Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Hjörvar Ólafsson skrifar 8. október 2025 20:58 Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Rebekka Rut Steingrímsdóttir í baráttunni í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Íslandsmeistarar Hauka sóttu nýliða KR heim í DHL-höllina að Meistaravöllum í Vesturbænum í annarri umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár. KR-liðið var vel stutt af stuðningsmönnum sínum og kom af krafti inn í leikinn. Leikmönnum KR gekk vel að leysa pressu Hauka framan af leiknum og vörn heimaliðsins var sömuleiðis þétt. Hugrekki og sjálfstraust einkenndu leik KR-inga sem ætluðu greinilega að selja sig dýrt fyrir stigin tvö. Jafnræði var með liðunum fram í þriðja leikhluta en þá dró í sundur og Haukar fóru að lokum með öruggan sigur af hólmi. Haukar hertu þá tökin í varnarleiknum og KR-ingar áttu í meiri erfiðleikum með að skora. Hanna Þráinsdóttir verst þegar Sólrún Inga Gísladóttir sækir að körfunni. Vísir/Anton Brink Eftir að hafa elt Hauka eins og skugginn fram í miðjan þriðja leikhluta minnkaði sóknarþungi KR-inga þegar líða tók á leikinn. Varnarleikur Hauka varð sterkari og á sama tíma stækkaði hringurinn hjá gestunum á hinum enda vallarins. Haukar héldu áfram að auka forskot sitt í fjórða leikhluta og í hvert skipti KR var að hóta áhlaupi kom þriggja stiga karfa hjá gestunum sem slökkti vonarneista heimaliðsins. Lokatölur í leiknum urðu 92-70 Haukum í vil en ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig eftir tvo leiki en KR er aftur á móti með tvö stig eftir jafn marga leiki. Daníel Andri Halldórsson leggur línurnar fyrir leikmönnum sínum. Vísir/Anton Brink Daníel Andri: Margt jákvætt þrátt fyrir tapið „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik. Náðum að leysa pressuna þeirra vel og flæðið í sóknarleiknum var bara heilt yfir gott. Skotvalið var gott og margt jákvætt sem við getum tekið út úr fyrri hálfleiknum,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR, að leik loknum. „Haukar eru með gott lið og þær sýndu styrk sinn í seinni hálfleik. Þeim tókst að ýta okkur út úr okkar aðgerðum og nokkrar þriggja stiga körfur í röð hjá þeim gerðu hlutina erfiðari fyrir okkur. Skotnýtingin varð verri hjá okkur og við náðum ekki að gera áhlaup,“ sagði Daníel Andri enn fremur. „Við verðum að læra hratt í þessari deild og seinni hálfleikurinn sýndi okkur það. Það vantaði upp ákefðina og að sækja af krafti á körfuna í seinni hálfleik. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga en á sama tíma hlutir sem við getum tekið með okkur í næstu verkefni,“ sagði hann. „Við fráköstum vel í þessum leik og það var barátta í okkur allan leikinn. Við fegnum því miður körfur í andlitið þegar við vorum að reyna að koma til baka. Stemmingin í stúkunni var frábær og það var gott að fá orku þaðan,“ sagði Daníel Andri. Emil Barja: Allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik „Við komum flatar inn í leikinn og ég var ekki ánægður með fyrri hálfleikinn. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Liðið er ennþá að slípa sig saman og þetta er allt á réttri leið,“ sagði Emil Barja, þjálfari Hauka, eftir leik. „Það sama var reyndar uppi á teninngnum í fyrsta leiknum þar sem við fórum rólega af stað og kveiktum svo á okkur. Kannski þarf ég að mótívera liðið betur fyrir leikinn og hafa hálfleiksræðuna fyrir leikina,“ sagði Emil þar að auki. „Orkustigið var allavega betra í seinni hálfleik og varnarleikurinn öflugri. Nú þurfum við að fjölga mínútunum þar sem við leikum af fullum krafti. Við komumst ekki upp með það endalaust að spila bara tvo leikhluta almennilega,“ sagði hann. „Ég er ánægður með stöðuna á liðinu heilt yfir eftir fyrstu tvo leikina en eins og ég segi þá finnst mér við eiga töluvert inni. Það er skammt liðið af tímabilinu og við munum verða betri það er ljóst,“ sagði Emil. Emil Barja, þjálfari Hauka, á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Visir/Anton Brink Atvik leiksins Sólrún Inga Gísladóttir setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili þegar KR var að freista þess að koma sér aftur inn í leikinn undir lok þriðja leikhluta. Þær körfur drógu tennurnar úr KR-liðinu sem náði ekki að koma sér almennilega inn í leikinn eftir það. Stjörnur og skúrkar Krystal-Jade Freeman fór fyrir Haukaliðinu en hún var stigahæst með 24 stig. Sólrún Inga skoraði svo mikilvægar þriggja stiga körfur sem sigldu sigrinum endanlega heim. Amandine Justine Toi lagði til 18 stig og Þóra Kristín Jónsdóttir mataði samherja sína með átta stoðsendingum. Í raun var það svo sterk liðsvörn Hauka í seinni hálfleik sem lagði grunninn að þessum sigri. Molly Kaiser var atkvæðamest í liði KR með 24 stig og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir lét til sín taka undir körfunni en hún setti niður 13 stig. Eve Braslis sem gekk til liðs við KR á dögunum skilaði svo 14 stigum á töfluna. Rebekka Rut Steingrímsdóttir sýndi svo gæði sín í þessum leik en hún leysti pressu Haukaliðsins oft og tíðum vel í fyrri hálfleik með kraftmiklu knattraki sínu. Molly Kaiser og Sigrún Björg Ólafsdóttir berjast um boltann. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Sigmundur Már Herbertsson, Ingi Björn Jónsson og Arnar Þór Þrastarson dæmdu þennan leik af stakri prýði. Samræmið gott í dómgæslunni og leikstjórnin heilt yfir góð. Þeir fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð KR var að spila sinn fyrsta heimaleik í efstu deild kvenna í körfubolta síðan vorið 2021 í kvöld og það var augljóslega mikil eftirvænting í Vesturbænum fyrir þessum leik. Þétt setið var í stúkunni og gríðarlega góð stemming. Bónus-deild kvenna KR Haukar
Íslandsmeistarar Hauka sóttu nýliða KR heim í DHL-höllina að Meistaravöllum í Vesturbænum í annarri umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár. KR-liðið var vel stutt af stuðningsmönnum sínum og kom af krafti inn í leikinn. Leikmönnum KR gekk vel að leysa pressu Hauka framan af leiknum og vörn heimaliðsins var sömuleiðis þétt. Hugrekki og sjálfstraust einkenndu leik KR-inga sem ætluðu greinilega að selja sig dýrt fyrir stigin tvö. Jafnræði var með liðunum fram í þriðja leikhluta en þá dró í sundur og Haukar fóru að lokum með öruggan sigur af hólmi. Haukar hertu þá tökin í varnarleiknum og KR-ingar áttu í meiri erfiðleikum með að skora. Hanna Þráinsdóttir verst þegar Sólrún Inga Gísladóttir sækir að körfunni. Vísir/Anton Brink Eftir að hafa elt Hauka eins og skugginn fram í miðjan þriðja leikhluta minnkaði sóknarþungi KR-inga þegar líða tók á leikinn. Varnarleikur Hauka varð sterkari og á sama tíma stækkaði hringurinn hjá gestunum á hinum enda vallarins. Haukar héldu áfram að auka forskot sitt í fjórða leikhluta og í hvert skipti KR var að hóta áhlaupi kom þriggja stiga karfa hjá gestunum sem slökkti vonarneista heimaliðsins. Lokatölur í leiknum urðu 92-70 Haukum í vil en ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig eftir tvo leiki en KR er aftur á móti með tvö stig eftir jafn marga leiki. Daníel Andri Halldórsson leggur línurnar fyrir leikmönnum sínum. Vísir/Anton Brink Daníel Andri: Margt jákvætt þrátt fyrir tapið „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik. Náðum að leysa pressuna þeirra vel og flæðið í sóknarleiknum var bara heilt yfir gott. Skotvalið var gott og margt jákvætt sem við getum tekið út úr fyrri hálfleiknum,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR, að leik loknum. „Haukar eru með gott lið og þær sýndu styrk sinn í seinni hálfleik. Þeim tókst að ýta okkur út úr okkar aðgerðum og nokkrar þriggja stiga körfur í röð hjá þeim gerðu hlutina erfiðari fyrir okkur. Skotnýtingin varð verri hjá okkur og við náðum ekki að gera áhlaup,“ sagði Daníel Andri enn fremur. „Við verðum að læra hratt í þessari deild og seinni hálfleikurinn sýndi okkur það. Það vantaði upp ákefðina og að sækja af krafti á körfuna í seinni hálfleik. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga en á sama tíma hlutir sem við getum tekið með okkur í næstu verkefni,“ sagði hann. „Við fráköstum vel í þessum leik og það var barátta í okkur allan leikinn. Við fegnum því miður körfur í andlitið þegar við vorum að reyna að koma til baka. Stemmingin í stúkunni var frábær og það var gott að fá orku þaðan,“ sagði Daníel Andri. Emil Barja: Allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik „Við komum flatar inn í leikinn og ég var ekki ánægður með fyrri hálfleikinn. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Liðið er ennþá að slípa sig saman og þetta er allt á réttri leið,“ sagði Emil Barja, þjálfari Hauka, eftir leik. „Það sama var reyndar uppi á teninngnum í fyrsta leiknum þar sem við fórum rólega af stað og kveiktum svo á okkur. Kannski þarf ég að mótívera liðið betur fyrir leikinn og hafa hálfleiksræðuna fyrir leikina,“ sagði Emil þar að auki. „Orkustigið var allavega betra í seinni hálfleik og varnarleikurinn öflugri. Nú þurfum við að fjölga mínútunum þar sem við leikum af fullum krafti. Við komumst ekki upp með það endalaust að spila bara tvo leikhluta almennilega,“ sagði hann. „Ég er ánægður með stöðuna á liðinu heilt yfir eftir fyrstu tvo leikina en eins og ég segi þá finnst mér við eiga töluvert inni. Það er skammt liðið af tímabilinu og við munum verða betri það er ljóst,“ sagði Emil. Emil Barja, þjálfari Hauka, á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Visir/Anton Brink Atvik leiksins Sólrún Inga Gísladóttir setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili þegar KR var að freista þess að koma sér aftur inn í leikinn undir lok þriðja leikhluta. Þær körfur drógu tennurnar úr KR-liðinu sem náði ekki að koma sér almennilega inn í leikinn eftir það. Stjörnur og skúrkar Krystal-Jade Freeman fór fyrir Haukaliðinu en hún var stigahæst með 24 stig. Sólrún Inga skoraði svo mikilvægar þriggja stiga körfur sem sigldu sigrinum endanlega heim. Amandine Justine Toi lagði til 18 stig og Þóra Kristín Jónsdóttir mataði samherja sína með átta stoðsendingum. Í raun var það svo sterk liðsvörn Hauka í seinni hálfleik sem lagði grunninn að þessum sigri. Molly Kaiser var atkvæðamest í liði KR með 24 stig og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir lét til sín taka undir körfunni en hún setti niður 13 stig. Eve Braslis sem gekk til liðs við KR á dögunum skilaði svo 14 stigum á töfluna. Rebekka Rut Steingrímsdóttir sýndi svo gæði sín í þessum leik en hún leysti pressu Haukaliðsins oft og tíðum vel í fyrri hálfleik með kraftmiklu knattraki sínu. Molly Kaiser og Sigrún Björg Ólafsdóttir berjast um boltann. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Sigmundur Már Herbertsson, Ingi Björn Jónsson og Arnar Þór Þrastarson dæmdu þennan leik af stakri prýði. Samræmið gott í dómgæslunni og leikstjórnin heilt yfir góð. Þeir fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð KR var að spila sinn fyrsta heimaleik í efstu deild kvenna í körfubolta síðan vorið 2021 í kvöld og það var augljóslega mikil eftirvænting í Vesturbænum fyrir þessum leik. Þétt setið var í stúkunni og gríðarlega góð stemming.