Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 28. október 2025 07:03 Í vinnunni tölum við oft opinskátt um svefn, mataræði og streitu, en hvað með túrverki og breytingaskeiðið? Sennilega ekki. Eigum við að ræða túrverki og breytingaskeiðið? Já, endilega! Rannsóknir sýna að einkenni breytingaskeiðsins og vandamál tengd tíðaheilsu geta haft veruleg áhrif á líðan og starfsgetu kvenna. Margar upplifa svefnleysi, hitakóf, einbeitingarskort, verki og þreytu, einkenni sem geta gert daglegt starf erfiðara og jafnvel orðið til þess að þær hætta störfum, tímabundið eða varanlega. Tíðaheilsa á ekki að vera feimnismál. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir öll sem þar vinna. Tíðaheilsa er vinnumarkaðsmál Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru konur spurðar hvort þær hefðu einhvern tíma átt í erfiðleikum með að sinna starfi sínu vegna einkenna breytingaskeiðsins, svo sem skapsveiflna, hitakófa, svefnleysis, kvíða eða þreytu. Þrettán prósent svarenda sögðust oft hafa fundið fyrir einhverjum þessara einkenna, fjórðungur stundum, 23% sjaldan og tveir af hverjum fimm aldrei. Erlendar rannsóknir segja svipaða sögu, allt að 10% kvenna íhuga að hætta að vinna vegna einkenna sem tengjast breytingaskeiði og einkenni tíðaheilsu kosta að meðaltali sex veikindadaga á ári. Þetta er ekki bara heilsu- og velferðartengt vandamál heldur líka efnahagslegt. Þegar reynslumikið starfsfólk hverfur frá störfum tapar vinnustaðurinn þekkingu, samfellu og verðmætri reynslu. Það er því bæði mannúðlegt og skynsamlegt að skapa vinnuumhverfi sem styður við tíðaheilsu og breytingaskeið. Staðall um tíðir, og breytingarskeið Í Bretlandi hefur verið gefinn út staðallinn Menstruation, Menstrual Health and Menopause in the Workplace, leiðbeiningar sem hjálpa vinnustöðum að skapa betra umhverfi í tengslum við tíðir, tíðaheilsu og breytingaskeiðið. Staðallinn kom út árið 2023 og hefur verið sóttur af yfir 11.000 aðilum í 142 löndum. Það hefur þegar sýnt sig að staðallinn hefur stuðlað að opnari umræðu og markvissari stuðningi á vinnustöðum og þar með gert vinnustaði betri. Staðallinn er hannaður fyrir vinnustaði af öllum stærðum og gerðum, en er ekki ætlaður til formlegrar vottunar á borð við hefðbundna gæðastjórnunarstaðla. Þess í stað veitir staðallinn hagnýtar leiðbeiningar hvernig jafnvel smávægilegar breytingar á vinnuumhverfi og viðmóti geta haft veruleg áhrif á vellíðan starfsfólks. Staðallinn býður upp á fjölbreytt verkfæri í formi leiðbeininga, gátlista og sjálfsmatskvarða, sem styðja stjórnendur og mannauðsfólk í að nálgast málefnið af fagmennsku og virðingu. Hann auðveldar stefnumótun og er gagnlegt verkfæri í fræðslu og samtal um samskipti á vinnustaðnum þannig að öll geti notið sín í starfi, óháð hormónastigi. Eflum tíðaheilsu á íslenskum vinnustöðum Staðlaráð Íslands, með stuðningi stéttarfélagsins Visku, vinnur nú að þýðingu og útgáfu staðalsins út á íslensku. Markmið Visku með því að kosta þýðingu staðalsins er skýrt: Að stuðla að jafnrétti og velferð á vinnumarkaði. Tíðir, tíðaheilsa og breytingaskeiðið eru hluti af vinnuvernd og öryggi en ekki einkamál sem á að þegja yfir, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Þegar staðallinn um tíðir, tíðaheilsu og breytingarskeiðið kemur út á íslensku verður hann gerður aðgengilegur öllum, ókeypis og á rafrænu formi. Þetta er tímamótaverkefni sem miðar að því að færa umræðuna inn á vinnustaði þar sem hún á heima. Eigum við að ræða um túrverki og breytingaskeiðið á vinnustað? Já, endilega! Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Umdeilanleg áform Auðunn Arnórsson Fastir pennar Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Að taka ábyrgð Fastir pennar Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Í vinnunni tölum við oft opinskátt um svefn, mataræði og streitu, en hvað með túrverki og breytingaskeiðið? Sennilega ekki. Eigum við að ræða túrverki og breytingaskeiðið? Já, endilega! Rannsóknir sýna að einkenni breytingaskeiðsins og vandamál tengd tíðaheilsu geta haft veruleg áhrif á líðan og starfsgetu kvenna. Margar upplifa svefnleysi, hitakóf, einbeitingarskort, verki og þreytu, einkenni sem geta gert daglegt starf erfiðara og jafnvel orðið til þess að þær hætta störfum, tímabundið eða varanlega. Tíðaheilsa á ekki að vera feimnismál. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir öll sem þar vinna. Tíðaheilsa er vinnumarkaðsmál Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru konur spurðar hvort þær hefðu einhvern tíma átt í erfiðleikum með að sinna starfi sínu vegna einkenna breytingaskeiðsins, svo sem skapsveiflna, hitakófa, svefnleysis, kvíða eða þreytu. Þrettán prósent svarenda sögðust oft hafa fundið fyrir einhverjum þessara einkenna, fjórðungur stundum, 23% sjaldan og tveir af hverjum fimm aldrei. Erlendar rannsóknir segja svipaða sögu, allt að 10% kvenna íhuga að hætta að vinna vegna einkenna sem tengjast breytingaskeiði og einkenni tíðaheilsu kosta að meðaltali sex veikindadaga á ári. Þetta er ekki bara heilsu- og velferðartengt vandamál heldur líka efnahagslegt. Þegar reynslumikið starfsfólk hverfur frá störfum tapar vinnustaðurinn þekkingu, samfellu og verðmætri reynslu. Það er því bæði mannúðlegt og skynsamlegt að skapa vinnuumhverfi sem styður við tíðaheilsu og breytingaskeið. Staðall um tíðir, og breytingarskeið Í Bretlandi hefur verið gefinn út staðallinn Menstruation, Menstrual Health and Menopause in the Workplace, leiðbeiningar sem hjálpa vinnustöðum að skapa betra umhverfi í tengslum við tíðir, tíðaheilsu og breytingaskeiðið. Staðallinn kom út árið 2023 og hefur verið sóttur af yfir 11.000 aðilum í 142 löndum. Það hefur þegar sýnt sig að staðallinn hefur stuðlað að opnari umræðu og markvissari stuðningi á vinnustöðum og þar með gert vinnustaði betri. Staðallinn er hannaður fyrir vinnustaði af öllum stærðum og gerðum, en er ekki ætlaður til formlegrar vottunar á borð við hefðbundna gæðastjórnunarstaðla. Þess í stað veitir staðallinn hagnýtar leiðbeiningar hvernig jafnvel smávægilegar breytingar á vinnuumhverfi og viðmóti geta haft veruleg áhrif á vellíðan starfsfólks. Staðallinn býður upp á fjölbreytt verkfæri í formi leiðbeininga, gátlista og sjálfsmatskvarða, sem styðja stjórnendur og mannauðsfólk í að nálgast málefnið af fagmennsku og virðingu. Hann auðveldar stefnumótun og er gagnlegt verkfæri í fræðslu og samtal um samskipti á vinnustaðnum þannig að öll geti notið sín í starfi, óháð hormónastigi. Eflum tíðaheilsu á íslenskum vinnustöðum Staðlaráð Íslands, með stuðningi stéttarfélagsins Visku, vinnur nú að þýðingu og útgáfu staðalsins út á íslensku. Markmið Visku með því að kosta þýðingu staðalsins er skýrt: Að stuðla að jafnrétti og velferð á vinnumarkaði. Tíðir, tíðaheilsa og breytingaskeiðið eru hluti af vinnuvernd og öryggi en ekki einkamál sem á að þegja yfir, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Þegar staðallinn um tíðir, tíðaheilsu og breytingarskeiðið kemur út á íslensku verður hann gerður aðgengilegur öllum, ókeypis og á rafrænu formi. Þetta er tímamótaverkefni sem miðar að því að færa umræðuna inn á vinnustaði þar sem hún á heima. Eigum við að ræða um túrverki og breytingaskeiðið á vinnustað? Já, endilega! Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi.
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar