„Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2025 15:46 Daníel Guðni Guðmundsson tók við sem aðalþjálfari Keflavíkur eftir síðasta tímabil. Daníel Guðni Guðmundsson segir jákvætt að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils og er spenntur að máta Keflavíkurliðið við Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvöld. Þar þurfi Keflvíkingar að hafa mjög góðar gætur á bakvörðum Stjörnunnar. Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira