Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:31 „Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
„Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun