Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2025 17:48 vísir/Anton Ísland sótti Portúgal heim í annarri umferð í undankeppni EM 2026 í handbolta kvenna í Senhora da Hora, rétt norðan við Porto í dag. Eftir að hafa verið að elta allan leikinn tapaði Ísland með eins marks mun 26-25 en Andrea Jacobsen var nálægt því að tryggja íslenska liðinu stig með lokakasti leiksins. Bæði lið lutu í lægra haldi í fyrstu umferð undankeppninnar en Ísland tapaði fyrir Færeyjum í Lambhagahöllinni og Portúgal beið ósigur gegn Svartfjallalandi. Líkt og í tapleiknum gegn Færeyjum var íslenska liðið skrefi á eftir frá upphafi leiksins allt til enda. Íslands náði nokkrum sinnum að jafna metin en tókst aldrei að stíga skrefið og koma sér yfir í leiknum. Munurinn var þó aldrei meiri en eitt til þrjú mörk portúgalska liðinu í vil en Andrea Jacobsen jafnaði, 25-25 þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Færanýtingin aftur íslenska liðinu að falli Dana Björg Guðmundsdóttir fékk svo færi til þess að koma Íslandi yfir en brenndi af en eins og í leiknum við Færeyjar varð færanýtingin íslenska liðinu að falli. Sigurmark Portúgals kom úr vítakasti þegar um það bil 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Andrea fékk færi til þess að næla í stig fyrir íslenska liðið þegar hún skaut úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Andrea var ekki langt frá því að skora en annað tap íslenska liðsins í undankeppninni aftur á móti staðreynd. Athyglisvert atvik átti sér stað á lokaandartökum fyrri hálfleiks en þá skoraði Katrín Tinna Jendóttir þegar leikklukkan í sjónvarpsútsendingunni sýndi að það væru tvær sekúndur eftir. Flautan gall hins vegar í húsinu í þann mund sem Katrín Tinna sleppti boltanum og markið því ekki dæmt gilt. Arnar Pétursson mótmælti þessari ákvörðun harðlega en atvikið má sjá hér að neðan. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst hjá Íslandi með sjö mörk og Sandra Erlingsdóttir og Thea Imani Sturludóttir skoruðu svo fjögur mörk hvor. Hafdís Renötudóttir hélt uppteknum hætti frá Færeyjarleiknum en hún varði 10 skot þar af eitt vítakast. Sara Sif Helgadóttir átti svo góða innkomu inn í íslenska markið en hún varði fjögur skot á lokakafla leiksins. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2026
Ísland sótti Portúgal heim í annarri umferð í undankeppni EM 2026 í handbolta kvenna í Senhora da Hora, rétt norðan við Porto í dag. Eftir að hafa verið að elta allan leikinn tapaði Ísland með eins marks mun 26-25 en Andrea Jacobsen var nálægt því að tryggja íslenska liðinu stig með lokakasti leiksins. Bæði lið lutu í lægra haldi í fyrstu umferð undankeppninnar en Ísland tapaði fyrir Færeyjum í Lambhagahöllinni og Portúgal beið ósigur gegn Svartfjallalandi. Líkt og í tapleiknum gegn Færeyjum var íslenska liðið skrefi á eftir frá upphafi leiksins allt til enda. Íslands náði nokkrum sinnum að jafna metin en tókst aldrei að stíga skrefið og koma sér yfir í leiknum. Munurinn var þó aldrei meiri en eitt til þrjú mörk portúgalska liðinu í vil en Andrea Jacobsen jafnaði, 25-25 þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Færanýtingin aftur íslenska liðinu að falli Dana Björg Guðmundsdóttir fékk svo færi til þess að koma Íslandi yfir en brenndi af en eins og í leiknum við Færeyjar varð færanýtingin íslenska liðinu að falli. Sigurmark Portúgals kom úr vítakasti þegar um það bil 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Andrea fékk færi til þess að næla í stig fyrir íslenska liðið þegar hún skaut úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Andrea var ekki langt frá því að skora en annað tap íslenska liðsins í undankeppninni aftur á móti staðreynd. Athyglisvert atvik átti sér stað á lokaandartökum fyrri hálfleiks en þá skoraði Katrín Tinna Jendóttir þegar leikklukkan í sjónvarpsútsendingunni sýndi að það væru tvær sekúndur eftir. Flautan gall hins vegar í húsinu í þann mund sem Katrín Tinna sleppti boltanum og markið því ekki dæmt gilt. Arnar Pétursson mótmælti þessari ákvörðun harðlega en atvikið má sjá hér að neðan. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst hjá Íslandi með sjö mörk og Sandra Erlingsdóttir og Thea Imani Sturludóttir skoruðu svo fjögur mörk hvor. Hafdís Renötudóttir hélt uppteknum hætti frá Færeyjarleiknum en hún varði 10 skot þar af eitt vítakast. Sara Sif Helgadóttir átti svo góða innkomu inn í íslenska markið en hún varði fjögur skot á lokakafla leiksins.
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti