Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar 13. október 2025 17:00 Félagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við geðrænar áskoranir. Þeir eru oft fyrsti snertipunktur fólks við hjálparkerfi samfélagsins og brúa bilið á milli einstaklinga, fjölskyldna og þjónustu. Félagsráðgjafar vinna út frá áfallamiðaðri nálgun og byggir starf þeirra á heildrænu sjónarhorni þar sem tekið er tillit til félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta sem hafa áhrif á andlega heilsu. Stuðningur og þverfagleg samvinna Félagsráðgjafar vinna að því að efla fólk til að takast á við erfiðleika í lífinu. Þeir veita ráðgjöf og hagnýtan stuðning við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir, hvort sem um er að ræða þunglyndi, kvíða, streituraskanir eða alvarlegar geðraskanir. Mikilvægur hluti starfsins felst í að hjálpa fólki að tengjast viðeigandi þjónustu og úrræðum í samfélaginu. Félagsráðgjafar starfa innan heilbrigðiskerfisins í þverfaglegum teymum með læknum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Þeir sjá um að meta félagslegar aðstæður sjúklinga, aðstoða við útskriftaráætlanir og tryggja samfellu í þjónustu. Forvarnir og fræðsla Félagsráðgjafar stuðla að aukinni þekkingu á geðheilbrigði, vinna gegn fordómum og styrkja samfélagsleg stuðningsnet með fræðslu, hópastarfi og upplýsingamiðlun. Með þekkingu sinni á félagslegum kerfum og mannlegum samskiptum hjálpa þeir fólki að finna styrk sinn og bæta lífsgæði sín. Aðgengi og valfrelsi Félagsráðgjafar starfa bæði í opinbera kerfinu og í einkarekstri. Til að tryggja jafnt aðgengi að samtalsmeðferð félagsráðgjafa þarf greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga að taka til þjónustunnar. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað kallað eftir því að breytingar frá árinu 2020, á grein 21. a. í lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar, verði útfæðar og fjármagnaðar í þeim tilgangi að auka aðgengi fólks að félagsráðgjöf. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október ár hvert er tileinkaður vitundarvakningu um geðheilbrigði. Markmiðið er að auka fræðslu, sporna gegn fordómum og minna á að enn er þörf á öflugum stuðningi og samstilltu átaki til að bæta geðheilbrigði í samfélaginu. Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífgæða og samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við geðrænar áskoranir. Þeir eru oft fyrsti snertipunktur fólks við hjálparkerfi samfélagsins og brúa bilið á milli einstaklinga, fjölskyldna og þjónustu. Félagsráðgjafar vinna út frá áfallamiðaðri nálgun og byggir starf þeirra á heildrænu sjónarhorni þar sem tekið er tillit til félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta sem hafa áhrif á andlega heilsu. Stuðningur og þverfagleg samvinna Félagsráðgjafar vinna að því að efla fólk til að takast á við erfiðleika í lífinu. Þeir veita ráðgjöf og hagnýtan stuðning við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir, hvort sem um er að ræða þunglyndi, kvíða, streituraskanir eða alvarlegar geðraskanir. Mikilvægur hluti starfsins felst í að hjálpa fólki að tengjast viðeigandi þjónustu og úrræðum í samfélaginu. Félagsráðgjafar starfa innan heilbrigðiskerfisins í þverfaglegum teymum með læknum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Þeir sjá um að meta félagslegar aðstæður sjúklinga, aðstoða við útskriftaráætlanir og tryggja samfellu í þjónustu. Forvarnir og fræðsla Félagsráðgjafar stuðla að aukinni þekkingu á geðheilbrigði, vinna gegn fordómum og styrkja samfélagsleg stuðningsnet með fræðslu, hópastarfi og upplýsingamiðlun. Með þekkingu sinni á félagslegum kerfum og mannlegum samskiptum hjálpa þeir fólki að finna styrk sinn og bæta lífsgæði sín. Aðgengi og valfrelsi Félagsráðgjafar starfa bæði í opinbera kerfinu og í einkarekstri. Til að tryggja jafnt aðgengi að samtalsmeðferð félagsráðgjafa þarf greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga að taka til þjónustunnar. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað kallað eftir því að breytingar frá árinu 2020, á grein 21. a. í lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar, verði útfæðar og fjármagnaðar í þeim tilgangi að auka aðgengi fólks að félagsráðgjöf. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október ár hvert er tileinkaður vitundarvakningu um geðheilbrigði. Markmiðið er að auka fræðslu, sporna gegn fordómum og minna á að enn er þörf á öflugum stuðningi og samstilltu átaki til að bæta geðheilbrigði í samfélaginu. Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífgæða og samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar