Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar 12. nóvember 2025 17:33 Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun