Körfubolti

Sonur Dominiqu­e Wilkins með vind­myllutroðsluna í blóðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jacob Wilkins treður boltanum í körfuna með tilþrifum eins og pabbi sinn forðum.
Jacob Wilkins treður boltanum í körfuna með tilþrifum eins og pabbi sinn forðum. @ugabasketball

Dominique Wilkins er ein mesta háloftastjarnan í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta og nú er sonur hans farinn að nýta fjölskyldugenin í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Jacob Wilkins er nítján ára sonur NBA-goðsagnarinnar Dominique Wilkins og valdi strákurinn að fara í Georgia-háskólann þar sem hann er á sínu fyrsta tímabili.

Wilkins yngri sýndi það um helgina að hann hefur heldur betur erft íþróttahæfileika föður síns. Jacob bauð þá upp á vindmyllutroðslu í leik með Georgiu-háskólanum.

Dominique Wilkins var þekktur fyrir háloftaleik sinn og svakalegar troðslur og ætti í raun að eiga einkaleyfi á vindmyllutroðslunni sem hann endurtók margoft á ógleymanlegan hátt.

Sonur hans er óhræddur við að feta í hans fótspor og valdi meðal annars að spila í treyju 21 eins og faðir sinn. Troðslu stráksins má sjá hér fyrir neðan í samanburði við eina vindmyllutroðslu föður hans.

Jacob Wilkins, eða Jake eins og hann er kallaður, skoraði 15 stig á 19 mínútum í 120-80 sigri Georgia Bulldogs á Morehead State Eagles. Bolabíturnir hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa á leiktíðinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×