Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar 31. október 2025 07:03 Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Marokkó Vestur-Sahara Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun