„Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2025 07:15 Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti. Sjálfboðaliðar víðs vegar um landið þurfa að stökkva til þegar neyðarástand skapast. Stundum á vinnutíma þegar þeir eru önnum kafnir. Þeirra á meðal er Baldvin rakari á Höfn í Hornafirði. Í hvert skipti sem hann fær útkall frá björgunarsveitinni leggur hann niður skærin, læsir dyrunum og setur út í gluggann skilti sem á stendur: „Fór í útkall.“ Það er eitthvað við þessa einföldu setningu sem nær beint til manns. Hún fangar kjarna þess sem skiptir raunverulega máli - hugrekki, samstöðu og ábyrgð gagnvart öðrum. Það er þessi andi sem býr í Landsbjörgu. Og það er þessi andi sem Viðreisn vill sjá ríkjandi í íslensku samfélagi: að við stöndum saman þegar á reynir, hvort sem er í náttúruhamförum eða í pólitík. Öryggi Íslands byrjar heima Þegar við tölum um öryggi og varnir hugsum við iðulega um stóru sviðin - NATO, alþjóðasamstarf og varnarsamninga. En í raun byrjar öryggi Íslands heima. Það byrjar í samfélagi þar sem fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Fara út í myrkrið til að leita týndra ferðamanna. Aðstoða fólkið okkar í vanda. Þessi samstaða skapar öruggara og betra samfélag. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum til að styðja þetta starf, til dæmis með því að fjármagna þjálfun í rústabjörgun og styrkja alþjóðlegt samstarf á sviði neyðarviðbragða. Því varnarmál í íslensku samhengi snúast meðal annars um það að efla getu okkar til að bregðast við, vernda eigið samfélag og vera hluti af stærri heild þegar á reynir. Fólkið sem heldur landinu saman Það er ekki ógnarstefna að vilja frið og öryggi. Það er einfaldlega ábyrgt. Og því verðum við að verja friðinn. Rétt eins og við eigum slökkvitæki heima hjá okkur, eigum við líka að vera viðbúin sem þjóð. Það er ekki til marks um ótta, heldur um fyrirhyggju og umhyggju fyrir fólkinu í landinu. Viðreisn hefur alltaf lagt áherslu á alþjóðlega samvinnu - en ekki síður að við hugum vel að því sem við eigum hér heima. Og við eigum að standa með fólkinu sem stendur vaktina. Hvort sem það er í björgunarsveitunum, í Landhelgisgæslunni, lögreglunni, heilbrigðiskerfinu eða í alþjóðastarfi þar sem íslenskir sérfræðingar vinna að því sama: að bjarga lífum og verja friðinn. Takk fyrir útkallið Þegar ég hugsa til Baldvins rakara og skiltisins hans hugsa ég líka til þess hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum. Sum okkar fara í útkall í roki og rigningu - önnur í þingsal, ráðuneyti eða í atvinnulífinu - en markmiðið er það sama: að gera sitt besta fyrir land og þjóð. Þess vegna vil ég, fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, segja einfaldlega: Takk. Takk til allra ykkar sem hafið farið í útkall. Hvort sem það var á fjöll eða sjó. Í sól eða snjó. Þið gerið það ekki til að fá klapp á bakið fyrir, heldur vegna þess að þið vitið að það skiptir máli. Það er sú hugsun sem ég vil að leiði okkur áfram. Í björgunarstörfum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og í samfélaginu öllu. Að standa upp þegar kallað er. Að mæta þegar á reynir. Það er ábyrg forysta. Og það er íslenskt hugrekki í hnotskurn. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Björgunarsveitir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti. Sjálfboðaliðar víðs vegar um landið þurfa að stökkva til þegar neyðarástand skapast. Stundum á vinnutíma þegar þeir eru önnum kafnir. Þeirra á meðal er Baldvin rakari á Höfn í Hornafirði. Í hvert skipti sem hann fær útkall frá björgunarsveitinni leggur hann niður skærin, læsir dyrunum og setur út í gluggann skilti sem á stendur: „Fór í útkall.“ Það er eitthvað við þessa einföldu setningu sem nær beint til manns. Hún fangar kjarna þess sem skiptir raunverulega máli - hugrekki, samstöðu og ábyrgð gagnvart öðrum. Það er þessi andi sem býr í Landsbjörgu. Og það er þessi andi sem Viðreisn vill sjá ríkjandi í íslensku samfélagi: að við stöndum saman þegar á reynir, hvort sem er í náttúruhamförum eða í pólitík. Öryggi Íslands byrjar heima Þegar við tölum um öryggi og varnir hugsum við iðulega um stóru sviðin - NATO, alþjóðasamstarf og varnarsamninga. En í raun byrjar öryggi Íslands heima. Það byrjar í samfélagi þar sem fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Fara út í myrkrið til að leita týndra ferðamanna. Aðstoða fólkið okkar í vanda. Þessi samstaða skapar öruggara og betra samfélag. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum til að styðja þetta starf, til dæmis með því að fjármagna þjálfun í rústabjörgun og styrkja alþjóðlegt samstarf á sviði neyðarviðbragða. Því varnarmál í íslensku samhengi snúast meðal annars um það að efla getu okkar til að bregðast við, vernda eigið samfélag og vera hluti af stærri heild þegar á reynir. Fólkið sem heldur landinu saman Það er ekki ógnarstefna að vilja frið og öryggi. Það er einfaldlega ábyrgt. Og því verðum við að verja friðinn. Rétt eins og við eigum slökkvitæki heima hjá okkur, eigum við líka að vera viðbúin sem þjóð. Það er ekki til marks um ótta, heldur um fyrirhyggju og umhyggju fyrir fólkinu í landinu. Viðreisn hefur alltaf lagt áherslu á alþjóðlega samvinnu - en ekki síður að við hugum vel að því sem við eigum hér heima. Og við eigum að standa með fólkinu sem stendur vaktina. Hvort sem það er í björgunarsveitunum, í Landhelgisgæslunni, lögreglunni, heilbrigðiskerfinu eða í alþjóðastarfi þar sem íslenskir sérfræðingar vinna að því sama: að bjarga lífum og verja friðinn. Takk fyrir útkallið Þegar ég hugsa til Baldvins rakara og skiltisins hans hugsa ég líka til þess hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum. Sum okkar fara í útkall í roki og rigningu - önnur í þingsal, ráðuneyti eða í atvinnulífinu - en markmiðið er það sama: að gera sitt besta fyrir land og þjóð. Þess vegna vil ég, fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, segja einfaldlega: Takk. Takk til allra ykkar sem hafið farið í útkall. Hvort sem það var á fjöll eða sjó. Í sól eða snjó. Þið gerið það ekki til að fá klapp á bakið fyrir, heldur vegna þess að þið vitið að það skiptir máli. Það er sú hugsun sem ég vil að leiði okkur áfram. Í björgunarstörfum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og í samfélaginu öllu. Að standa upp þegar kallað er. Að mæta þegar á reynir. Það er ábyrg forysta. Og það er íslenskt hugrekki í hnotskurn. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun