Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar 14. október 2025 11:32 Við verðum að tala meira saman. Ég þekki það manna best að tala ekki nóg. Ég missti föður minn úr sjálfsvígi þegar ég var 15 ára gamall árið 2007 og er það mitt stærsta áfall. Ég er almennt talinn mjög jákvæður og hress að eðlisfari og er ég ánægður með það. Þegar ég var barn og unglingur var ég ekki eins opinn og ég er í dag, sem er allt í fínu lagi. Við erum öll mismunandi og getum mótast í þá manneskju sem við erum í dag út frá alls konar aðstæðum og áskorunum. Þegar fráfall föður míns átti sér stað ákvað ég strax að vera sterkur. Ég er mjög stoltur af þeirri staðreynd að sem 15 ára gamall gaur ákvað ég að sjá glas lífsins hálffullt og ég ætlaði ekki að láta þetta einkenna mig að eilífu. Falleg hugsun og mjög þroskað af 15 ára manneskju. Það sem ég hins vegar flaskaði á var að opna ekki á mér munninn og segja hvernig mér raunverulega leið á þeim tíma. Ég grét ekki einu sinni í jarðarförinni hans því ég ætlaði að vera svo sterkur fyrir alla aðra og sýna fordæmi þar. Það voru auðvitað mikil mistök sem ég áttaði mig á seinna en það er erfitt að greina þetta þar sem enginn les hugsanir. Auðvitað átti ég að leyfa tilfinningunum að flæða en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Hvernig átti ég að vita það á þessum tíma? Auðvitað átti ég ekkert að átta mig á eða vita að ég ætti að tjá mig á þann hátt sem hentaði mér best og það voru allir að gera sitt besta í mjög erfiðum aðstæðum. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt og að ég væri mjög duglegur að tjá mig. Þess vegna er ég að deila þessu! Þetta er eitthvað sem raunverulega er einungis hægt að átta sig á þegar maður lítur í baksýnisspegilinn. Það er engin handbók við áföllum. Það er ekki hægt að fletta upp í bók og finna kaflann um hvernig maður á að tækla dauðsfall náins ættingja með undirkaflanum sem segir að þetta hafi verið sjálfsvíg. Ég á frábært bakland og er heppinn. Við verðum að opna á okkur munninn og tala saman um hvernig okkur líður, sama hversu mikið við skömmumst okkar fyrir líðan okkar og hugsanir. Maður á ekki að skammast sín! Ég skammaðist mín lengi fyrir það hvernig mér leið í kjölfar áfallsins, fyrir hugsanir mínar, fyrir það að vera strákurinn sem missti pabba sinn á þennan hátt og fleira til. Ég myndaði með mér þráhyggjur, kvíða, áhyggjur og alls konar sem svona áföllum fylgir. Ef einhver spurði mig á þessum tíma hvernig mér leið svaraði ég nánast alltaf að mér liði nú bara nokkuð vel og væri bara góður. Jákvæður og góður á því. Staðan var alls ekki alltaf þannig. Ég þorði ekki að segja hvernig mér leið. Mundu kæri lesandi að skammast þín ekki fyrir hvernig þér líður og fyrir það sem þú hugsar. Við erum öll mismunandi og það að byrja að tjá sig varðandi hvernig manni líður, þó það sé ekki nema ein setning til þess að byrja með getur gert kraftaverk. Ég er lifandi dæmi þess. Hjólin fóru að snúast er varðar að líða betur um leið og ég fór að tala um þetta af alvöru. Það tók tíma og það er allt í lagi. Öll höfum við okkar hátt á hlutunum en númer 1, 2 og 3 er að skammast sín ekki fyrir hvernig manni líður, hvað maður er að hugsa og byrja jafnt og þétt að tjá sig og tala við fólk sem maður treystir. Það gerir í alvörunni kraftaverk! Þetta áfall mitt hefur mótað mig í manninn sem ég er í dag og ég get stoltur sagt að ég myndi ekki vilja skipta Krissa í dag út fyrir nokkuð annað, þrátt fyrir áfallið. Það að taka eitthvað jákvætt út úr erfiðum aðstæðum Auðvitað vildi ég óska þess að gamli væri hjá mér og að hann væri afi barnanna minna í þessu jarðneska lífi. Við værum líklega bestu vinir. Maður getur verið staddur í hræðilegum aðstæðum og hefur mögulega enga von, sér enga leið út...ekkert. Það er ekkert að fara að koma manni í gegnum aðstæðurnar og það er ekkert jákvætt í kortunum. Mitt tilfelli sannar hins vegar að sama hversu dimmur dalurinn er og engin von sé í sjónmáli þá getur þessi ömurlega raun manns orðið til þess að maður verður besta útgáfan af manni sjálfum eða útgáfa sem manni óraði ekki um að geta orðið. Lykilatriðið þarna er að halda í vonina sama hvað og reyna að sjá glas lífsins hálffullt. Punkturinn er sá að það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt úr öllu, hvort sem það er breytt lífssýn eða hvað sem er. Lífið er oft á tíðum erfitt og virðast hlutirnir stundum óyfirstíganlegir. Haltu í vonina, þetta verður allt í lagi! Jákvæði og neikvæðni Jákvæðni er ekki það að vera Pollýanna. Jákvæðni er það að þora að vera maður sjálfur, sem er eitt mesta hugrekki sem hægt er að finna hjá sjálfum sér. Það að vera ekki meðvirkur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Jákvæðni er heiðarleiki, að hafa glasið hálffullt og að halda í vonina. Neikvæðni er miklu auðveldari en jákvæðni. Það er miklu auðveldara að segja að maður geti ekki þetta og hitt, að hlutirnir munu klikka, að allt sé ömurlegt, að það sé engin von, að maður sé ekki nógu góður til þess að gera hluti og svo framvegis. Það að taka jákvæða pólinn á lífið, að trúa að maður geti gert eitthvað, að maður sé nógu góður, að maður ætli að finna lausnir frekar en vandamál, að það sé von og að hlutirnir geti raunverulega orðið betri er hugrekki. Það er líka mikilvægt að átta sig á því að stundum ganga hlutirnir ekki upp og það er allt í góðu lagi. Ef hlutirnir ganga ekki upp og maður þó tók þann pólinn í hæðina að glasið sé hálffullt þá að minnsta kosti reyndi maður og lærir þá eitthvað í leiðinni. Það er miklu skemmtilegra að horfa á lífið með glasið hálffullt og maður mun uppskera með því hugarfari. Minnkum það að spá í því sem minna máli skiptir eins og hverjir mættu á flokksþing, hverjir voru hvar, hvað þingmönnum finnst um vín í búðir og svo framvegis og förum að huga meira að samskiptum og hvernig okkur raunverulega líður. Þá verður heimurinn að minnsta kosti örlítið betri. Ást og friður. Höfundur er fyrirlesari, hlaðvarpsstjórnandi og meistaranemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að tala meira saman. Ég þekki það manna best að tala ekki nóg. Ég missti föður minn úr sjálfsvígi þegar ég var 15 ára gamall árið 2007 og er það mitt stærsta áfall. Ég er almennt talinn mjög jákvæður og hress að eðlisfari og er ég ánægður með það. Þegar ég var barn og unglingur var ég ekki eins opinn og ég er í dag, sem er allt í fínu lagi. Við erum öll mismunandi og getum mótast í þá manneskju sem við erum í dag út frá alls konar aðstæðum og áskorunum. Þegar fráfall föður míns átti sér stað ákvað ég strax að vera sterkur. Ég er mjög stoltur af þeirri staðreynd að sem 15 ára gamall gaur ákvað ég að sjá glas lífsins hálffullt og ég ætlaði ekki að láta þetta einkenna mig að eilífu. Falleg hugsun og mjög þroskað af 15 ára manneskju. Það sem ég hins vegar flaskaði á var að opna ekki á mér munninn og segja hvernig mér raunverulega leið á þeim tíma. Ég grét ekki einu sinni í jarðarförinni hans því ég ætlaði að vera svo sterkur fyrir alla aðra og sýna fordæmi þar. Það voru auðvitað mikil mistök sem ég áttaði mig á seinna en það er erfitt að greina þetta þar sem enginn les hugsanir. Auðvitað átti ég að leyfa tilfinningunum að flæða en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Hvernig átti ég að vita það á þessum tíma? Auðvitað átti ég ekkert að átta mig á eða vita að ég ætti að tjá mig á þann hátt sem hentaði mér best og það voru allir að gera sitt besta í mjög erfiðum aðstæðum. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt og að ég væri mjög duglegur að tjá mig. Þess vegna er ég að deila þessu! Þetta er eitthvað sem raunverulega er einungis hægt að átta sig á þegar maður lítur í baksýnisspegilinn. Það er engin handbók við áföllum. Það er ekki hægt að fletta upp í bók og finna kaflann um hvernig maður á að tækla dauðsfall náins ættingja með undirkaflanum sem segir að þetta hafi verið sjálfsvíg. Ég á frábært bakland og er heppinn. Við verðum að opna á okkur munninn og tala saman um hvernig okkur líður, sama hversu mikið við skömmumst okkar fyrir líðan okkar og hugsanir. Maður á ekki að skammast sín! Ég skammaðist mín lengi fyrir það hvernig mér leið í kjölfar áfallsins, fyrir hugsanir mínar, fyrir það að vera strákurinn sem missti pabba sinn á þennan hátt og fleira til. Ég myndaði með mér þráhyggjur, kvíða, áhyggjur og alls konar sem svona áföllum fylgir. Ef einhver spurði mig á þessum tíma hvernig mér leið svaraði ég nánast alltaf að mér liði nú bara nokkuð vel og væri bara góður. Jákvæður og góður á því. Staðan var alls ekki alltaf þannig. Ég þorði ekki að segja hvernig mér leið. Mundu kæri lesandi að skammast þín ekki fyrir hvernig þér líður og fyrir það sem þú hugsar. Við erum öll mismunandi og það að byrja að tjá sig varðandi hvernig manni líður, þó það sé ekki nema ein setning til þess að byrja með getur gert kraftaverk. Ég er lifandi dæmi þess. Hjólin fóru að snúast er varðar að líða betur um leið og ég fór að tala um þetta af alvöru. Það tók tíma og það er allt í lagi. Öll höfum við okkar hátt á hlutunum en númer 1, 2 og 3 er að skammast sín ekki fyrir hvernig manni líður, hvað maður er að hugsa og byrja jafnt og þétt að tjá sig og tala við fólk sem maður treystir. Það gerir í alvörunni kraftaverk! Þetta áfall mitt hefur mótað mig í manninn sem ég er í dag og ég get stoltur sagt að ég myndi ekki vilja skipta Krissa í dag út fyrir nokkuð annað, þrátt fyrir áfallið. Það að taka eitthvað jákvætt út úr erfiðum aðstæðum Auðvitað vildi ég óska þess að gamli væri hjá mér og að hann væri afi barnanna minna í þessu jarðneska lífi. Við værum líklega bestu vinir. Maður getur verið staddur í hræðilegum aðstæðum og hefur mögulega enga von, sér enga leið út...ekkert. Það er ekkert að fara að koma manni í gegnum aðstæðurnar og það er ekkert jákvætt í kortunum. Mitt tilfelli sannar hins vegar að sama hversu dimmur dalurinn er og engin von sé í sjónmáli þá getur þessi ömurlega raun manns orðið til þess að maður verður besta útgáfan af manni sjálfum eða útgáfa sem manni óraði ekki um að geta orðið. Lykilatriðið þarna er að halda í vonina sama hvað og reyna að sjá glas lífsins hálffullt. Punkturinn er sá að það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt úr öllu, hvort sem það er breytt lífssýn eða hvað sem er. Lífið er oft á tíðum erfitt og virðast hlutirnir stundum óyfirstíganlegir. Haltu í vonina, þetta verður allt í lagi! Jákvæði og neikvæðni Jákvæðni er ekki það að vera Pollýanna. Jákvæðni er það að þora að vera maður sjálfur, sem er eitt mesta hugrekki sem hægt er að finna hjá sjálfum sér. Það að vera ekki meðvirkur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Jákvæðni er heiðarleiki, að hafa glasið hálffullt og að halda í vonina. Neikvæðni er miklu auðveldari en jákvæðni. Það er miklu auðveldara að segja að maður geti ekki þetta og hitt, að hlutirnir munu klikka, að allt sé ömurlegt, að það sé engin von, að maður sé ekki nógu góður til þess að gera hluti og svo framvegis. Það að taka jákvæða pólinn á lífið, að trúa að maður geti gert eitthvað, að maður sé nógu góður, að maður ætli að finna lausnir frekar en vandamál, að það sé von og að hlutirnir geti raunverulega orðið betri er hugrekki. Það er líka mikilvægt að átta sig á því að stundum ganga hlutirnir ekki upp og það er allt í góðu lagi. Ef hlutirnir ganga ekki upp og maður þó tók þann pólinn í hæðina að glasið sé hálffullt þá að minnsta kosti reyndi maður og lærir þá eitthvað í leiðinni. Það er miklu skemmtilegra að horfa á lífið með glasið hálffullt og maður mun uppskera með því hugarfari. Minnkum það að spá í því sem minna máli skiptir eins og hverjir mættu á flokksþing, hverjir voru hvar, hvað þingmönnum finnst um vín í búðir og svo framvegis og förum að huga meira að samskiptum og hvernig okkur raunverulega líður. Þá verður heimurinn að minnsta kosti örlítið betri. Ást og friður. Höfundur er fyrirlesari, hlaðvarpsstjórnandi og meistaranemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar