„Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Árni Sæberg skrifar 27. október 2025 17:10 Ingólfur Bender er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Vísir/Arnar Halldórsson Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að ef löggjafinn og Seðlabankinn bregðast ekki við því ástandi sem nú er uppi á lánamarkaði af festu, sé viðbúið að lendingin verði hörð. „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin. Störfum í greininni er að fækka og veltan að dragast saman. Gjaldþrotum hefur ekki fjölgað enn en hins vegar hefur arðsemi fyrirtækja í greininni dregist saman og var hún nú ekki mikil fyrir,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum á lánamarkaði. Landsbankinn hefur tilkynnt um víðtækar breytingar á lánaframboði bankans og aðrir lánveitendur hafa gert tímabundnar breytingar vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. „Það blasir við að það þarf að lækka vexti og lántökuskilyrði Seðlabankans þarf líka að milda. Óvissan um framtíð húsnæðislána sem nú er uppi á heima á forgangslista ríkisstjórnarinnar og taka þarf málið fyrir hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Endurskoða þarf kerfi húsnæðislána þannig að það mæti þörfum landsmanna til framtíðar,“ segir Ingólfur. Dragi verulega úr möguleikum Hann segir að takmarkað framboð á lánamarkaði dragi verulega úr möguleikum kaupenda á íbúðamarkaðinum að fjármagna sín kaup með lánum. Í fyrra hafi verðtryggð lán verið um 70 prósent allra veittra nýrra lána og það hlutfall hafi verið 60 prósent það sem af er þessu ári. „Staðan er óviðunandi og óvissan sem þessu fylgir má ekki vara lengi. Ljóst er að hver dagur sem líður hefur umtalsverð áhrif á íbúðamarkaði þar sem fjöldi kaupasamninga falla niður og sölukeðjur rofna. Hver dagur sem líður veldur kostnaði fyrir kaupendur og seljendur á íbúðamarkaði og þar með samfélagið í heild.“ Ekki á ástandið bætandi Ingólfur segir þetta hlé á lánveitingum og þessi auknu óvissu koma á mjög slæmum tíma fyrir byggingariðnaðinn, sem hafi mátt glíma við versnandi starfsumhverfi undanfarið. Vaxtakostnaður framkvæmdalána sé hár og sölutími nýrra eigna hafi lengst. Hann sé nú um 250 dagar að jafnaði. Hár vaxtakostnaður telji því á eignum sem seljast ekki í þessu óvissuástandi. Kynslóðum sé haldið á hliðarlínunni og fólk fái ekki að mæta sínum þörfum á sama tíma og þessar íbúðir eru til. Þessu til viðbótar hafi byggingarkostnaður farið hækkandi, meðal annars vegna mikilla hækkana sveitarfélaga á gatnagerðar- og byggingarréttargjöldum. Við þetta bætist að nýtt regluverk Evrópusambandsins, CRR III, um eiginfjárkröfur banka, sem innleiða á á árinu gæti hækkað vexti um 1-1,9 prósentustig á framkvæmdalánum. „Þetta hækkar vaxtakostnað greinarinnar um fjóra til fimm milljarða króna árlega. Einnig hefur skattbyrði á greinina aukist vegna hækkunar virðisaukaskatts á vinnu á verkstað sem síðasta ríkisstjórn kom á. Þetta umhverfi hefur valdið samdrætti í greininni sem við sjáum nú t.d. í því að velta í greininni er að dragast saman og starfsfólki að fækka. Það er því ekki á það bætandi að óvissa ríkir nú um stöðu lántakenda og að lánamöguleikar þeirra hafa verið skertir,“ segir Ingólfur að lokum. Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Seðlabankinn Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
„Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin. Störfum í greininni er að fækka og veltan að dragast saman. Gjaldþrotum hefur ekki fjölgað enn en hins vegar hefur arðsemi fyrirtækja í greininni dregist saman og var hún nú ekki mikil fyrir,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum á lánamarkaði. Landsbankinn hefur tilkynnt um víðtækar breytingar á lánaframboði bankans og aðrir lánveitendur hafa gert tímabundnar breytingar vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. „Það blasir við að það þarf að lækka vexti og lántökuskilyrði Seðlabankans þarf líka að milda. Óvissan um framtíð húsnæðislána sem nú er uppi á heima á forgangslista ríkisstjórnarinnar og taka þarf málið fyrir hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Endurskoða þarf kerfi húsnæðislána þannig að það mæti þörfum landsmanna til framtíðar,“ segir Ingólfur. Dragi verulega úr möguleikum Hann segir að takmarkað framboð á lánamarkaði dragi verulega úr möguleikum kaupenda á íbúðamarkaðinum að fjármagna sín kaup með lánum. Í fyrra hafi verðtryggð lán verið um 70 prósent allra veittra nýrra lána og það hlutfall hafi verið 60 prósent það sem af er þessu ári. „Staðan er óviðunandi og óvissan sem þessu fylgir má ekki vara lengi. Ljóst er að hver dagur sem líður hefur umtalsverð áhrif á íbúðamarkaði þar sem fjöldi kaupasamninga falla niður og sölukeðjur rofna. Hver dagur sem líður veldur kostnaði fyrir kaupendur og seljendur á íbúðamarkaði og þar með samfélagið í heild.“ Ekki á ástandið bætandi Ingólfur segir þetta hlé á lánveitingum og þessi auknu óvissu koma á mjög slæmum tíma fyrir byggingariðnaðinn, sem hafi mátt glíma við versnandi starfsumhverfi undanfarið. Vaxtakostnaður framkvæmdalána sé hár og sölutími nýrra eigna hafi lengst. Hann sé nú um 250 dagar að jafnaði. Hár vaxtakostnaður telji því á eignum sem seljast ekki í þessu óvissuástandi. Kynslóðum sé haldið á hliðarlínunni og fólk fái ekki að mæta sínum þörfum á sama tíma og þessar íbúðir eru til. Þessu til viðbótar hafi byggingarkostnaður farið hækkandi, meðal annars vegna mikilla hækkana sveitarfélaga á gatnagerðar- og byggingarréttargjöldum. Við þetta bætist að nýtt regluverk Evrópusambandsins, CRR III, um eiginfjárkröfur banka, sem innleiða á á árinu gæti hækkað vexti um 1-1,9 prósentustig á framkvæmdalánum. „Þetta hækkar vaxtakostnað greinarinnar um fjóra til fimm milljarða króna árlega. Einnig hefur skattbyrði á greinina aukist vegna hækkunar virðisaukaskatts á vinnu á verkstað sem síðasta ríkisstjórn kom á. Þetta umhverfi hefur valdið samdrætti í greininni sem við sjáum nú t.d. í því að velta í greininni er að dragast saman og starfsfólki að fækka. Það er því ekki á það bætandi að óvissa ríkir nú um stöðu lántakenda og að lánamöguleikar þeirra hafa verið skertir,“ segir Ingólfur að lokum.
Fjármálafyrirtæki Byggingariðnaður Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Seðlabankinn Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira