Grafalvarleg staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 13:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verklýðsfélags Akraness og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segja vont að heyra af því hversu lengi áhrifa bilunarinnar hjá Norðuráli mun gæta. vísir/visir Grafalvarleg staða er að teiknast upp vegna bilunarinnar hjá Norðuráli, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt nýjustu áætlunum fyrirtækisins er ekki gert ráð fyrir að framleiðsla verði komin í fullan gang fyrr en eftir ár. Framleiðsla í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga var stöðvuð í lok október vegna bilunar í tveimur spennum. Til þess að endurræsa megi línuna þarf að framleiða, flytja inn og setja upp nýja spenna. Samkvæmt nýjustu áætlunum er nú gert ráð fyrir að það verði ekki fyrr en eftir ellefu til tólf mánuði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist stöðuna grafalvarlega. „Við skulum alveg átta okkur á því að hér er verið að tala um tapaðar útflutningstekjur sem nema upp undir sex milljörðum króna á mánuði. Þannig að hver mánuður er mjög dýr fyrir íslenskt þjóðarbú,“ segir Vilhjálmur. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að um slæm tíðindi væri að ræða. „Við hins vegar gerðum okkur grein fyrir því að staðan gæti verið mjög þröng. Það hefur verið þannig að eftirspurn eftir spennum hefur verið mjög mikil vegna ástandsins í Úkraínu og við vissum að það gætu orðið tafir á afhendingu,“ sagði Daði. Áhrif á hagvöxt Til að setja möguleg áhrif í samhengi má benda á að ASÍ gaf nýverið út hagspá þar sem í grunnspá er gert ráð fyrir að áhrif bilunarinnar vari í sex mánuði og að hagvöxtur verði þá 1,6 prósent. Í svartari sviðsmynd er hins vegar gert ráð fyrir að áhrifin vari í allt að tólf mánuði og að hagvöxtur verði þá einungis 0,9 prósent. Vilhjálmur segir áhrifin einnig afleidd og koma fram hjá fyrirtækjum sem þjónusta starfsemina á einhvern hátt. „Þau munu klárlega finna óbeint fyrir því af fullum þunga þegar framleiðslan dregst saman um sextíu og sex prósent. Þannig að ég hef áhyggjur af því að þetta dragist þetta lengi.“ Reynt verður að gera við spenna sem biluðu og nýta þá tímabundið þar til nýir fást.vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Norðurál segir að reynt verði að stytta tímann eins og unnt er. Skoðað verði hvort hægt sé að fara í viðgerð á biluðum spennum og nota þá tímabundið. Takist það gæti framleiðsla hafist nokkrum mánuðum fyrr. Vilhjálmur vonar að það gangi eftir og bendir á að bilunin hafi mikil áhrif á atvinulíf á Vesturlandi; allt að fimmtíu afleysingarmenn sem hafi verið að taka vaktir í álverinu eigi ekki lengur kost á því. „Ef þessi sviðsmynd teiknast upp, þá verða ekki sumarafleysingar eins og verið hefur, þar sem eitt hundrað til tvö hunduð manns fá vinnu, þannig að þetta hefur víðtæk áhrif,“ segir Vilhjálmur. Fyrirtæki á eigin ábyrgð Daði Már bendir á að þrátt fyrir þetta sé enn gert ráð fyrir hagvexti. „Það er ekki samdráttur í íslenska hagkerfinu og við getum ekki sagt að hér sé neins konar kreppa ennþá. Það sýnir raunar hversu stöðugt íslenskt hagkerfi er orðið og hversu fjölbreytt það er orðið. Þrátt fyrir þessar vondu fréttir gerum við samt ráð fyrir hagvexti á næsta ári.“ Hann segir ríkisstjórnina ekki huga að sérstökum aðgerðum vegna Norðuráls að svo stöddu. „Almennt séð er það þannig að einkafyrirtæki á Íslandi reka sína starfsemi á eigin ábyrgð. Það er ekki skynsamlegt né heppilegt að ríkið sé að stíga þar inn í að óþörfu. Hvort við hins vegar munum horfa fram á meiri framkvæmdir eða eitthvað slíkt. Það mun bara koma í ljós þegar við förum að vinna fjármálaáætlun,“ segir Daði Már. Bilun hjá Norðuráli Hvalfjarðarsveit Stóriðja Áliðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Framleiðsla í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga var stöðvuð í lok október vegna bilunar í tveimur spennum. Til þess að endurræsa megi línuna þarf að framleiða, flytja inn og setja upp nýja spenna. Samkvæmt nýjustu áætlunum er nú gert ráð fyrir að það verði ekki fyrr en eftir ellefu til tólf mánuði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist stöðuna grafalvarlega. „Við skulum alveg átta okkur á því að hér er verið að tala um tapaðar útflutningstekjur sem nema upp undir sex milljörðum króna á mánuði. Þannig að hver mánuður er mjög dýr fyrir íslenskt þjóðarbú,“ segir Vilhjálmur. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að um slæm tíðindi væri að ræða. „Við hins vegar gerðum okkur grein fyrir því að staðan gæti verið mjög þröng. Það hefur verið þannig að eftirspurn eftir spennum hefur verið mjög mikil vegna ástandsins í Úkraínu og við vissum að það gætu orðið tafir á afhendingu,“ sagði Daði. Áhrif á hagvöxt Til að setja möguleg áhrif í samhengi má benda á að ASÍ gaf nýverið út hagspá þar sem í grunnspá er gert ráð fyrir að áhrif bilunarinnar vari í sex mánuði og að hagvöxtur verði þá 1,6 prósent. Í svartari sviðsmynd er hins vegar gert ráð fyrir að áhrifin vari í allt að tólf mánuði og að hagvöxtur verði þá einungis 0,9 prósent. Vilhjálmur segir áhrifin einnig afleidd og koma fram hjá fyrirtækjum sem þjónusta starfsemina á einhvern hátt. „Þau munu klárlega finna óbeint fyrir því af fullum þunga þegar framleiðslan dregst saman um sextíu og sex prósent. Þannig að ég hef áhyggjur af því að þetta dragist þetta lengi.“ Reynt verður að gera við spenna sem biluðu og nýta þá tímabundið þar til nýir fást.vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Norðurál segir að reynt verði að stytta tímann eins og unnt er. Skoðað verði hvort hægt sé að fara í viðgerð á biluðum spennum og nota þá tímabundið. Takist það gæti framleiðsla hafist nokkrum mánuðum fyrr. Vilhjálmur vonar að það gangi eftir og bendir á að bilunin hafi mikil áhrif á atvinulíf á Vesturlandi; allt að fimmtíu afleysingarmenn sem hafi verið að taka vaktir í álverinu eigi ekki lengur kost á því. „Ef þessi sviðsmynd teiknast upp, þá verða ekki sumarafleysingar eins og verið hefur, þar sem eitt hundrað til tvö hunduð manns fá vinnu, þannig að þetta hefur víðtæk áhrif,“ segir Vilhjálmur. Fyrirtæki á eigin ábyrgð Daði Már bendir á að þrátt fyrir þetta sé enn gert ráð fyrir hagvexti. „Það er ekki samdráttur í íslenska hagkerfinu og við getum ekki sagt að hér sé neins konar kreppa ennþá. Það sýnir raunar hversu stöðugt íslenskt hagkerfi er orðið og hversu fjölbreytt það er orðið. Þrátt fyrir þessar vondu fréttir gerum við samt ráð fyrir hagvexti á næsta ári.“ Hann segir ríkisstjórnina ekki huga að sérstökum aðgerðum vegna Norðuráls að svo stöddu. „Almennt séð er það þannig að einkafyrirtæki á Íslandi reka sína starfsemi á eigin ábyrgð. Það er ekki skynsamlegt né heppilegt að ríkið sé að stíga þar inn í að óþörfu. Hvort við hins vegar munum horfa fram á meiri framkvæmdir eða eitthvað slíkt. Það mun bara koma í ljós þegar við förum að vinna fjármálaáætlun,“ segir Daði Már.
Bilun hjá Norðuráli Hvalfjarðarsveit Stóriðja Áliðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira