Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar 15. október 2025 18:02 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun