Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar 8. nóvember 2025 13:31 Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar föður míns eru báðir af dönsku bergi brotnir og faðir móður minnar af norsku, en báðir foreldrar mínir fæddir á Íslandi. Ég spurði mömmu og pabba stundum þegar ég var barn hvort ég væri ekki ½ Dani, ¼ Norðmaður og ¼ Íslendingur miðað við ætterni mitt, en þá var bara brosað og sagt ,,Hvað finnst þér?“ Ég er í raun það sem mætti kalla 3. kynslóð af erlendum uppruna, er ég íslenskur? Ég… Tala íslensku ☑ Skrifa íslensku ☑ Hef lesið Íslendingasögur og Laxness ☑ Vil mannréttindi ☑ Þekki íslensk gildi og menningu ☑ Vil trúfrelsi ☑ Borða allan þorramat ☐ Er með ,,íslenskt“ nafn ☐ Vil jafnrétti ☑ Allir forfeður fæddust á Íslandi ☐ Gera ofangreind atriði einhvern íslenskan ? Þarf að haka í allt til að teljast íslenskur? Eru þetta réttu atriðin? Eru til einhver rétt atriði sem gera fólk að Íslendingum? Í viðtali við Morgunblaðið 27.5.2024 sagði handboltahetjan Alexander Petersson um son sinn sem líka er handboltahetja: „Mér finnst gott að hann valdi Ísland. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann hefur líka fyrst og fremst æft í Þýskalandi. Honum finnst samt skemmtilegra á Íslandi og hann hefur alltaf sagt að hann sé Íslendingur“ Kannski er það skrítið en mér hefur alltaf fundist Alexander sjálfur íslenskur. Hvað þá þegar hann steytir hnefann upp í loftið í íslenska landsliðsbúningnum. Ég veit ekki hvort hann telur sig meiri Íslending en Letta enda skiptir það mig ekki máli. Leifur Heppni á rætur sínar að rekja til Noregs, fæddist á Íslandi en bjó lengst af á Grænlandi í grænlenskri menningu. Norðmenn vilja eigna sér hann, er hann íslenskur eða kannski grænlenskur? Glæpamenn, ofbeldis-, ofstækis- og yfirgangsfólk sem virða ekki mannréttindi og jafnrétti, ætlast til að allir aðrir beygi sig og hneigi eftir þeirra duttlungum og leggur ekkert til sameiginlegra sjóða ættu hins vegar að vera annars staðar. Ert þú Íslendingur…? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun