Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 14:02 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. vísir/egill Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær breytingar á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda. Hefur hámarkið við kaup á fyrstu eign verið hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent en hámark hlutfallsins fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósentum. Þetta sé gert til að bregðast við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem hafi skapað nokkra óvissu á íbúðalánamarkaði. Staða kaupenda með lægri tekjur virðist hafa versnað. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að þessi breyting komi ekki til með að hafa áhrif á fjölda fólks þar sem reglur um greiðslumat haldast þær sömu. „Viss hópur kemst jafn síður inn á markað nú sem áður. Hins vegar gæti þetta liðkað til fyrir sölu þar sem er afskaplega lítið framboð af minni eignum og hugsanlega gætu nýir kaupendur bæst við hópinn sem hafa núna efni á því að kaupa þessar aðeins stærri eignir sem að eru nú í boði og þannig komist inn á markað.“ Már bendir á að mikið framboð sé af dýrari millistórum og stærri íbúðum á fasteignamarkaði. Hann segir þó óvíst hvaða áhrif kaup með veðsetningarhlutfalli upp á 90 prósent muni hafa á lánakjör sem bankarnir bjóða upp á. „Þetta þýðir það auðvitað að í staðinn fyrir að þú eigir 15 prósent af eigninni þá áttu aðeins tíu prósent. Hugsanlega verða slík viðbótarlán, ef svo má að orði komast, aðeins dýrari og með hærra vaxtastigi. En hugsanlega gæti þetta liðkað til fyrir kaupum og minnkað þennan stappa af óseldum íbúðum.“ Hann segir þetta þó alls ekki leysa grunnvandann og ljóst að það vanti fleiri minni og ódýrari íbúðir. Um jákvætt skref sé þó að ræða. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum hver raunveruleg áhrif eru. Ég var að tala við Pál Pálsson fasteignasala og hans ágiskun var að þúsund til fimmtán hundruð manneskjur munu bætast inn á fasteignamarkað.“ Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær breytingar á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda. Hefur hámarkið við kaup á fyrstu eign verið hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent en hámark hlutfallsins fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósentum. Þetta sé gert til að bregðast við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem hafi skapað nokkra óvissu á íbúðalánamarkaði. Staða kaupenda með lægri tekjur virðist hafa versnað. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að þessi breyting komi ekki til með að hafa áhrif á fjölda fólks þar sem reglur um greiðslumat haldast þær sömu. „Viss hópur kemst jafn síður inn á markað nú sem áður. Hins vegar gæti þetta liðkað til fyrir sölu þar sem er afskaplega lítið framboð af minni eignum og hugsanlega gætu nýir kaupendur bæst við hópinn sem hafa núna efni á því að kaupa þessar aðeins stærri eignir sem að eru nú í boði og þannig komist inn á markað.“ Már bendir á að mikið framboð sé af dýrari millistórum og stærri íbúðum á fasteignamarkaði. Hann segir þó óvíst hvaða áhrif kaup með veðsetningarhlutfalli upp á 90 prósent muni hafa á lánakjör sem bankarnir bjóða upp á. „Þetta þýðir það auðvitað að í staðinn fyrir að þú eigir 15 prósent af eigninni þá áttu aðeins tíu prósent. Hugsanlega verða slík viðbótarlán, ef svo má að orði komast, aðeins dýrari og með hærra vaxtastigi. En hugsanlega gæti þetta liðkað til fyrir kaupum og minnkað þennan stappa af óseldum íbúðum.“ Hann segir þetta þó alls ekki leysa grunnvandann og ljóst að það vanti fleiri minni og ódýrari íbúðir. Um jákvætt skref sé þó að ræða. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum hver raunveruleg áhrif eru. Ég var að tala við Pál Pálsson fasteignasala og hans ágiskun var að þúsund til fimmtán hundruð manneskjur munu bætast inn á fasteignamarkað.“
Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira