Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar 3. nóvember 2025 20:00 Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í frægu atriði í kvikmyndinni A Man for All Seasons, sem fjallar um enska hugsuðinn og lögfræðinginn Thomas More, þrætir hann við vonbiðil dóttur sinnar um hvort yfirvöld mættu refsa fólki fyrir að vera slæmar manneskjur, eitthvað sem vonbiðillinn styður fjálglega. More spyr þá hvort hann myndi brjóta lögin til að handsama Djöfulinn sjálfan. Biðillinn svarar því játandi, og ekki nóg með það, heldur myndi hann rífa niður allan lagabálk Englands til að handsama kauða. More svarar þá um hæl og spyr hvar hann myndi þá fela sig ef Kölski kæmi á eftir honum, nú þegar það stæðu engin lög eftir til að skýla vonbiðlinum refsiglaða. Það er gagnlegt að hafa þetta atriði í huga þegar við lesum fréttir af árásum bandarískra stjórnvalda í Kyrra- og Karíbahafi. Tugir manna hafa látist í þessum árásum og samkvæmt Hvíta húsinu voru þar á ferð eiturlyfjasmyglarar sem voru að flytja varning sinn norður á leið. Ef rétt reynist þá voru þetta nú ekki fyrirmyndarborgarar en það breytir því ekki að þarna varð mikilvægur vendipunktur hjá Trump-stjórninni. Í gegnum árin hafa ólíkar bandarískar ríkisstjórnir vissulega stundað árásir gegn ýmsum hryðjuverkahópum, og deila má um lögmæti þeirra aðgerða, en hér er enginn vafi. Meintir smyglbátar eru ekki hernaðarskotmörk og þarna var hertólum beitt í því sem hefðu átt að vera lögregluaðgerðir. Þarna voru framin morð með vitund og vilja æðstu yfirvalda. Við vitum þó lítið um fórnarlömb þessara árása. Hvíta húsið hefur tregðast við að veita sönnunargögn fyrir því að þarna hafi eiturlyfjasmyglarar verið á ferð og bendir ýmislegt til þess að saklaust fólk hafi farist í þessum aðgerðum; meðal annars hefur forseti Kólumbíu sakað Bandaríkin um að myrða kólumbískan fiskimann í landhelgi ríkisins. Jafnvel þótt þarna hefðu eingöngu verið forhertir eiturlyfjasmyglarar á ferð þá breytir það engu. Morð er morð og lögin sem vernda glæpamenn vernda líka okkur hin. Ef stjórnvöld segjast hafa rétt á að myrða þá með köldu blóði, þá er enginn óhultur, ekki síst þegar þau telja sig hafa takmarkalaust frelsi til að ákveða hver teljist vera glæpamaður. Trump-stjórnin á ekki aðeins aðdáendur í Bandaríkjunum, þá má líka finna hér á landi. Oft er þetta sama fólkið og hefur hrópað manna hæst „Saklaus uns sekt er sönnuð!“ Nú ver það stjórn sem myrðir án dóms og laga. Í þessum hópi eru ýmsir þátttakendur í íslensku stjórnmálalífi; má þar nefna ungliða Miðflokksins sem notast við Trumpísk eftirhermuslagorð og húfur, auk vissra þingmanna flokksins sem ná vart andanum yfir aðdáun sinni á Bandaríkjaforsetanum og kvarta sáran þegar hann fær ekki friðarverðlaun. Slíkir aðilar, sem vissulega má líka finna utan Miðflokksins, virðast því kippa sér lítið upp við hinn fjölbreytta afbrotalista Trump-stjórnarinnar; hvort sem hún fremur morð á úthöfunum, lætur grímuklædda hrotta ræna fólki af götunum eða sendir það í erlend gúlög án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta vekur upp ýmsar erfiðar spurningar um þessa aðila. Væru þeir líklegir til að virða grundvallarréttindi almennings ef þeir kæmust til valda? Eða myndu þeir fylgja fordæmi forsetans vestanhafs og nota völd sín til að grafa undan grunnstoðum réttarríkisins hér á landi? Aðeins þeir vita svarið. En almenningur getur ekki treyst því að stjórnmálamenn sem styðja lögleysu og morð muni viðhalda lögum og reglu. Þeir eru ekki þess verðugir að sitja á valdastóli. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun