Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar 8. október 2025 12:02 Á árinu 2025 er áætlað að ríkissjóður einn og sér verji um 240 milljörðum króna í kaup á vöru og þjónustu. Sveitarfélög landsins verja jafnframt háum fjárhæðum ár hvert. Hér er því um að ræða stórar fjárhæðir úr vösum skattgreiðenda, en samt er sjaldan rætt um þær afleiðingar sem val opinberra aðila á fyrirtækjum og þjónustuveitendum hefur fyrir fólkið sem vinnur störfin, eða hvernig þörf og mat á útvistun er ákvörðuð. Stefnulaus sparnaður Á undanförnum árum hefur útvistun í opinberri þjónustu aukist jafnt og þétt, yfirleitt í nafni sparnaðar og án skýrrar stefnu. Þau störf sem helst hafa verið flutt frá hinu opinbera eru yfirleitt lægst launuðu störfin, sem þó eru ómissandi við rekstur samfélagsins. Þetta eru störfin sem halda sjúkrahúsum, skólum, skrifstofum og þjónustukjörnum hreinum og öruggum. Störfin eru innt af hendi af fólki sem sjaldan fær athygli, fólki sem sinnir mikilvægu starfi oft á lágum launum og við erfiðar aðstæður. Samhliða þessari þróun hefur borið á fréttum af uppsögnum, versnandi vinnuaðstæðum og lækkun launakjara. Þegar þjónustan færist á milli aðila, t.d. frá opinberum aðila til verktaka er hætta á að starfsfólks missi áunninn rétt, starfsöryggi og taki jafnvel á sig launalækkun. Þeir sem hafa starfað lengi á sömu stofnun og byggt upp reynslu og fagmennsku hverfa á brott og með þeim tapast þekking sem þjónustan byggist á. Dræm viðbrögð við kjörum ræstingarfólks Nýlega skapaðist mikil umræða um kjör ræstingarfólks hér á landi sem verkalýðshreyfingin, með ASÍ, SGS og Eflingu í fararbroddi, beindi sjónum að, m.a. með fyrirspurnum til ríkis og sveitarfélaga um hvernig staðið væri að kaupum á þjónustu sem að stórum hluta er útvistað til verktaka. Viðbrögð opinberra aðila voru dræm og ekki í samræmi við þann vilja til umbóta sem kom fram meðal almennings. Íslensk lög, líkt og hin evrópsku, gera skylt að velja hagkvæmasta tilboðið með hliðsjón af gæðum, aðbúnaði og réttindum starfsfólks og tryggja jafnframt jafnræði og gagnsæi. Í framkvæmd hefur hins vegar oftar en ekki verið gengið að því sem gefnu að velja lægsta boðið, án þess að kanna til hlítar hvort það standist lög og reglur. Samkvæmt nýrri úttekt Evrópuþingsins eru 95% opinberra innkaupa í Evrópu ákvörðuð út frá lægsta boði. Þetta vekur furðu enda voru árið 2016 gerðar sérstakar breytingar á löggjöfinni til að færast frá þessu formi. Við útboðsferli eru notaðar svokallaðar viðmiðunarfjárhæðir sem eiga að tryggja mælanleika í reglum um útboðsskyldu og hvenær þær skulu fara fram innan landsteina og utan, en í reynd virðast þær oftar en ekki ráða úrslitum um hvort tilboð teljist óeðlilega lágt, þótt lögin geri ráð fyrir mati á gæðum og kostnaði hvers tilboðs. Lögin skylda opinbera aðila til mats og rannsóknar og að hafna tilboðum sem standast ekki m.a. ákvæði kjarasamninga, vinnuvernd og félagsleg réttindi. Viðmiðunarfjárhæðir hafa þarna ekkert eiginlegt hlutverk. Krafa um skýra stefnu og viðmið Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað bent á dæmi, einkum á sviði ræstingarþjónustu, þar sem rökstuddur grunur hefur verið um óeðlilega lág tilboð, launasvik eða önnur frávik, en engu að síður hafa samningar verið undirritaðir. Hreyfingin hefur kallað eftir skýrari stefnu og málefnalegum viðmiðum við mat á slíkum tilboðum, meðal annars til að þröskuldur fyrir mat á óeðlilega lágu tilboði verði ekki stilltur svo lágur að reglurnar verði að engu. Þrátt fyrir þetta ákall hefur lítið sem ekkert breyst. Opinber innkaup eru vannýtt verkfæri Á sama tíma hafa ríki og sveitarfélög lagt áherslu á aðhald í fjármálum og leitað leiða til sparnaðar, án þess að nýta tækifærið til að beita opinberum innkaupum sem verkfæri til að tryggja bæði betri kjör og mannlegri aðstæður starfsfólks og jafnframt heilbrigða samkeppni á vinnumarkaði. Skemmri tíma sparnaður getur svo auðveldlega orðinn lengri tíma kostnaður ef molnar undan heilbrigðum vinnumarkaði. Undirrituð skorar á ríki og sveitarfélög að gera betur og sýna gott fordæmi með því að auka vægi félagslegra þátta og sjálfbærni á vinnumarkaði við mat á viðsemjendum. Lægsta verðið er alls ekki hagstæðast ef heilbrigðum vinnumarkaði er ógnað. Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Neytendur Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2025 er áætlað að ríkissjóður einn og sér verji um 240 milljörðum króna í kaup á vöru og þjónustu. Sveitarfélög landsins verja jafnframt háum fjárhæðum ár hvert. Hér er því um að ræða stórar fjárhæðir úr vösum skattgreiðenda, en samt er sjaldan rætt um þær afleiðingar sem val opinberra aðila á fyrirtækjum og þjónustuveitendum hefur fyrir fólkið sem vinnur störfin, eða hvernig þörf og mat á útvistun er ákvörðuð. Stefnulaus sparnaður Á undanförnum árum hefur útvistun í opinberri þjónustu aukist jafnt og þétt, yfirleitt í nafni sparnaðar og án skýrrar stefnu. Þau störf sem helst hafa verið flutt frá hinu opinbera eru yfirleitt lægst launuðu störfin, sem þó eru ómissandi við rekstur samfélagsins. Þetta eru störfin sem halda sjúkrahúsum, skólum, skrifstofum og þjónustukjörnum hreinum og öruggum. Störfin eru innt af hendi af fólki sem sjaldan fær athygli, fólki sem sinnir mikilvægu starfi oft á lágum launum og við erfiðar aðstæður. Samhliða þessari þróun hefur borið á fréttum af uppsögnum, versnandi vinnuaðstæðum og lækkun launakjara. Þegar þjónustan færist á milli aðila, t.d. frá opinberum aðila til verktaka er hætta á að starfsfólks missi áunninn rétt, starfsöryggi og taki jafnvel á sig launalækkun. Þeir sem hafa starfað lengi á sömu stofnun og byggt upp reynslu og fagmennsku hverfa á brott og með þeim tapast þekking sem þjónustan byggist á. Dræm viðbrögð við kjörum ræstingarfólks Nýlega skapaðist mikil umræða um kjör ræstingarfólks hér á landi sem verkalýðshreyfingin, með ASÍ, SGS og Eflingu í fararbroddi, beindi sjónum að, m.a. með fyrirspurnum til ríkis og sveitarfélaga um hvernig staðið væri að kaupum á þjónustu sem að stórum hluta er útvistað til verktaka. Viðbrögð opinberra aðila voru dræm og ekki í samræmi við þann vilja til umbóta sem kom fram meðal almennings. Íslensk lög, líkt og hin evrópsku, gera skylt að velja hagkvæmasta tilboðið með hliðsjón af gæðum, aðbúnaði og réttindum starfsfólks og tryggja jafnframt jafnræði og gagnsæi. Í framkvæmd hefur hins vegar oftar en ekki verið gengið að því sem gefnu að velja lægsta boðið, án þess að kanna til hlítar hvort það standist lög og reglur. Samkvæmt nýrri úttekt Evrópuþingsins eru 95% opinberra innkaupa í Evrópu ákvörðuð út frá lægsta boði. Þetta vekur furðu enda voru árið 2016 gerðar sérstakar breytingar á löggjöfinni til að færast frá þessu formi. Við útboðsferli eru notaðar svokallaðar viðmiðunarfjárhæðir sem eiga að tryggja mælanleika í reglum um útboðsskyldu og hvenær þær skulu fara fram innan landsteina og utan, en í reynd virðast þær oftar en ekki ráða úrslitum um hvort tilboð teljist óeðlilega lágt, þótt lögin geri ráð fyrir mati á gæðum og kostnaði hvers tilboðs. Lögin skylda opinbera aðila til mats og rannsóknar og að hafna tilboðum sem standast ekki m.a. ákvæði kjarasamninga, vinnuvernd og félagsleg réttindi. Viðmiðunarfjárhæðir hafa þarna ekkert eiginlegt hlutverk. Krafa um skýra stefnu og viðmið Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað bent á dæmi, einkum á sviði ræstingarþjónustu, þar sem rökstuddur grunur hefur verið um óeðlilega lág tilboð, launasvik eða önnur frávik, en engu að síður hafa samningar verið undirritaðir. Hreyfingin hefur kallað eftir skýrari stefnu og málefnalegum viðmiðum við mat á slíkum tilboðum, meðal annars til að þröskuldur fyrir mat á óeðlilega lágu tilboði verði ekki stilltur svo lágur að reglurnar verði að engu. Þrátt fyrir þetta ákall hefur lítið sem ekkert breyst. Opinber innkaup eru vannýtt verkfæri Á sama tíma hafa ríki og sveitarfélög lagt áherslu á aðhald í fjármálum og leitað leiða til sparnaðar, án þess að nýta tækifærið til að beita opinberum innkaupum sem verkfæri til að tryggja bæði betri kjör og mannlegri aðstæður starfsfólks og jafnframt heilbrigða samkeppni á vinnumarkaði. Skemmri tíma sparnaður getur svo auðveldlega orðinn lengri tíma kostnaður ef molnar undan heilbrigðum vinnumarkaði. Undirrituð skorar á ríki og sveitarfélög að gera betur og sýna gott fordæmi með því að auka vægi félagslegra þátta og sjálfbærni á vinnumarkaði við mat á viðsemjendum. Lægsta verðið er alls ekki hagstæðast ef heilbrigðum vinnumarkaði er ógnað. Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun