Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 15:32 Mika Hakkinen með dóttur sína Ella Hakkinen og eiginkonuna Marketu Remesova. Getty/ Jure Makovec Ella Häkkinen, dóttir tvöfalda heimsmeistarans í Formúlu 1, Mika Häkkinen, hefur verið bætt við þróunarlið ökumanna hjá McLaren. Hin fjórtán ára gamla hefur unnið sigra og komist á verðlaunapall víðs vegar um Evrópu í go-kart-akstri og verður yngsti ökumaðurinn í framtíðarliðinu hjá McLaren. Hún fær til liðs við sig bresku stúlkuna Ellu Stevens, sem er eina konan sem hefur sigrað í efsta go-kart-flokki Bretlands. Stevens, sem er nítján ára, mun keppa fyrir hönd heimsmeistara bílasmiða í Formúlu 1, McLaren, ásamt bresku stúlkunni Ellu Lloyd, tvítugri, í F1 Academy-kvennamótaröðinni árið 2026. McLaren sagði að Häkkinen myndi prófa eins sætis bíla til undirbúnings fyrir árið 2027. Mika Häkkinen, sem vann Formúlu 1-titilinn með McLaren árin 1998 og 1999, telur að dóttir sín gæti orðið framtíðarstjarna í íþróttinni. „Ella er einstaklega hæfileikaríkur ökumaður. Ég segi þetta ekki bara sem faðir, heldur byggt á athugunum mínum sem fyrrverandi toppökumaður,“ sagði Mika Häkkinen við finnska blaðið Ilta-Sanomat í síðasta mánuði. Það er gaman fyrir marga að sjá Häkkinen nafnið aftur í formúlunni en einvígi Häkkinen og Michael Schumacher var ógleymanlegt fyrir þá sem upplifðu það á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hin fjórtán ára gamla hefur unnið sigra og komist á verðlaunapall víðs vegar um Evrópu í go-kart-akstri og verður yngsti ökumaðurinn í framtíðarliðinu hjá McLaren. Hún fær til liðs við sig bresku stúlkuna Ellu Stevens, sem er eina konan sem hefur sigrað í efsta go-kart-flokki Bretlands. Stevens, sem er nítján ára, mun keppa fyrir hönd heimsmeistara bílasmiða í Formúlu 1, McLaren, ásamt bresku stúlkunni Ellu Lloyd, tvítugri, í F1 Academy-kvennamótaröðinni árið 2026. McLaren sagði að Häkkinen myndi prófa eins sætis bíla til undirbúnings fyrir árið 2027. Mika Häkkinen, sem vann Formúlu 1-titilinn með McLaren árin 1998 og 1999, telur að dóttir sín gæti orðið framtíðarstjarna í íþróttinni. „Ella er einstaklega hæfileikaríkur ökumaður. Ég segi þetta ekki bara sem faðir, heldur byggt á athugunum mínum sem fyrrverandi toppökumaður,“ sagði Mika Häkkinen við finnska blaðið Ilta-Sanomat í síðasta mánuði. Það er gaman fyrir marga að sjá Häkkinen nafnið aftur í formúlunni en einvígi Häkkinen og Michael Schumacher var ógleymanlegt fyrir þá sem upplifðu það á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira