Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 24. október 2025 14:01 Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar