Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson og Lilja S. Jónsdóttir skrifa 11. október 2025 14:01 Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun