Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar 23. október 2025 14:00 Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun