Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar 3. nóvember 2025 20:00 Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun