Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike, Bjarni Þórður Bjarnason og Tómas Már Sigurðsson skrifa 31. október 2025 08:03 Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar