Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar 15. október 2025 12:32 Forsætisráðherra vafðist tunga um tönn þegar að undirritaður spurði hana út í forgangsröðun í fjárlögum, nánar tiltekið tvö hundruð milljóna króna niðurskurð til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur lyft grettistaki með starfsemi sinni og í hverjum mánuði njóta um 600 manns endurhæfingar og aðstoðar. Þúsundir Íslendinga sem tekist hafa á við krabbamein og aðstandendur þeirra hafa notið þjónustu Ljóssins í gegnum árin. Ríkisstjórnin hefur nú boðað að skerða fjárframlög ríkisins til Ljóssins um 40% frá síðasta ári. Þetta setur skiljanlega þessa mikilvægu starfsemi í uppnám og einsýnt að skera þurfi niður þjónustu og biðlistar fari að myndast, sem í dag er ekki reyndin. Fátt var um svör hjá forsætisráðherra þegar hún var spurð út í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á skattfé borgaranna og hvort mikilvægara væri að setja 150 milljónir í alþjóðleg samtök hinsegin fólks, tvö til þrjú þúsund milljónir í stækkun Þjóðleikhússins eða kostnað við starfslok eins opinbers starfsmanns upp á 350 milljónir frekar en 200 milljónir í Ljósið. Sagði forsætisráðherra raunar að henni þætti sérstakt að vera spurð út í hennar „persónulegu afstöðu til þess hvort ákveðin samtök úti í bæ gætu þegið nokkrar milljónir í viðbót“. Þá vitum við það. Ljósið, sem sparar íslenska ríkinu með starfsemi sinni yfir milljarð á ári, eru samtök „úti í bæ“ í huga forsætisráðherra. Samtök sem eru með starfsemi á heimsmælikvarða og hafa hjálpað þúsundum krabbameinssjúklinga og aðstandendum þeirra. Þetta eru kaldar kveðjur frá leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Hvorki ég né aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skiljum á hvaða vegferð ríkisstjórnin er. Að minnsta kosti er hún ekki að standa vörð um þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Er það von mín að við þingmenn, sama hvað flokki þeir eru, snúi bökum saman og standi vörð um starfsemi Ljóssins. Ábyrgðin er okkar. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra vafðist tunga um tönn þegar að undirritaður spurði hana út í forgangsröðun í fjárlögum, nánar tiltekið tvö hundruð milljóna króna niðurskurð til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur lyft grettistaki með starfsemi sinni og í hverjum mánuði njóta um 600 manns endurhæfingar og aðstoðar. Þúsundir Íslendinga sem tekist hafa á við krabbamein og aðstandendur þeirra hafa notið þjónustu Ljóssins í gegnum árin. Ríkisstjórnin hefur nú boðað að skerða fjárframlög ríkisins til Ljóssins um 40% frá síðasta ári. Þetta setur skiljanlega þessa mikilvægu starfsemi í uppnám og einsýnt að skera þurfi niður þjónustu og biðlistar fari að myndast, sem í dag er ekki reyndin. Fátt var um svör hjá forsætisráðherra þegar hún var spurð út í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á skattfé borgaranna og hvort mikilvægara væri að setja 150 milljónir í alþjóðleg samtök hinsegin fólks, tvö til þrjú þúsund milljónir í stækkun Þjóðleikhússins eða kostnað við starfslok eins opinbers starfsmanns upp á 350 milljónir frekar en 200 milljónir í Ljósið. Sagði forsætisráðherra raunar að henni þætti sérstakt að vera spurð út í hennar „persónulegu afstöðu til þess hvort ákveðin samtök úti í bæ gætu þegið nokkrar milljónir í viðbót“. Þá vitum við það. Ljósið, sem sparar íslenska ríkinu með starfsemi sinni yfir milljarð á ári, eru samtök „úti í bæ“ í huga forsætisráðherra. Samtök sem eru með starfsemi á heimsmælikvarða og hafa hjálpað þúsundum krabbameinssjúklinga og aðstandendum þeirra. Þetta eru kaldar kveðjur frá leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Hvorki ég né aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skiljum á hvaða vegferð ríkisstjórnin er. Að minnsta kosti er hún ekki að standa vörð um þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Er það von mín að við þingmenn, sama hvað flokki þeir eru, snúi bökum saman og standi vörð um starfsemi Ljóssins. Ábyrgðin er okkar. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar