Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 18. október 2025 14:01 Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm skæruverkföll frá og með morgundeginum sunnudaginn 19. október til laugardagsins 25. október. Verkföllin munu hafa áhrif á flugrekstur á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og yfirflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkföllin munu trufla ferðalög og valda íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum miklu fjárhagstjóni. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðarstjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúrhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið. Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið. Samningaviðræður við forystu flugumferðarstjóra hafa staðið yfir sleitulaust allt árið. Áhrif verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra eru mikil þrátt fyrir að stéttin sé fámenn. Ætla má að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamgangna í einn dag nemi um 1,5 milljörðum. Hagkerfið verður af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna þegar truflun verður á flugsamgöngum auk þess verður verulegt annars konar beint tjón sem flugfélög verða fyrir af völdum vinnustöðvunar. Fjárhagslegt tjón til skemmri tíma er eitt en til lengri tíma hafa aðgerðirnar slæm áhrif á ímynd Íslands sem áfangastaðar og draga úr trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. Auk þess er mikilvægt að líta til þess að öfugt við flest önnur nágrannaríki er flug til og frá landinu eina tenging okkar við útlönd, af því leiðir að tjón vegna stöðvunar flugsamgangna er umtalsvert meira en mælist í hagtölum. Fyrirhuguð verkföll sem hafa verið boðuð eru einungis fyrsta hrinan, í kjölfarið verður væntanlega boðað til fleiri verkfalla sem munu standa yfir á komandi vikum og mánuðum. Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm skæruverkföll frá og með morgundeginum sunnudaginn 19. október til laugardagsins 25. október. Verkföllin munu hafa áhrif á flugrekstur á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og yfirflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkföllin munu trufla ferðalög og valda íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum miklu fjárhagstjóni. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðarstjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúrhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið. Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið. Samningaviðræður við forystu flugumferðarstjóra hafa staðið yfir sleitulaust allt árið. Áhrif verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra eru mikil þrátt fyrir að stéttin sé fámenn. Ætla má að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamgangna í einn dag nemi um 1,5 milljörðum. Hagkerfið verður af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna þegar truflun verður á flugsamgöngum auk þess verður verulegt annars konar beint tjón sem flugfélög verða fyrir af völdum vinnustöðvunar. Fjárhagslegt tjón til skemmri tíma er eitt en til lengri tíma hafa aðgerðirnar slæm áhrif á ímynd Íslands sem áfangastaðar og draga úr trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. Auk þess er mikilvægt að líta til þess að öfugt við flest önnur nágrannaríki er flug til og frá landinu eina tenging okkar við útlönd, af því leiðir að tjón vegna stöðvunar flugsamgangna er umtalsvert meira en mælist í hagtölum. Fyrirhuguð verkföll sem hafa verið boðuð eru einungis fyrsta hrinan, í kjölfarið verður væntanlega boðað til fleiri verkfalla sem munu standa yfir á komandi vikum og mánuðum. Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar