Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. nóvember 2025 07:30 Stærð leigumarkaðar á Íslandi hefur lengi verið vanmetin. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur verið að vinna bragabót á þessu og niðurstaða síðustu mælinga hennar meta að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði á Íslandi. Stærsta samfélagsbreyting síðustu ára hefur verið sú að hingað til lands hafa flutt fleiri en hlutfallslega í nokkru öðru landi innan OECD. Á rúmlega áratug hefur íbúum landsins með erlent ríkisfang fjölgað úr 20 í 70 þúsund. Fólk sem samfélagið hefur þurft á að halda, hefur tekið þátt í að skapa verðmæti. Aðfluttir eru mun líklegri en innfæddir til að leigja húsnæði. Samkvæmt HMS eru 74 prósent þeirra á leigumarkaði á meðan hlutfallið er 15 prósent á meðal innfæddra. Leigumarkaðskönnun stofnunarinnar sýnir að þeir sem leigja sér þak yfir höfuðið gera það langflestir af nauðsyn, ekki áhuga. Í þeirri nýjustu, sem var birt í september, kom fram að einn af hverjum átta leigjendum vilji vera á leigumarkaði. Þeim hefur fækkað umtalsvert síðasta tæpa áratug en árið 2017 sagðist næstum einn af hverjum þremur vilja leigja frekar en eiga. Raunveruleiki umfram kreddur Við svona aðstæður skiptir miklu máli að þeir möguleikar sem standa þessum 50 þúsund heimilum til boða séu á viðráðanlegu verði, sé vel við haldið og mæti þörfum fólks um stærð á húsnæði. Eitt það mikilvægasta í lífi fólks er enda húsnæðisöryggi. Til að mæta þessari þörf hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging á því sem kallast almenna íbúðakerfið á síðastliðnum árum. Það kerfi var sett á laggirnar til að mæta mikilli eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður almenna félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót, með skelfilegum afleiðingum. Þetta gerði sú ríkisstjórn með því að leggja niður Húsnæðisstofnun ríkisins, hætta félagslegum lánveitingum og afleggja alla lánastarfsemi Byggingasjóðs verkamanna. Réttur viðkvæmra hópa til að koma þaki yfir höfuðið var þar með skertur og þeim hópum gert að upplifa mun víðfeðmara húsnæðisóöryggi. Þetta leiddi til þess að félagslegum íbúðum fækkaði um helming milli áranna 1998 og 2017. Allt var þetta í anda hugmyndafræðilegrar kreddu um að allir ættu að eiga húsnæði. Í raunveruleikanum gengur það auðvitað ekki upp og því sátu risastórir hópar uppi með húsnæðisóöryggi og oft á hrakhólum fyrir vikið. Meira húsnæðisöryggi Almennu íbúðirnar eru byggðar fyrir stofnframlög og hagstæð lán frá hinu opinbera af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þær íbúðir sem hafa fengið slík stofnframlög eru ætlaðar fyrir alls kyns hópa sem eru í lægri tekjuhópum samfélagsins og eiga litlar eða engar eignir. Leigan hjá þeim er allt að þriðjungi lægri en á almennum leigumarkaði. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum telja sig búa við meira húsnæðisöryggi en þeir sem leigja af einkareknum félögum og hlutfall þeirra sem telja sig búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað er líka mun lægra þar en þeirra sem reka sig til að greiða arð. Í nýlegu svari við fyrirspurn á Alþingi kom fram að stofnframlögum hafi verið úthlutað til byggingar eða kaupa á 2.575 almennri íbúð frá því að lögin tóku gildi fyrir um níu árum síðan og fram á mitt þetta ár. Yfir sex þúsund manns komin í skjól Í þessum almennu íbúðum búa 6.152 manns. Biðlistar eftir því að komast að í kerfinu eru langir og ljóst að eftirspurnin eftir svona úrræði, sem tryggir gæðamikið og öruggt húsnæði fyrir viðkvæma hópa, er gríðarleg. Þessari eftirspurn ætlar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að mæta. Í nýjum húsnæðispakka hennar kemur fram að stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga verði aukin verulega. Almennu íbúðunum verður fjölgað og fleiri munu komast í skjól þeirra. Það að vera með þak yfir höfuðið á nefnilega ekki að vera forréttindi heldur mannréttindi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stærð leigumarkaðar á Íslandi hefur lengi verið vanmetin. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur verið að vinna bragabót á þessu og niðurstaða síðustu mælinga hennar meta að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði á Íslandi. Stærsta samfélagsbreyting síðustu ára hefur verið sú að hingað til lands hafa flutt fleiri en hlutfallslega í nokkru öðru landi innan OECD. Á rúmlega áratug hefur íbúum landsins með erlent ríkisfang fjölgað úr 20 í 70 þúsund. Fólk sem samfélagið hefur þurft á að halda, hefur tekið þátt í að skapa verðmæti. Aðfluttir eru mun líklegri en innfæddir til að leigja húsnæði. Samkvæmt HMS eru 74 prósent þeirra á leigumarkaði á meðan hlutfallið er 15 prósent á meðal innfæddra. Leigumarkaðskönnun stofnunarinnar sýnir að þeir sem leigja sér þak yfir höfuðið gera það langflestir af nauðsyn, ekki áhuga. Í þeirri nýjustu, sem var birt í september, kom fram að einn af hverjum átta leigjendum vilji vera á leigumarkaði. Þeim hefur fækkað umtalsvert síðasta tæpa áratug en árið 2017 sagðist næstum einn af hverjum þremur vilja leigja frekar en eiga. Raunveruleiki umfram kreddur Við svona aðstæður skiptir miklu máli að þeir möguleikar sem standa þessum 50 þúsund heimilum til boða séu á viðráðanlegu verði, sé vel við haldið og mæti þörfum fólks um stærð á húsnæði. Eitt það mikilvægasta í lífi fólks er enda húsnæðisöryggi. Til að mæta þessari þörf hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging á því sem kallast almenna íbúðakerfið á síðastliðnum árum. Það kerfi var sett á laggirnar til að mæta mikilli eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður almenna félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót, með skelfilegum afleiðingum. Þetta gerði sú ríkisstjórn með því að leggja niður Húsnæðisstofnun ríkisins, hætta félagslegum lánveitingum og afleggja alla lánastarfsemi Byggingasjóðs verkamanna. Réttur viðkvæmra hópa til að koma þaki yfir höfuðið var þar með skertur og þeim hópum gert að upplifa mun víðfeðmara húsnæðisóöryggi. Þetta leiddi til þess að félagslegum íbúðum fækkaði um helming milli áranna 1998 og 2017. Allt var þetta í anda hugmyndafræðilegrar kreddu um að allir ættu að eiga húsnæði. Í raunveruleikanum gengur það auðvitað ekki upp og því sátu risastórir hópar uppi með húsnæðisóöryggi og oft á hrakhólum fyrir vikið. Meira húsnæðisöryggi Almennu íbúðirnar eru byggðar fyrir stofnframlög og hagstæð lán frá hinu opinbera af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þær íbúðir sem hafa fengið slík stofnframlög eru ætlaðar fyrir alls kyns hópa sem eru í lægri tekjuhópum samfélagsins og eiga litlar eða engar eignir. Leigan hjá þeim er allt að þriðjungi lægri en á almennum leigumarkaði. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum telja sig búa við meira húsnæðisöryggi en þeir sem leigja af einkareknum félögum og hlutfall þeirra sem telja sig búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað er líka mun lægra þar en þeirra sem reka sig til að greiða arð. Í nýlegu svari við fyrirspurn á Alþingi kom fram að stofnframlögum hafi verið úthlutað til byggingar eða kaupa á 2.575 almennri íbúð frá því að lögin tóku gildi fyrir um níu árum síðan og fram á mitt þetta ár. Yfir sex þúsund manns komin í skjól Í þessum almennu íbúðum búa 6.152 manns. Biðlistar eftir því að komast að í kerfinu eru langir og ljóst að eftirspurnin eftir svona úrræði, sem tryggir gæðamikið og öruggt húsnæði fyrir viðkvæma hópa, er gríðarleg. Þessari eftirspurn ætlar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að mæta. Í nýjum húsnæðispakka hennar kemur fram að stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga verði aukin verulega. Almennu íbúðunum verður fjölgað og fleiri munu komast í skjól þeirra. Það að vera með þak yfir höfuðið á nefnilega ekki að vera forréttindi heldur mannréttindi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun