldið var búningsklefa. Staðan í hálfleik var 11-13 fyrir Íslandi. Íslenska liðið byrjaði svo seinni hálfleikinn af miklum krafti og tókst að komast fimm mörkum yfir í stöðunni 14-19. Lið Færeyja, sem hefur að skipa mörgum sterkum leikmönnum, tókst þó hægt og bítandi að vinna sig aftur inn í leikinn og minnkaði muninn í eitt mark þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en nær komust þær þó ekki. Íslenska liðið gerði vel undir lokin og fór með sannfærandi sigur af velli. Lokatölur frá Þórshöfn 25-28 fyrir Íslandi. Næsta verkefni liðsins er ærið en liðið mætir gestgjöfum Þýskalands í fyrsta leik liðsins á HM á miðvikudaginn. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum ákveðin kynslóðaskipti að undanförnu eftir að margir máttarstólpar liðsins hafa hætt á undanförnu misseri en það verður að segjast að það mátti sjá miklar framfarir hjá liðinu í dag frá leikjunum tveimur í undankeppni EM sem fram fóru fyrir rúmum mánuði. Atvik leiksins Við þurfum að setja það á vítið sem María Weyhe tók. María hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar hún reyndi að vippa yfir Hafdísi í markinu sem er ekki fyrir hvern sem er að gera og í hennar tilfelli þá endaði hún eiginlega bara á því að rétta Hafdísi boltann. Ég hugsa að næst þegar þær mætast á vítalínunni eigi María bara einbeita sér að því að koma boltanum öðruvísi fram hjá þessum 192 sentimetrum sem Hafdís er. Stjörnur og skúrkar Stórskyttan Thea Imani Sturludóttir var í miklum ham og skoraði sex mörk í dag rétt eins og Sandra Erlingsdóttir. Hafdís Renötudóttir stóð lengstan hluta leiksins á milli stanganna en hún varði átta skot (27 prósent) þar af tvö víti. Sara Sif Helgadóttir kom svo í markið undir lok leiksins en tókst ekki að verja skot. Hjá heimakonum voru þær Pernille Brandenborg, Liv Sveinbjörnsdóttir Poulsen og Jana Mittún allar með fjögur mörk. Rakul Wardum varði þá sjö skot (25 prósent) og Annika Fríðheim Petersen varði fjögur (36 prósent). Dómarinn Það voru nokkur furðuleg atvik í þessum leik hjá dómurum leiksins sem Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, var alls ekki sáttur með. Að því undanskildu þá var þetta fínt hjá þeim félögum. Stemning og umgjörð Leikið var í nýrri þjóðarhöll Færeyinga sem heitir því skemmtilega nafni Við Tjarnir. Vissulega hefði maður viljað sjá fleiri í stúkunni en sá sem stjórnaði tónlistinni verður að fá hrós fyrir að leika mikið af færeyskri tónlist í staðinn fyrir þetta hefðbundna sem við fáum á nánast öllum handboltaleikjum í Evrópu. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætti Færeyjum í æfingarleik fyrir HM sem hefst í næstu viku og fer fram í Þýskalandi og Hollandi. Leikið var Þórshöfn þar sem Ísland sigraði 25-28 eftir fínan leik hjá liðinu. Ísland byrjaði leikinn betur í kvöld og komst snemma leiks þremur mörkum yfir en sóknarleikur Færeyja var vissulega ekki beittur þessar upphafsmínútur. Heimakonum tókst þó að skerpa á sínum leik þegar líða fór á fyrri hálfleikinn og tókst að jafna leikinn eftir um 20 mínútur. Jafnræði var á milli liðanna eftir það en góður kafli íslenska liðsins á lokamínútum fyrri hálfleiks skilaði þó liðinu tveggja marka forystu þegar haldið var búningsklefa. Staðan í hálfleik var 11-13 fyrir Íslandi. Íslenska liðið byrjaði svo seinni hálfleikinn af miklum krafti og tókst að komast fimm mörkum yfir í stöðunni 14-19. Lið Færeyja, sem hefur að skipa mörgum sterkum leikmönnum, tókst þó hægt og bítandi að vinna sig aftur inn í leikinn og minnkaði muninn í eitt mark þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en nær komust þær þó ekki. Íslenska liðið gerði vel undir lokin og fór með sannfærandi sigur af velli. Lokatölur frá Þórshöfn 25-28 fyrir Íslandi. Næsta verkefni liðsins er ærið en liðið mætir gestgjöfum Þýskalands í fyrsta leik liðsins á HM á miðvikudaginn. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum ákveðin kynslóðaskipti að undanförnu eftir að margir máttarstólpar liðsins hafa hætt á undanförnu misseri en það verður að segjast að það mátti sjá miklar framfarir hjá liðinu í dag frá leikjunum tveimur í undankeppni EM sem fram fóru fyrir rúmum mánuði. Atvik leiksins Við þurfum að setja það á vítið sem María Weyhe tók. María hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar hún reyndi að vippa yfir Hafdísi í markinu sem er ekki fyrir hvern sem er að gera og í hennar tilfelli þá endaði hún eiginlega bara á því að rétta Hafdísi boltann. Ég hugsa að næst þegar þær mætast á vítalínunni eigi María bara einbeita sér að því að koma boltanum öðruvísi fram hjá þessum 192 sentimetrum sem Hafdís er. Stjörnur og skúrkar Stórskyttan Thea Imani Sturludóttir var í miklum ham og skoraði sex mörk í dag rétt eins og Sandra Erlingsdóttir. Hafdís Renötudóttir stóð lengstan hluta leiksins á milli stanganna en hún varði átta skot (27 prósent) þar af tvö víti. Sara Sif Helgadóttir kom svo í markið undir lok leiksins en tókst ekki að verja skot. Hjá heimakonum voru þær Pernille Brandenborg, Liv Sveinbjörnsdóttir Poulsen og Jana Mittún allar með fjögur mörk. Rakul Wardum varði þá sjö skot (25 prósent) og Annika Fríðheim Petersen varði fjögur (36 prósent). Dómarinn Það voru nokkur furðuleg atvik í þessum leik hjá dómurum leiksins sem Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, var alls ekki sáttur með. Að því undanskildu þá var þetta fínt hjá þeim félögum. Stemning og umgjörð Leikið var í nýrri þjóðarhöll Færeyinga sem heitir því skemmtilega nafni Við Tjarnir. Vissulega hefði maður viljað sjá fleiri í stúkunni en sá sem stjórnaði tónlistinni verður að fá hrós fyrir að leika mikið af færeyskri tónlist í staðinn fyrir þetta hefðbundna sem við fáum á nánast öllum handboltaleikjum í Evrópu.