Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 7. nóvember 2025 10:00 Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi. Ef horft er til sölu fólksbíla síðustu þrjú ár þá er ljóst að sala til almennings á nýjum beinskiptum bílum er innan við 5% ár hvert. Ljóst er að hinir almennu kaupendur kjósa bíla án beinskiptingar, valið er sjálfskiptir bílar eða rafmagnsbílar að einhverju tagi. Þessari þróun þurfa stjórnvöld að vera vakandi yfir og bregðast við í tíma m.a. með því að aðlaga ökunám, ökuréttindi og ökupróf í takt við það sem nýr raunveruleiki kallar á. Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 er heimilt að þreyta verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda á sjálfskipta bifreið. Sé það gert fær ökumaður takmörkun í ökuskírteini sitt þ.e. tákntöluna 78 og hefur ekki heimild til að aka bíl með beinskiptingu. Vilji viðkomandi fá réttindi á beinskiptan bíl síðar verður hann að sækja aftur um námsheimild hjá sýslumanni, hafa samband við ökukennara og þreyta aksturshæfnispróf á beinskiptan kennslubíl hjá Frumherja. Það er ekki aðeins hér á landi sem beinskiptum bílum hefur farið fækkandi og hafa lönd í kringum okkur brugðist við þeirri þróun. Ef við horfum til Danmerkur þá var sú breyting gerð að heimila verklegt próf á sjálfskiptum bíl en hafi ökunemi tekið a.m.k. sjö verklega ökutíma með ökukennara á beinskiptan bíl öðlast hann réttindi án takmörkunar, hann fær réttindi bæði á beinskiptan og sjálfskiptan bíl. Þriggja stafa tákntala er skráð við ökuréttindin til vitnis um það að viðkomandi hafi lokið fullnægjandi námi í akstri á beinskiptum og sjálfskiptum bíl en þreytt verklega ökuprófið á sjálfskiptum bíl. Samskonar leið er farin í Þýskalandi sem þýðir að ríki sem við berum okkur gjarnan saman við varðandi ökunám og ökuréttindi hafa þegar brugðist við þessum breytingum. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu þá hefur ekki verið til athugunar að breyta núverandi fyrirkomulagi hér á landi þrátt fyrir að hlutfall nýrra seldra bíla til almennings hafi tekið umræddum breytingum. Við hjá Ökukennarafélagi Íslands teljum mikilvægt að gefa ökunemum kost á að þreyta verklegt ökupróf á sjálfskiptum bíl en öðlast í leiðinni réttindi að stjórna beinskiptum bíl hafi þeir lært og lokið tilætluðum fjölda ökutíma á beinskiptum bíl. Mikilvægt er að samtalið fari fram sem fyrst varðandi ofangreint enda nauðsynlegt að endurskoða og rýna prófþætti, ökunám og umferðarmál reglulega með það í huga að koma á móts við þær breytingar sem eiga sér stað tengt málaflokknum. Að slíku samtali á Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma að. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Bílar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi. Ef horft er til sölu fólksbíla síðustu þrjú ár þá er ljóst að sala til almennings á nýjum beinskiptum bílum er innan við 5% ár hvert. Ljóst er að hinir almennu kaupendur kjósa bíla án beinskiptingar, valið er sjálfskiptir bílar eða rafmagnsbílar að einhverju tagi. Þessari þróun þurfa stjórnvöld að vera vakandi yfir og bregðast við í tíma m.a. með því að aðlaga ökunám, ökuréttindi og ökupróf í takt við það sem nýr raunveruleiki kallar á. Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 er heimilt að þreyta verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda á sjálfskipta bifreið. Sé það gert fær ökumaður takmörkun í ökuskírteini sitt þ.e. tákntöluna 78 og hefur ekki heimild til að aka bíl með beinskiptingu. Vilji viðkomandi fá réttindi á beinskiptan bíl síðar verður hann að sækja aftur um námsheimild hjá sýslumanni, hafa samband við ökukennara og þreyta aksturshæfnispróf á beinskiptan kennslubíl hjá Frumherja. Það er ekki aðeins hér á landi sem beinskiptum bílum hefur farið fækkandi og hafa lönd í kringum okkur brugðist við þeirri þróun. Ef við horfum til Danmerkur þá var sú breyting gerð að heimila verklegt próf á sjálfskiptum bíl en hafi ökunemi tekið a.m.k. sjö verklega ökutíma með ökukennara á beinskiptan bíl öðlast hann réttindi án takmörkunar, hann fær réttindi bæði á beinskiptan og sjálfskiptan bíl. Þriggja stafa tákntala er skráð við ökuréttindin til vitnis um það að viðkomandi hafi lokið fullnægjandi námi í akstri á beinskiptum og sjálfskiptum bíl en þreytt verklega ökuprófið á sjálfskiptum bíl. Samskonar leið er farin í Þýskalandi sem þýðir að ríki sem við berum okkur gjarnan saman við varðandi ökunám og ökuréttindi hafa þegar brugðist við þessum breytingum. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu þá hefur ekki verið til athugunar að breyta núverandi fyrirkomulagi hér á landi þrátt fyrir að hlutfall nýrra seldra bíla til almennings hafi tekið umræddum breytingum. Við hjá Ökukennarafélagi Íslands teljum mikilvægt að gefa ökunemum kost á að þreyta verklegt ökupróf á sjálfskiptum bíl en öðlast í leiðinni réttindi að stjórna beinskiptum bíl hafi þeir lært og lokið tilætluðum fjölda ökutíma á beinskiptum bíl. Mikilvægt er að samtalið fari fram sem fyrst varðandi ofangreint enda nauðsynlegt að endurskoða og rýna prófþætti, ökunám og umferðarmál reglulega með það í huga að koma á móts við þær breytingar sem eiga sér stað tengt málaflokknum. Að slíku samtali á Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma að. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar