Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 24. október 2025 13:16 Greinin Leikur að lýðræðinu sem þrír sveitarstjórnarmenn í Grímsnes- og Grafningshreppi birtu 23. október á Visir.is, er dæmi um hvernig pólitískur meirihluti reynir að afvegaleiða umræðuna með því að sá tortryggni og ótta meðal íbúa. Það er ekki ólöglegt að búa í frístundahúsi Félagið Búsetufrelsi tekur þó undir eitt atriði með greinarhöfundum: ef einstaklingur skráir sig í sveitarfélag eingöngu til að kjósa og flytur sig strax út aftur, þá er það ekki til fyrirmyndar og brýtur í bága við anda laganna. En slíkt er ekki það sem er til umræðu í þessari grein. Greinarhöfundar vísa í „bann við fastri búsetu í frístundabyggð“. Slíkt bann er ekki til í íslenskum lögum. Lög nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur segja einfaldlega að einstaklingur skrái lögheimili þar sem hann býr að staðaldri — óháð því hvort húsið er merkt sem íbúðarhús eða frístundahús. Ef einstaklingur dvelur í frístundahúsi sínu mestan hluta ársins, sefur þar, geymir eigur sínar og lifir sínu daglega lífi þar, þá er það lögheimili hans samkvæmt anda laganna. Þjóðskrá Íslands hefur heimild og skyldu til að skrá slíkt sem ótilgreint lögheimili — ekki sveitarfélagið. Það að meirihluti sveitarstjórnar haldi öðru fram er ekki aðeins rangt, heldur grefur undan réttarríkinu. Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði gegn sveitarfélaginu Það virðist greinarhöfundum þægilegt að þegja yfir staðreynd sem skiptir hér öllu máli: Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði nýlega gegn Grímsnes- og Grafningshreppi í máli gegn Þjóðskrá Íslands. Í þeim úrskurði var skýrt tekið fram að sveitarfélagið hafi ekki heimild til að hafa afskipti af lögheimilisskráningu einstaklinga, né að leggja mat á lögmæti hennar. Það vald er alfarið hjá Þjóðskrá samkvæmt landslögum. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að halda fram rangfærslum — líkt og úrskurður ráðuneytisins hafi aldrei verið kveðinn upp. Það er sérkennilegt að sveitarstjórn sem segist tala fyrir „heiðarleika og ábyrgð“ skuli af ásetningi hunsa úrskurð æðra stjórnvalds. Tillögur sem ganga gegn stjórnarskrá og mannréttindum Greinarhöfundar fara jafnvel lengra og hvetja til lagabreytinga sem myndu útiloka fólk sem býr í frístundahúsi frá því að skrá lögheimili í því sveitarfélagi þar sem það býr. Þær tillögur eru ekki bara ólýðræðislegar — þær væru andstæðar stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttur til að ráða búsetu sinni og taka þátt í lýðræðislegu samfélagi er verndaður í: 65. gr. stjórnarskrárinnar (jafnræðisreglan 75. gr. stjórnarskrárinnar (réttur til frjálsrar búsetu) 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (réttur til friðhelgi heimilis) Að setja fólk sem býr í frístundahúsi í sérstakan flokk, svipta það rétti til þjónustu af hendi sveitarfélagsins, kjörgengi og kosningarétti og merkja það sem ,,óraunverulega íbúa”, væri bæði mismunun og brot á grundvallarréttindum. Að gera lítið úr íbúum – í nafni lýðræðis Í grein þeirra er hópur fólks — þeir sem hafa löglega skráð sig með „ótilgreint heimilisfang“ eða búa í frístundahúsi — settur upp sem vandamál. Þeir eru sagðir „raska lýðræðinu“, „spila með kerfið“ og skapa ójafnvægi í samfélaginu. Þetta er ekki bara ósanngjarnt – þetta er niðrandi gagnvart íbúum sem hafa farið eftir lögum og úrskurðum stjórnvalda. Það er dapurlegt að kjörnir fulltrúar noti vettvang fjölmiðla til að draga úr trúverðugleika eigin íbúa í stað þess að vinna með þeim. Lýðræði byggir á virðingu og jafnræði – ekki á útilokun og hræðsluáróðri. Lýðræði er ekki einkamál meirihlutans Það er kaldhæðnislegt að greinarhöfundar skuli tala um „leik að lýðræðinu“ þegar þeir sjálfir reyna að draga úr þátttöku fólks í kosningum með röngum upplýsingum og rangfærslum á lögum. Lýðræði verður brothætt, ekki þegar fólk vill taka þátt – heldur þegar fulltrúar valdsins, fyrrnefndir greinarhöfundar reyna að velja hverjir fá að taka þátt í samfélaginu. Það er ekki óheiðarlegt að vilja hafa rödd í sveitarfélaginu sem maður býr í. Það sem er óheiðarlegt, er að reyna að þagga niður í þeirri rödd með villandi upplýsingum. Við sem búum í Grímsnes- og Grafningshreppi – hvort sem er í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili eða íbúðarhúsi – erum íbúar þessa sveitarfélags í augum laga og samkvæmt úrskurði æðra stjórnvalds. Við eigum rétt til að kjósa, taka þátt og njóta virðingar – rétt eins og allir aðrir. Fyrir hönd stjórnar Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Greinin Leikur að lýðræðinu sem þrír sveitarstjórnarmenn í Grímsnes- og Grafningshreppi birtu 23. október á Visir.is, er dæmi um hvernig pólitískur meirihluti reynir að afvegaleiða umræðuna með því að sá tortryggni og ótta meðal íbúa. Það er ekki ólöglegt að búa í frístundahúsi Félagið Búsetufrelsi tekur þó undir eitt atriði með greinarhöfundum: ef einstaklingur skráir sig í sveitarfélag eingöngu til að kjósa og flytur sig strax út aftur, þá er það ekki til fyrirmyndar og brýtur í bága við anda laganna. En slíkt er ekki það sem er til umræðu í þessari grein. Greinarhöfundar vísa í „bann við fastri búsetu í frístundabyggð“. Slíkt bann er ekki til í íslenskum lögum. Lög nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur segja einfaldlega að einstaklingur skrái lögheimili þar sem hann býr að staðaldri — óháð því hvort húsið er merkt sem íbúðarhús eða frístundahús. Ef einstaklingur dvelur í frístundahúsi sínu mestan hluta ársins, sefur þar, geymir eigur sínar og lifir sínu daglega lífi þar, þá er það lögheimili hans samkvæmt anda laganna. Þjóðskrá Íslands hefur heimild og skyldu til að skrá slíkt sem ótilgreint lögheimili — ekki sveitarfélagið. Það að meirihluti sveitarstjórnar haldi öðru fram er ekki aðeins rangt, heldur grefur undan réttarríkinu. Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði gegn sveitarfélaginu Það virðist greinarhöfundum þægilegt að þegja yfir staðreynd sem skiptir hér öllu máli: Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði nýlega gegn Grímsnes- og Grafningshreppi í máli gegn Þjóðskrá Íslands. Í þeim úrskurði var skýrt tekið fram að sveitarfélagið hafi ekki heimild til að hafa afskipti af lögheimilisskráningu einstaklinga, né að leggja mat á lögmæti hennar. Það vald er alfarið hjá Þjóðskrá samkvæmt landslögum. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að halda fram rangfærslum — líkt og úrskurður ráðuneytisins hafi aldrei verið kveðinn upp. Það er sérkennilegt að sveitarstjórn sem segist tala fyrir „heiðarleika og ábyrgð“ skuli af ásetningi hunsa úrskurð æðra stjórnvalds. Tillögur sem ganga gegn stjórnarskrá og mannréttindum Greinarhöfundar fara jafnvel lengra og hvetja til lagabreytinga sem myndu útiloka fólk sem býr í frístundahúsi frá því að skrá lögheimili í því sveitarfélagi þar sem það býr. Þær tillögur eru ekki bara ólýðræðislegar — þær væru andstæðar stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttur til að ráða búsetu sinni og taka þátt í lýðræðislegu samfélagi er verndaður í: 65. gr. stjórnarskrárinnar (jafnræðisreglan 75. gr. stjórnarskrárinnar (réttur til frjálsrar búsetu) 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (réttur til friðhelgi heimilis) Að setja fólk sem býr í frístundahúsi í sérstakan flokk, svipta það rétti til þjónustu af hendi sveitarfélagsins, kjörgengi og kosningarétti og merkja það sem ,,óraunverulega íbúa”, væri bæði mismunun og brot á grundvallarréttindum. Að gera lítið úr íbúum – í nafni lýðræðis Í grein þeirra er hópur fólks — þeir sem hafa löglega skráð sig með „ótilgreint heimilisfang“ eða búa í frístundahúsi — settur upp sem vandamál. Þeir eru sagðir „raska lýðræðinu“, „spila með kerfið“ og skapa ójafnvægi í samfélaginu. Þetta er ekki bara ósanngjarnt – þetta er niðrandi gagnvart íbúum sem hafa farið eftir lögum og úrskurðum stjórnvalda. Það er dapurlegt að kjörnir fulltrúar noti vettvang fjölmiðla til að draga úr trúverðugleika eigin íbúa í stað þess að vinna með þeim. Lýðræði byggir á virðingu og jafnræði – ekki á útilokun og hræðsluáróðri. Lýðræði er ekki einkamál meirihlutans Það er kaldhæðnislegt að greinarhöfundar skuli tala um „leik að lýðræðinu“ þegar þeir sjálfir reyna að draga úr þátttöku fólks í kosningum með röngum upplýsingum og rangfærslum á lögum. Lýðræði verður brothætt, ekki þegar fólk vill taka þátt – heldur þegar fulltrúar valdsins, fyrrnefndir greinarhöfundar reyna að velja hverjir fá að taka þátt í samfélaginu. Það er ekki óheiðarlegt að vilja hafa rödd í sveitarfélaginu sem maður býr í. Það sem er óheiðarlegt, er að reyna að þagga niður í þeirri rödd með villandi upplýsingum. Við sem búum í Grímsnes- og Grafningshreppi – hvort sem er í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili eða íbúðarhúsi – erum íbúar þessa sveitarfélags í augum laga og samkvæmt úrskurði æðra stjórnvalds. Við eigum rétt til að kjósa, taka þátt og njóta virðingar – rétt eins og allir aðrir. Fyrir hönd stjórnar Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar