Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 21. október 2025 12:00 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sótti í síðustu viku alþjóðlega ráðstefnu í Peking um jafnrétti kynjanna, þrjátíu árum eftir sögulega kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í sömu borg árið 1995 að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur. Á þeim tímamótum var Pekingsáttmálinn samþykktur, eitt metnaðarfyllsta stefnuskjal sögunnar í jafnréttismálum. Þrjátíu árum síðar sótti íslenskur forseti á ný fund í þessari sömu borg. Heimurinn er hins vegar gjörbreyttur. Valdajafnvægi heimsins hefur breyst gríðarlega og sameiginlegar áskoranir mannkyns kalla á stóraukna alþjóðlega samvinnu. Í vaxandi mæli beinist athygli heimsins að Kína, og við Íslendingar eigum að fagna því, rækta vinskap við Kína og hnattræna suðrið og taka virkan þátt í þeirri framsæknu þróun sem nú á sér stað. Stærstu framfarir mannkynssögunnar Á undanförnum áratugum hefur Kína náð árangri sem á sér fáar hliðstæður í sögunni. Kínverjum hefur tekist að lyfta yfir 800 milljónum manna úr fátækt, byggja upp öfluga innviði og þróa nýja tækni á fordæmalausum hraða. Þessi árangur sýnir að samstillt samfélag, með skýra langtímasýn í þágu almannahagsmuna, getur unnið söguleg afrek. Drifkraftur heimsins í grænni tækni Á meðan mörg ríki standa í stað í loftslagsaðgerðum leiðir Kína heiminn í grænum orkuskiptum. Landið framleiðir meiri sól- og vindorku en öll önnur ríki samanlagt og er í fararbroddi í þróun rafbíla og annarrar grænnar tækni. Þótt losun Kína sé mikil í heild sinni má ekki gleyma því að þar fer fram um þriðjungur allrar iðnaðarframleiðslu heimsins. Að leiða orkuskiptin samhliða slíkum vexti og stórbættum lífskjörum eru einstakt afrek sem er til fyrirmyndar. Fimmtánda fimm ára áætlun Kína mun svo enn frekar flýta fyrir þessari þróun og auka aðgengi heimsins að ódýrari og hreinni orku. Menntun, vísindi og nýsköpun Kína er orðið eitt öflugasta afl heims á sviði vísinda og tækni. Kínverskir vísindamenn kynna reglulega byltingarkenndar uppgötvanir á sviði gervigreindar, líftækni og orkulausna. Kínversk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir alþjóðlegri samvinnu um þróun þessarar tækni til að tryggja að hún þjóni hagsmunum mannkynsins alls og stuðli að friði. Friðsamlegt stórveldi Kína er fátítt dæmi um stórveldi sem hefur náð öllum sínum gífurlegu efnahags- og tækniframförum á síðustu áratugum án stríðsbrölts. Þrátt fyrir að vera orðið eitt áhrifamesta ríki heims hefur landið haldið fast við stefnu friðsamlegrar framþróunar sem byggir á viðræðum, viðskiptum, menningarsamskiptum og „win-win“ samstarfi frekar en herskáum afskiptum af innri málum annarra þjóða. Nýtt líkan fyrir nýjan heim Lykillinn að árangri Kína er hugmyndafræðin um „sósíalisma með kínverskum eiginleikum“. Hún gengur út á að nýta krafta markaðarins sem verkfæri, en láta langtímahagsmuni almennings ávallt ráða för. Þannig er komið í veg fyrir að skammtímahagnaðarsjónarmið og stjórnlaus markaðsöfl grafi undan samfélagslegum markmiðum eins og velferð, jöfnuði og stöðugleika. Ísland býr einnig við blandað hagkerfi, en ólíkt Kína stöndum við frammi fyrir því að grunnstoðir velferðarkerfisins standa höllum fæti, innviðir grotna niður og vaxandi ójöfnuður ógnar samfélagsgerðinni. Sér í lagi birtist þessi vandi í húsnæðiskreppunni.Á meðan heilu kynslóðirnar á Íslandi eiga sér varla von um að eignast eigið þak yfir höfuðið hefur Kína tekið meðvitaða stefnu í þveröfuga átt, sem kristallast í orðum Xi Jinping forseta: „Hús eru til að búa í, ekki til spákaupmennsku“. Árangurinn lætur ekki á sér standa: húsnæðiseign í Kína er með því hæsta sem þekkist, eða um 90% á landsvísu, og fyrir aldamótakynslóðina er hlutfallið einnig einstaklega hátt, eða um 70-80%. Á sama tíma á Íslandi er staðan sú að 90% fasteigna sem seljast á húsnæðismarkaðnum fara nú til fjárfesta. Þessi árangur Kína er ekki aðeins afleiðing þess að stærstu bankar eru í eigu ríkisins og tryggja almenningi lánsfé á sanngjörnum kjörum, heldur einnig vegna þess að öll húsnæðisuppbygging er regluvædd til að tryggja að hús séu byggð fyrir fólk til að búa í, en ekki fyrir fjárfesta til að græða á. Á sama tíma hefur Kína sýnt norræna velferðarlíkaninu mikinn áhuga og vill læra af reynslu okkar í jafnréttismálum og félagslegum stuðningi. Þetta er ekki spurning um að taka upp kínversku leiðina, heldur að hefja samtal og endurskoða forgangsröðun. Tími er kominn til að við þróum okkar eigin útgáfu: Sósíalisma með íslenskum eiginleikum. Tækifæri Íslands: Grundvöllur samstarfs Grundvöllurinn að farsælu samstarfi við Kína er þegar til staðar. Fríverslunarsamningur landanna var framsýnt skref sem hefur skilað ávinningi. Nú er tækifæri til að byggja ofan á þann grunn. Tækifærin liggja víða, en sérstaklega á tveimur sviðum: ●Norðurslóðir: Staða Íslands á norðurslóðum býður upp á einstök tækifæri til samstarfs við Kína í rannsóknum, siglingum og umhverfismálum. ● Græn orka: Bæði löndin eru leiðandi í grænni orku. Ísland býr yfir framúrskarandi þekkingu á jarðvarma og Kína leiðir heiminn í sól- og vindorku. Fögnum því að í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína í vikunni sem leið sendu ríkisstjórnir landanna frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á enn frekara samstarf á sviði jarðvarma. Þetta er skref í rétta átt sem byggja þarf á. Ísland sem málsvari nýrrar heimsskipunar En hlutverk Íslands getur og á að vera stærra en aðeins það að vera brú. Í stað þess að vera áhorfandi getur Ísland orðið virkur þátttakandi í að móta réttlátari heimsskipan. Það gerum við með því að verða óhræddur málsvari raunverulegra alþjóðalaga sem gilda fyrir alla, í stað þess að vera meðvirk í valdapólitík stórveldanna. Til þess þarf Ísland að taka sér skýra stöðu með alþjóðalögum og hinu hnattræna suðri – með meirihluta heimsbyggðarinnar – og styðja kröfur þeirra um lýðræðislegar umbætur á Sameinuðu þjóðunum og Öryggisráðinu. Aðeins þannig verðum við raunverulegur þátttakandi og framfaraafl í heiminum. Sumir telja Ísland geta lítið gert. En sem vestrænt ríki sem margir líta upp til getur afstaða Íslands í lykilmálum haft gríðarleg áhrif. Þar vil ég nefna dæmi á borð við að styðja kæru Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir þjóðarmorð gegn Palestínu. Skýr afstaða Íslands, í samræmi við alþjóðalög og mannréttindi, myndi hvetja og þrýsta á aðrar þjóðir að gera hið sama. Lokaorð Vinsamleg samskipti við Kína eru ekki endamarkmiðið, heldur mögulegt upphaf að mun sjálfstæðari og áhrifameiri utanríkisstefnu Íslands. Tækifæri okkar felast í því að nýta gott orðspor til að tala fyrir samtali, samvinnu og réttlátari heimi. Framtíðin er hvorki í austri né vestri; hún er í fjölpólaheimi þar sem allar raddir heyrast, og Ísland á ekki aðeins að taka hljóðlaust sæti við borðið heldur taka afstöðu. Það er grundvallarhagur Íslands að tala fyrir raunverulegu alþjóðakerfi sem hefur raunverulega burði til þess að stuðla að jafnvægi og friðsamlegri framþróun í heiminum. Að vera meðvirkur fylgisveinn eins stórveldis er ekki leiðin fram á við. Hvorki fyrir okkur né fyrir heiminn sem við erum órjúfanlega hluti af. Höfundur er sósíalisti og alþjóðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sótti í síðustu viku alþjóðlega ráðstefnu í Peking um jafnrétti kynjanna, þrjátíu árum eftir sögulega kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í sömu borg árið 1995 að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur. Á þeim tímamótum var Pekingsáttmálinn samþykktur, eitt metnaðarfyllsta stefnuskjal sögunnar í jafnréttismálum. Þrjátíu árum síðar sótti íslenskur forseti á ný fund í þessari sömu borg. Heimurinn er hins vegar gjörbreyttur. Valdajafnvægi heimsins hefur breyst gríðarlega og sameiginlegar áskoranir mannkyns kalla á stóraukna alþjóðlega samvinnu. Í vaxandi mæli beinist athygli heimsins að Kína, og við Íslendingar eigum að fagna því, rækta vinskap við Kína og hnattræna suðrið og taka virkan þátt í þeirri framsæknu þróun sem nú á sér stað. Stærstu framfarir mannkynssögunnar Á undanförnum áratugum hefur Kína náð árangri sem á sér fáar hliðstæður í sögunni. Kínverjum hefur tekist að lyfta yfir 800 milljónum manna úr fátækt, byggja upp öfluga innviði og þróa nýja tækni á fordæmalausum hraða. Þessi árangur sýnir að samstillt samfélag, með skýra langtímasýn í þágu almannahagsmuna, getur unnið söguleg afrek. Drifkraftur heimsins í grænni tækni Á meðan mörg ríki standa í stað í loftslagsaðgerðum leiðir Kína heiminn í grænum orkuskiptum. Landið framleiðir meiri sól- og vindorku en öll önnur ríki samanlagt og er í fararbroddi í þróun rafbíla og annarrar grænnar tækni. Þótt losun Kína sé mikil í heild sinni má ekki gleyma því að þar fer fram um þriðjungur allrar iðnaðarframleiðslu heimsins. Að leiða orkuskiptin samhliða slíkum vexti og stórbættum lífskjörum eru einstakt afrek sem er til fyrirmyndar. Fimmtánda fimm ára áætlun Kína mun svo enn frekar flýta fyrir þessari þróun og auka aðgengi heimsins að ódýrari og hreinni orku. Menntun, vísindi og nýsköpun Kína er orðið eitt öflugasta afl heims á sviði vísinda og tækni. Kínverskir vísindamenn kynna reglulega byltingarkenndar uppgötvanir á sviði gervigreindar, líftækni og orkulausna. Kínversk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir alþjóðlegri samvinnu um þróun þessarar tækni til að tryggja að hún þjóni hagsmunum mannkynsins alls og stuðli að friði. Friðsamlegt stórveldi Kína er fátítt dæmi um stórveldi sem hefur náð öllum sínum gífurlegu efnahags- og tækniframförum á síðustu áratugum án stríðsbrölts. Þrátt fyrir að vera orðið eitt áhrifamesta ríki heims hefur landið haldið fast við stefnu friðsamlegrar framþróunar sem byggir á viðræðum, viðskiptum, menningarsamskiptum og „win-win“ samstarfi frekar en herskáum afskiptum af innri málum annarra þjóða. Nýtt líkan fyrir nýjan heim Lykillinn að árangri Kína er hugmyndafræðin um „sósíalisma með kínverskum eiginleikum“. Hún gengur út á að nýta krafta markaðarins sem verkfæri, en láta langtímahagsmuni almennings ávallt ráða för. Þannig er komið í veg fyrir að skammtímahagnaðarsjónarmið og stjórnlaus markaðsöfl grafi undan samfélagslegum markmiðum eins og velferð, jöfnuði og stöðugleika. Ísland býr einnig við blandað hagkerfi, en ólíkt Kína stöndum við frammi fyrir því að grunnstoðir velferðarkerfisins standa höllum fæti, innviðir grotna niður og vaxandi ójöfnuður ógnar samfélagsgerðinni. Sér í lagi birtist þessi vandi í húsnæðiskreppunni.Á meðan heilu kynslóðirnar á Íslandi eiga sér varla von um að eignast eigið þak yfir höfuðið hefur Kína tekið meðvitaða stefnu í þveröfuga átt, sem kristallast í orðum Xi Jinping forseta: „Hús eru til að búa í, ekki til spákaupmennsku“. Árangurinn lætur ekki á sér standa: húsnæðiseign í Kína er með því hæsta sem þekkist, eða um 90% á landsvísu, og fyrir aldamótakynslóðina er hlutfallið einnig einstaklega hátt, eða um 70-80%. Á sama tíma á Íslandi er staðan sú að 90% fasteigna sem seljast á húsnæðismarkaðnum fara nú til fjárfesta. Þessi árangur Kína er ekki aðeins afleiðing þess að stærstu bankar eru í eigu ríkisins og tryggja almenningi lánsfé á sanngjörnum kjörum, heldur einnig vegna þess að öll húsnæðisuppbygging er regluvædd til að tryggja að hús séu byggð fyrir fólk til að búa í, en ekki fyrir fjárfesta til að græða á. Á sama tíma hefur Kína sýnt norræna velferðarlíkaninu mikinn áhuga og vill læra af reynslu okkar í jafnréttismálum og félagslegum stuðningi. Þetta er ekki spurning um að taka upp kínversku leiðina, heldur að hefja samtal og endurskoða forgangsröðun. Tími er kominn til að við þróum okkar eigin útgáfu: Sósíalisma með íslenskum eiginleikum. Tækifæri Íslands: Grundvöllur samstarfs Grundvöllurinn að farsælu samstarfi við Kína er þegar til staðar. Fríverslunarsamningur landanna var framsýnt skref sem hefur skilað ávinningi. Nú er tækifæri til að byggja ofan á þann grunn. Tækifærin liggja víða, en sérstaklega á tveimur sviðum: ●Norðurslóðir: Staða Íslands á norðurslóðum býður upp á einstök tækifæri til samstarfs við Kína í rannsóknum, siglingum og umhverfismálum. ● Græn orka: Bæði löndin eru leiðandi í grænni orku. Ísland býr yfir framúrskarandi þekkingu á jarðvarma og Kína leiðir heiminn í sól- og vindorku. Fögnum því að í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína í vikunni sem leið sendu ríkisstjórnir landanna frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á enn frekara samstarf á sviði jarðvarma. Þetta er skref í rétta átt sem byggja þarf á. Ísland sem málsvari nýrrar heimsskipunar En hlutverk Íslands getur og á að vera stærra en aðeins það að vera brú. Í stað þess að vera áhorfandi getur Ísland orðið virkur þátttakandi í að móta réttlátari heimsskipan. Það gerum við með því að verða óhræddur málsvari raunverulegra alþjóðalaga sem gilda fyrir alla, í stað þess að vera meðvirk í valdapólitík stórveldanna. Til þess þarf Ísland að taka sér skýra stöðu með alþjóðalögum og hinu hnattræna suðri – með meirihluta heimsbyggðarinnar – og styðja kröfur þeirra um lýðræðislegar umbætur á Sameinuðu þjóðunum og Öryggisráðinu. Aðeins þannig verðum við raunverulegur þátttakandi og framfaraafl í heiminum. Sumir telja Ísland geta lítið gert. En sem vestrænt ríki sem margir líta upp til getur afstaða Íslands í lykilmálum haft gríðarleg áhrif. Þar vil ég nefna dæmi á borð við að styðja kæru Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir þjóðarmorð gegn Palestínu. Skýr afstaða Íslands, í samræmi við alþjóðalög og mannréttindi, myndi hvetja og þrýsta á aðrar þjóðir að gera hið sama. Lokaorð Vinsamleg samskipti við Kína eru ekki endamarkmiðið, heldur mögulegt upphaf að mun sjálfstæðari og áhrifameiri utanríkisstefnu Íslands. Tækifæri okkar felast í því að nýta gott orðspor til að tala fyrir samtali, samvinnu og réttlátari heimi. Framtíðin er hvorki í austri né vestri; hún er í fjölpólaheimi þar sem allar raddir heyrast, og Ísland á ekki aðeins að taka hljóðlaust sæti við borðið heldur taka afstöðu. Það er grundvallarhagur Íslands að tala fyrir raunverulegu alþjóðakerfi sem hefur raunverulega burði til þess að stuðla að jafnvægi og friðsamlegri framþróun í heiminum. Að vera meðvirkur fylgisveinn eins stórveldis er ekki leiðin fram á við. Hvorki fyrir okkur né fyrir heiminn sem við erum órjúfanlega hluti af. Höfundur er sósíalisti og alþjóðasinni.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar