Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 06:30 Það eru margir NBA njósnarar spenntir fyrir AJ Dybantsa og hann fer líklega númer eitt í næsta nýliðavali. Getty/Vianney Thibaut AJ Dybantsa er nafn sem körfuboltaáhugafólk mun örugglega heyra meira af í framtíðinni en það er búist við því að NBA-liðin keppi um hann í nýliðavalinu næsta sumar. Dybantsa er enn bara átján ára gamall og spilar með háskólaliði BYU í vetur. Þar er hann á fyrsta ári. Hann er að flestra mati einn besti ungi körfuboltamaður í heimi í dag en þessi 193 sentimetra hái framherji er með bæði gott stökkskot sem og hæfileika bakvarðar. Það sem vekur líka athygli er að strákurinn gerir mjög, mjög lítið án pabba síns, Ace, sem er oftast rétt við hliðina á AJ. Pabbanum líkar hins vegar ekki að vera kallaður umboðsmaður AJ. Hann er heldur ekki mikill aðdáandi þjálfara eða umboðsmanna yfir höfuð. Hann er bara pabbi AJ, segir hann, eins og hann var löngu áður en nokkur bauð stráknum risatilboð fyrir það að spila körfubolta. Staðan er bara svo að einn sá eftirsóttasti af framtíðarstjörnum NBA er ekki með umboðsmann í heimi þar sem umboðsmenn ráða svo miklu. Hann hefur heldur ekki markaðsteymi sér til halds og traust til að afgreiða tilboð um styrki. Ef vörumerkjafulltrúar vilja tala við AJ, þá hringja þeir í Ace, pabba hans. Ef þjálfari vill vinna með AJ, þá hringir hann í Ace. Einu sinni, þegar umboðsmaður laumaðist til að senda stráknum einkaskilaboð á Instagram og bauð honum íl ef AJ skrifaði undir samning við hann, þá fékk hann svar frá föðurnum. Pabbinn hefur aðgang að öllum samfélagsmiðlareikningum sonar síns. Að hans mati er Ace að vernda son sinn fyrir þeim sem vilja aðeins hagnast á honum. Og með svo miklum peningum við höndina telur Ace að þeir ættu að vera áfram innan fjölskyldunnar. Hann vill því vera í miðju allra samningaviðræðna, allra ákvarðana, eða alls sem tengist syni hans. Fyrir vikið hefur Ace lítinn tíma til að velta fyrir sér, eða áhuga á að velta fyrir sér, hvort þetta fyrirkomulag sé heilbrigt, hvort blanda viðskipta og foreldrahlutverks gæti haft afleiðingar fyrir fjölskyldu hans eða fyrir feril AJ. Eitt er víst að hann sker sig úr, bæði innan sem utan vallar. View this post on Instagram A post shared by Washington Post Sports (@postsports) Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira
Dybantsa er enn bara átján ára gamall og spilar með háskólaliði BYU í vetur. Þar er hann á fyrsta ári. Hann er að flestra mati einn besti ungi körfuboltamaður í heimi í dag en þessi 193 sentimetra hái framherji er með bæði gott stökkskot sem og hæfileika bakvarðar. Það sem vekur líka athygli er að strákurinn gerir mjög, mjög lítið án pabba síns, Ace, sem er oftast rétt við hliðina á AJ. Pabbanum líkar hins vegar ekki að vera kallaður umboðsmaður AJ. Hann er heldur ekki mikill aðdáandi þjálfara eða umboðsmanna yfir höfuð. Hann er bara pabbi AJ, segir hann, eins og hann var löngu áður en nokkur bauð stráknum risatilboð fyrir það að spila körfubolta. Staðan er bara svo að einn sá eftirsóttasti af framtíðarstjörnum NBA er ekki með umboðsmann í heimi þar sem umboðsmenn ráða svo miklu. Hann hefur heldur ekki markaðsteymi sér til halds og traust til að afgreiða tilboð um styrki. Ef vörumerkjafulltrúar vilja tala við AJ, þá hringja þeir í Ace, pabba hans. Ef þjálfari vill vinna með AJ, þá hringir hann í Ace. Einu sinni, þegar umboðsmaður laumaðist til að senda stráknum einkaskilaboð á Instagram og bauð honum íl ef AJ skrifaði undir samning við hann, þá fékk hann svar frá föðurnum. Pabbinn hefur aðgang að öllum samfélagsmiðlareikningum sonar síns. Að hans mati er Ace að vernda son sinn fyrir þeim sem vilja aðeins hagnast á honum. Og með svo miklum peningum við höndina telur Ace að þeir ættu að vera áfram innan fjölskyldunnar. Hann vill því vera í miðju allra samningaviðræðna, allra ákvarðana, eða alls sem tengist syni hans. Fyrir vikið hefur Ace lítinn tíma til að velta fyrir sér, eða áhuga á að velta fyrir sér, hvort þetta fyrirkomulag sé heilbrigt, hvort blanda viðskipta og foreldrahlutverks gæti haft afleiðingar fyrir fjölskyldu hans eða fyrir feril AJ. Eitt er víst að hann sker sig úr, bæði innan sem utan vallar. View this post on Instagram A post shared by Washington Post Sports (@postsports)
Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Sjá meira