Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 14:33 Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins hjá spænska stórveldinu Barcelona. Getty/Javier Borrego Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins í Barcelona og að deila þar markmannsstöðunni með danska landsliðsmarkverðinum Emil Nielsen. Í kvöld snýr hann aftur á sinn fyrrum heimavöll í Póllandi. Barcelona sækir Wisla Plock heim í Meistaradeild Evrópu í dag og er Viktor Gísli í stóru viðtali á vef EHF af því tilefni. Hann lék með Wisla á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið hjá Nantes í Frakklandi, GOG í Danmörku og Fram á Íslandi. „Það var nú ekki planið hjá mér að spila með svona mörgum liðum á níu árum en þegar maður er frá Íslandi þá þarf maður að flytja til að bæta sig og finna rétta félagið erlendis,“ sagði þessi 25 ára landsliðsmarkvörður Íslands. Viktor Gísli hlakkar til að spila aftur í höllinni sem hann spilaði í síðasta vetur, á mjög góðum tíma sínum í Plock. „Félagið hjálpaði mér mjög mikið eftir erfiðan tíma í Nantes. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri þar. Og upp úr stóð að hafa unnið pólska meistaratitilinn sem var algjörlega frábært og einnig mjög mikilvægt fyrir félagið,“ sagði Viktor sem er enn í góðum tengslum við fyrrverandi liðsfélaga og stuðningsmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson var vinsæll í Póllandi þegar hann lék með Wisla Plock.Getty/Andrzej Iwanczuk „Það er gott að sjá höllina aftur, liðið og stuðningsmennina. Þetta er mjög spennandi fyrir mig. Sumir af Wisla stuðningsmönnunum hafa verið að senda mér skilaboð um að þeir hlakki til að sjá mig aftur. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Viktor Gísli. Ver miklum tíma og talar dönsku við Emil Á meðan Viktor fór frá Wisla Plock til Barcelona þá fór franski leikstjórnandinn Melvyn Richardson í hina áttina og er einn markahæsti maður Meistaradeildarinnar með 42 mörk. Hann er því einn þeirra sem að Viktor og Emil Nielsen þurfa að hafa góðar gætur á í kvöld. Viktor kveðst meðvitaður um það að Nielsen, sem talinn er besti markmaður heims, muni væntanlega fá að spila meira í stærstu leikjum tímabilsins. „Ég kann mjög vel við Emil, sem leikmann og enn frekar sem manneskju. Hann er svo góður náungi. Við tölum saman á dönsku og verjum miklum tíma saman. Auðvitað get ég lært mikið af honum og einnig af markmannsþjálfaranum okkar, Tomas Svensson. Við myndum frábært teymi. Í augnablikinu skiptum við Emil tímanum í markinu mikið á milli okkar en ég veit að í mikilvægari leikjunum er Emil númer eitt,“ sagði Viktor. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Barcelona sækir Wisla Plock heim í Meistaradeild Evrópu í dag og er Viktor Gísli í stóru viðtali á vef EHF af því tilefni. Hann lék með Wisla á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið hjá Nantes í Frakklandi, GOG í Danmörku og Fram á Íslandi. „Það var nú ekki planið hjá mér að spila með svona mörgum liðum á níu árum en þegar maður er frá Íslandi þá þarf maður að flytja til að bæta sig og finna rétta félagið erlendis,“ sagði þessi 25 ára landsliðsmarkvörður Íslands. Viktor Gísli hlakkar til að spila aftur í höllinni sem hann spilaði í síðasta vetur, á mjög góðum tíma sínum í Plock. „Félagið hjálpaði mér mjög mikið eftir erfiðan tíma í Nantes. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri þar. Og upp úr stóð að hafa unnið pólska meistaratitilinn sem var algjörlega frábært og einnig mjög mikilvægt fyrir félagið,“ sagði Viktor sem er enn í góðum tengslum við fyrrverandi liðsfélaga og stuðningsmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson var vinsæll í Póllandi þegar hann lék með Wisla Plock.Getty/Andrzej Iwanczuk „Það er gott að sjá höllina aftur, liðið og stuðningsmennina. Þetta er mjög spennandi fyrir mig. Sumir af Wisla stuðningsmönnunum hafa verið að senda mér skilaboð um að þeir hlakki til að sjá mig aftur. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Viktor Gísli. Ver miklum tíma og talar dönsku við Emil Á meðan Viktor fór frá Wisla Plock til Barcelona þá fór franski leikstjórnandinn Melvyn Richardson í hina áttina og er einn markahæsti maður Meistaradeildarinnar með 42 mörk. Hann er því einn þeirra sem að Viktor og Emil Nielsen þurfa að hafa góðar gætur á í kvöld. Viktor kveðst meðvitaður um það að Nielsen, sem talinn er besti markmaður heims, muni væntanlega fá að spila meira í stærstu leikjum tímabilsins. „Ég kann mjög vel við Emil, sem leikmann og enn frekar sem manneskju. Hann er svo góður náungi. Við tölum saman á dönsku og verjum miklum tíma saman. Auðvitað get ég lært mikið af honum og einnig af markmannsþjálfaranum okkar, Tomas Svensson. Við myndum frábært teymi. Í augnablikinu skiptum við Emil tímanum í markinu mikið á milli okkar en ég veit að í mikilvægari leikjunum er Emil númer eitt,“ sagði Viktor.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira