„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2025 14:23 Guðrún Hafsteinsdóttir var ómyrk í máli þegar þingfundur dagsins hófst. Vísir/Vilhelm „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórn sambandsins segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar en löndin tvö eru þó ekki undanþegin verndarráðstöfununum. Utanríkisráðherra hefur sagt niðurstöðu fundarins mikil vonbrigði og að brotið hafi verið gegn grundvallaratriðum EES-samningsins með ákvörðuninni. Þingfundur hófst klukkan 13:30 með líflegum umræðum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar snerust reyndar ekki að nokkru leyti um fundarstjórn forseta heldur aðeins um ákvörðun aðildarríkja ESB. „Hvað er næst?“ Guðrún Hafsteinsdóttir steig fyrst í ræðustól og sagði sambandið með ákvörðuninni hafa sýnt klærnar og sitt rétta andlit. Þá vísaði hún í orð Álfheiðar Ágústsdóttur, forstjóra Elkem, um að niðurstaðan væru hryllileg vonbrigði. „Þetta snýst ekki bara um eina vöru eða eina atvinnugrein heldur snýst þetta um grundvallarspurningu. Er Ísland raunverulega hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn eða ekki?“ spurði Guðrún. Með ákvörðuninni væri Evrópusambandið að brjóta á Íslandi og Noregi, brjóta gegn grundvallarreglu EES-samningsins um frjálst flæði vöru. „Ég minni á að samningurinn gengur út á frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns og því spyr maður, hvað er næst?“ Fullkomlega ömurlegt á Bakka Guðrún sagðist hafa verið á Bakka í gær, í verksmiðju PCC. Ískaldri og hljóðri verksmiðjunni, sem hafi verið algjörlega mannlaus. „Það var fullkomlega ömurlegt.“ Rekstur kísilvers PCC á Bakka var stöðvaður í sumar vegna erfiðra markaðsskilyrða. PCC framleiðir kísilmálm, en verndarráðstafanir ESB snúa aðeins að kísiljárni, eða járnblendi, ekki hreinum kísilmálmi. Kallar eftir fundi formanna Loks sagði Guðrún að hún hefði alla tíð stutt EES-samninginn og myndi gera það áfram. „Nú kalla ég eftir því að forsætisráðherra kalli saman alla flokka formenn flokka á Alþingi til að fara yfir þessa stöðu og upplýsa þingheim um stöðuna.“ Stóriðja Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórn sambandsins segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar en löndin tvö eru þó ekki undanþegin verndarráðstöfununum. Utanríkisráðherra hefur sagt niðurstöðu fundarins mikil vonbrigði og að brotið hafi verið gegn grundvallaratriðum EES-samningsins með ákvörðuninni. Þingfundur hófst klukkan 13:30 með líflegum umræðum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar snerust reyndar ekki að nokkru leyti um fundarstjórn forseta heldur aðeins um ákvörðun aðildarríkja ESB. „Hvað er næst?“ Guðrún Hafsteinsdóttir steig fyrst í ræðustól og sagði sambandið með ákvörðuninni hafa sýnt klærnar og sitt rétta andlit. Þá vísaði hún í orð Álfheiðar Ágústsdóttur, forstjóra Elkem, um að niðurstaðan væru hryllileg vonbrigði. „Þetta snýst ekki bara um eina vöru eða eina atvinnugrein heldur snýst þetta um grundvallarspurningu. Er Ísland raunverulega hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn eða ekki?“ spurði Guðrún. Með ákvörðuninni væri Evrópusambandið að brjóta á Íslandi og Noregi, brjóta gegn grundvallarreglu EES-samningsins um frjálst flæði vöru. „Ég minni á að samningurinn gengur út á frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns og því spyr maður, hvað er næst?“ Fullkomlega ömurlegt á Bakka Guðrún sagðist hafa verið á Bakka í gær, í verksmiðju PCC. Ískaldri og hljóðri verksmiðjunni, sem hafi verið algjörlega mannlaus. „Það var fullkomlega ömurlegt.“ Rekstur kísilvers PCC á Bakka var stöðvaður í sumar vegna erfiðra markaðsskilyrða. PCC framleiðir kísilmálm, en verndarráðstafanir ESB snúa aðeins að kísiljárni, eða járnblendi, ekki hreinum kísilmálmi. Kallar eftir fundi formanna Loks sagði Guðrún að hún hefði alla tíð stutt EES-samninginn og myndi gera það áfram. „Nú kalla ég eftir því að forsætisráðherra kalli saman alla flokka formenn flokka á Alþingi til að fara yfir þessa stöðu og upplýsa þingheim um stöðuna.“
Stóriðja Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira