Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar 21. nóvember 2025 14:30 Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Fjölmenning Innflytjendamál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar