Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar 8. nóvember 2025 13:31 Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun