Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2025 10:00 Haukur Þrastarson er stoðsendingahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst nokkuð sáttur með hvernig hann hefur farið af stað með nýja liðinu sínu, Rhein-Neckar Löwen. Hann segist fullviss um að hann hafi tekið rétt skref á ferlinum með því að fara í sterkari deild en þar sem hann hefur hingað til spilað í atvinnumennskunni. „Fyrstu mánuðirnir hafa verið fínir. Ég hef komist ágætlega inn í hlutina og það hefur bara gengið vel. Þetta hefur byrjað ágætlega,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær, þá nýkominn af æfingu þar sem leikur kvöldsins í kvöld, gegn Göppingen, var undirbúinn. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) Eftir að hafa leikið með Dinamo Búkarest í Rúmeníu á síðasta tímabili gekk Haukur í raðir Löwen í sumar. „Ég vissi það svo sem að ég yrði ekki lengur en eitt ár í Rúmeníu. Það var alltaf svona skýrt frá minni hlið og ég var búinn að vera með hugann lengi við næsta skref, hvað ég myndi gera eftir það. Ég var búinn að vera í samtali við þá [Löwen] ásamt fleiri liðum í dágóðan tíma og tók mér góðan tíma í að ákveða mig. Það var margt sem spilaði þar inn í og sem gerði það að verkum að mér leist best á að fara til Löwen,“ sagði Haukur sem var í góðu sambandi við forráðamenn Löwen og svo Maik Machulla sem tók við þjálfun liðsins í sumar. „Ég átti mörg góð samtöl við þá og leist best á að koma hingað. Eins og ég segi tók það góðan tíma fyrir mig að ákveða mig og ég vandaði mig mjög mikið við að velja það sem ég teldi vera besta staðinn fyrir mig og það sem hentaði mér best á þessum tíma. Eftir þessar fyrstu vikur eða mánuði er ég alveg sannfærður um að ég hafi valið vel.“ Hugsaði meira um hlutverkið en landið Haukur segir að stefnan hafi ekki endilega verið sett á Þýskaland í sumar. „Það var meira bara félagið og hvað var í gangi þar, þjálfarinn og þannig hlutir, frekar en landið. Auðvitað spilaði inn að þetta er sterkasta deild í heimi og allir leikir hérna eru hörkuleikir. Það spilaði inn í. Ég hugsaði meira um hvaða hlutverk ég fengi í liðinu og hvað félagið vildi gera frekar en hvar ég væri staðsettur,“ sagði Haukur. Haukur ásamt Uwe Gensheimer, yfirmanni íþróttamála hjá Rhein Neckar Löwen.rhein-neckar löwen En hvaða skilaboð fékk Selfyssingurinn fyrir tímabilið, til dæmis hvaða hlutverk honum væri ætlað í liði Ljónanna frá Mannheim? „Bara að ég ætti að vera með stórt hlutverk í liðinu sem hefur verið raunin. Ég spila mikið og er með mikla ábyrgð í liðinu. Mér fannst þetta vera mikilvægt skref og mikilvægt á þessum tíma á mínum ferli. Það fékk mig til að velja Löwen,“ sagði Haukur. Léttu leikirnir heyra sögunni til Fyrstu fjögur árin í atvinnumennskunni lék hann með Kielce og svo eitt tímabil með Dinamo Búkarest. Bæði liðin eru ógnarsterk og spila í Meistaradeildinni en deildirnar í Póllandi og Rúmeníu eru ekki jafn hátt skrifaðar og í Þýskalandi. „Það er auðvitað öðruvísi. Í fimm ár var ég búinn að vera í svona yfirburða sterkasta liðinu í slakari deildum. Það segir sig sjálft að það eru margir leikir sem eru alls ekki spes og nánast búið að vinna fyrirfram. Það er allt öðruvísi og eitthvað sem ég sóttist í. Ég fíla mjög mikið að allir leikir hérna séu hörkuleikir. Það er gaman að breyta til. Maður var náttúrulega með Meistaradeildina og þar voru alltaf hörkuleikir en þú ert ekki með þessa leiki sem þú varst að vinna með titlum og getur komist upp með að vera ekki á fullu,“ sagði Haukur. Haukur varð rúmenskur meistari með Dinamo Búkarest á síðasta tímabili.getty/Andrzej Iwanczuk Hann hefur glímt við erfið meiðsli síðan hann fór út í atvinnumennsku og meðal annars slitið krossband á báðum hnjám. Haukur segir að líkaminn hafi svarað auknu álagi og fleiri krefjandi leikjum vel. „Ég hef verið alveg meiðslafrír í dágóðan tíma og með hverri vikunni sem líður kemst ég í betra líkamlegra ásigkomulag og komið lengra frá þessum stóru meiðslum sem ég lenti í. Mér líður vel líkamlega og er alltaf að komast í betra stand. Það hefur ekki verið neitt vesen að venjast þessu og ég er á mjög góðum stað,“ sagði Haukur. Á talsvert inni Hann er í stóru hlutverki hjá Löwen. Í fyrstu sjö leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni hefur Haukur skorað 21 mark og gefið 38 stoðsendingar, flestar allra leikmanna. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga talsvert mikið inni og geta spilað enn betur. Haukur var ekki orðinn sautján ára þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska A-landsliðiðvísir/vilhelm „Það er margt sem hefur verið gott en ef þú tekur liðið líka erum við að gera ágætis hluti inn á milli en margt sem mætti gera betur, bæði ég og liðið. Mér finnst ég alveg eiga eitthvað inni og hef klúðrað á einhverjum augnablikum en heilt yfir hefur þetta farið ágætlega af stað,“ sagði Selfyssingurinn. Engar yfirlýsingar Aðspurður um markmið Löwen í vetur steig Haukur varlega til jarðar. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Ljónanna í sumar og þau eru með nýjan þjálfara sem fyrr sagði. „Það er kannski of snemmt að vera með einhverjar yfirlýsingar um það. Við förum kannski rólega í það. Það eru margir nýir og við eiginlega með alveg nýtt lið. Við þurfum að finna taktinn með hvor öðrum og það tekur tíma. Það eru óvanalega margir nýir og miklar breytingar í liðinu og hjá félaginu,“ sagði Haukur. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Til að byrja með er númer eitt, tvö og þrjú að komast almennilega í gang. Eins og sést hefur höfum við dottið niður í einhverjum leikjum og misst þá niður í tap eða jafntefli. Það er margt sem þarf að gera áður en við komum með einhverjar yfirlýsingar um einhver sæti í deildinni.“ Löwen í 7. sæti þýsku deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti. Þýski handboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir hafa verið fínir. Ég hef komist ágætlega inn í hlutina og það hefur bara gengið vel. Þetta hefur byrjað ágætlega,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær, þá nýkominn af æfingu þar sem leikur kvöldsins í kvöld, gegn Göppingen, var undirbúinn. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) Eftir að hafa leikið með Dinamo Búkarest í Rúmeníu á síðasta tímabili gekk Haukur í raðir Löwen í sumar. „Ég vissi það svo sem að ég yrði ekki lengur en eitt ár í Rúmeníu. Það var alltaf svona skýrt frá minni hlið og ég var búinn að vera með hugann lengi við næsta skref, hvað ég myndi gera eftir það. Ég var búinn að vera í samtali við þá [Löwen] ásamt fleiri liðum í dágóðan tíma og tók mér góðan tíma í að ákveða mig. Það var margt sem spilaði þar inn í og sem gerði það að verkum að mér leist best á að fara til Löwen,“ sagði Haukur sem var í góðu sambandi við forráðamenn Löwen og svo Maik Machulla sem tók við þjálfun liðsins í sumar. „Ég átti mörg góð samtöl við þá og leist best á að koma hingað. Eins og ég segi tók það góðan tíma fyrir mig að ákveða mig og ég vandaði mig mjög mikið við að velja það sem ég teldi vera besta staðinn fyrir mig og það sem hentaði mér best á þessum tíma. Eftir þessar fyrstu vikur eða mánuði er ég alveg sannfærður um að ég hafi valið vel.“ Hugsaði meira um hlutverkið en landið Haukur segir að stefnan hafi ekki endilega verið sett á Þýskaland í sumar. „Það var meira bara félagið og hvað var í gangi þar, þjálfarinn og þannig hlutir, frekar en landið. Auðvitað spilaði inn að þetta er sterkasta deild í heimi og allir leikir hérna eru hörkuleikir. Það spilaði inn í. Ég hugsaði meira um hvaða hlutverk ég fengi í liðinu og hvað félagið vildi gera frekar en hvar ég væri staðsettur,“ sagði Haukur. Haukur ásamt Uwe Gensheimer, yfirmanni íþróttamála hjá Rhein Neckar Löwen.rhein-neckar löwen En hvaða skilaboð fékk Selfyssingurinn fyrir tímabilið, til dæmis hvaða hlutverk honum væri ætlað í liði Ljónanna frá Mannheim? „Bara að ég ætti að vera með stórt hlutverk í liðinu sem hefur verið raunin. Ég spila mikið og er með mikla ábyrgð í liðinu. Mér fannst þetta vera mikilvægt skref og mikilvægt á þessum tíma á mínum ferli. Það fékk mig til að velja Löwen,“ sagði Haukur. Léttu leikirnir heyra sögunni til Fyrstu fjögur árin í atvinnumennskunni lék hann með Kielce og svo eitt tímabil með Dinamo Búkarest. Bæði liðin eru ógnarsterk og spila í Meistaradeildinni en deildirnar í Póllandi og Rúmeníu eru ekki jafn hátt skrifaðar og í Þýskalandi. „Það er auðvitað öðruvísi. Í fimm ár var ég búinn að vera í svona yfirburða sterkasta liðinu í slakari deildum. Það segir sig sjálft að það eru margir leikir sem eru alls ekki spes og nánast búið að vinna fyrirfram. Það er allt öðruvísi og eitthvað sem ég sóttist í. Ég fíla mjög mikið að allir leikir hérna séu hörkuleikir. Það er gaman að breyta til. Maður var náttúrulega með Meistaradeildina og þar voru alltaf hörkuleikir en þú ert ekki með þessa leiki sem þú varst að vinna með titlum og getur komist upp með að vera ekki á fullu,“ sagði Haukur. Haukur varð rúmenskur meistari með Dinamo Búkarest á síðasta tímabili.getty/Andrzej Iwanczuk Hann hefur glímt við erfið meiðsli síðan hann fór út í atvinnumennsku og meðal annars slitið krossband á báðum hnjám. Haukur segir að líkaminn hafi svarað auknu álagi og fleiri krefjandi leikjum vel. „Ég hef verið alveg meiðslafrír í dágóðan tíma og með hverri vikunni sem líður kemst ég í betra líkamlegra ásigkomulag og komið lengra frá þessum stóru meiðslum sem ég lenti í. Mér líður vel líkamlega og er alltaf að komast í betra stand. Það hefur ekki verið neitt vesen að venjast þessu og ég er á mjög góðum stað,“ sagði Haukur. Á talsvert inni Hann er í stóru hlutverki hjá Löwen. Í fyrstu sjö leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni hefur Haukur skorað 21 mark og gefið 38 stoðsendingar, flestar allra leikmanna. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga talsvert mikið inni og geta spilað enn betur. Haukur var ekki orðinn sautján ára þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska A-landsliðiðvísir/vilhelm „Það er margt sem hefur verið gott en ef þú tekur liðið líka erum við að gera ágætis hluti inn á milli en margt sem mætti gera betur, bæði ég og liðið. Mér finnst ég alveg eiga eitthvað inni og hef klúðrað á einhverjum augnablikum en heilt yfir hefur þetta farið ágætlega af stað,“ sagði Selfyssingurinn. Engar yfirlýsingar Aðspurður um markmið Löwen í vetur steig Haukur varlega til jarðar. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Ljónanna í sumar og þau eru með nýjan þjálfara sem fyrr sagði. „Það er kannski of snemmt að vera með einhverjar yfirlýsingar um það. Við förum kannski rólega í það. Það eru margir nýir og við eiginlega með alveg nýtt lið. Við þurfum að finna taktinn með hvor öðrum og það tekur tíma. Það eru óvanalega margir nýir og miklar breytingar í liðinu og hjá félaginu,“ sagði Haukur. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Til að byrja með er númer eitt, tvö og þrjú að komast almennilega í gang. Eins og sést hefur höfum við dottið niður í einhverjum leikjum og misst þá niður í tap eða jafntefli. Það er margt sem þarf að gera áður en við komum með einhverjar yfirlýsingar um einhver sæti í deildinni.“ Löwen í 7. sæti þýsku deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. Á síðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti.
Þýski handboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira